Ríkisstjórnin bjóði upp á ófremdarástand fyrir fatlaða Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 11:33 María Pétursdóttir er formaður húsnæðismálahóps ÖBÍ. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent ákall til ríkisstjórnarinnar að bregðast við því sem bandalagið kallar ófremdarástand í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Bandalagið segir ríkisstjórnina fá falleinkunn. Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María. Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María.
Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira