Enski boltinn

Djammið tekið sinn toll af Grealish: „Ég er að drepast úr sársauka“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jack Grealish hefur innbyrt ófáa lítra af áfengi undanfarna daga.
Jack Grealish hefur innbyrt ófáa lítra af áfengi undanfarna daga. getty/Alex Livesey

Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er farinn að finna fyrir eftirköstum stífrar drykkju eftir að City vann Evrópumeistaratitilinn um helgina.

City-menn hafa djammað stíft eftir að þeir tryggðu sér sigur í Meistaradeild Evrópu. Grealish hefur þar farið fremstur í flokki.

Í meistaraskrúðgöngu City á mánudagskvöldið viðurkenndi Grealish að hafa ekki sofið frá úrslitaleiknum í Meistaradeildinni á laugardaginn.

Djammið virðist hafa tekið sinn toll af Grealish eins og vænta mátti, allavega miðað við skilaboð sem hann sendi fyrrverandi fótboltamanninum Jimmy Bullard.

„Vá, ég er að drepast úr sársauka,“ skrifaði Grealish í skilaboðum til Bullards þegar hann bað hann um að vera viðmælandi í þætti á talkSPORT.

City-menn skemmtu sér fyrst í Istanbúl, þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram, svo á Ibiza og loks í Manchester. Grealish sást varla án áfengis og nokkrar myndir af honum eru þegar orðnar ódauðlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×