Þyngdarbreytingar geta valdið streitu innan sambanda Íris Hauksdóttir skrifar 14. júní 2023 16:00 Theodór hjónabandsráðgjafi segir þyngdartap geti haft neikvæð áhrif á sambönd. Theodor Francis Birgisson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi segir það oft valda streitu innan ástarsambanda þegar annar aðillinn missir aukakíló. „Þetta skapar oft mjög mikla streitu í samböndum,“ segir Theodór en hann var viðmælandi á Bítinu fyrr í morgun. „Bæði fara einstaklingar sem telja sig þurfa og svo þegar aðrir telja þá þurfa þess. Við erum með dæmi þess þegar einstaklingar fara í efnaskiptaaðgerðir og kannski taka af sér 40-60 kíló. Það verður því gríðarleg breyting á þessum einstaklingum. Samofin sjálfsmynd Sjálfsmynd okkar er alltaf samofin við líkamsvitund okkar. Sjálfsmynd er samsett úr mjög mörgum þáttum. Stór þáttur er sjálfsmyndin okkar. Það er mjög óalgengt. Alla vega hef ég aldrei hitt einstakling á mínum þrjátíu ára starfsferli að hitta sem fyrirlítur líkama sinn en er gífurlega öruggur með sig. Þannig að við byggjum sjálfsmynd okkar mjög á því hvað okkur finnst um útlit okkar og líkama.“ En er nokkur manneskja fullkomlega ánægð með líkama sinn? „Ég hef ekki hitt neinn þannig ennþá sem segist vera það en þegar maður fer að kafa aðeins dýpra er vinstri eyrnasnepillinn aðeins lengra til hliðar. Það er endalaust hægt að finna eitthvað. En sjálfmyndin okkar er undir stanslausum árásum því okkur er sagt að við eigum að vera einhvern veginn. Svo er ekkert víst að við séum þannig. Kannski erum við ánægð með okkur eins og við erum en einhver annar er ekki eins ánægður, jafnvel til dæmis makinn sem fer að þrýsta á að eitthvað þurfi að breytast. Þiggur athyglina annarstaðar frá Ef einstaklingur sem hefur verið í mikilli yfirþyngt er allt í einu komin í þyngd sem honum hefur aldrei dreymt um að komast í fer viðkomandi jafnvel að fá athygli frá einhverjum einstaklingum sem hann hann hefur ekki fengið áður. Fer að vekja aðdáun og ef viðkomandi snýr sér ekki að makanum og biður hann um þessa athylgi þá mun hann þiggja athyglina annarstaðar frá. Höfum öll þörf fyrir aðáun, viðurkenningu og hrós Við sem tegund, homo sapiens, höfum þörf fyrir aðdáun, viðurkenningu, hrós og aðdáun. Ég hitti mjög marga sem segjast ekki hafa þörf fyrir það. Ég hitti líka einstaklinga, sérstaklega karlmenn, sem telja það mjög mikla karlmennsku að þurfa bara að sofa fjóra tíma sólarhringsins. Það þurfa allir meiri svefn en það. Ég hitti mann sem segist vera sama hvað öðrum finnst um sig og ég hugsa bara, yeah right, það er engum sama hvað öðrum finnst. Öllum finnst gott að tilheyra Í allri hreinskilni ég kynni miklu betur við að þið kynnuð vel við mig en illa. Einfaldlega af því ég er of teygður inn í homo sapiens. Mér finnst gott að tilheyra og öllum finnst það. Svo einstaklingur sem missir fullt af kílóum fer að fá athygli og ræðir ekkert við makann sinn þá mun hann þiggja athygli annarstaðar frá. Þá vitum við alveg hvað gerist. Það fer allt í skrúfuna.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
„Þetta skapar oft mjög mikla streitu í samböndum,“ segir Theodór en hann var viðmælandi á Bítinu fyrr í morgun. „Bæði fara einstaklingar sem telja sig þurfa og svo þegar aðrir telja þá þurfa þess. Við erum með dæmi þess þegar einstaklingar fara í efnaskiptaaðgerðir og kannski taka af sér 40-60 kíló. Það verður því gríðarleg breyting á þessum einstaklingum. Samofin sjálfsmynd Sjálfsmynd okkar er alltaf samofin við líkamsvitund okkar. Sjálfsmynd er samsett úr mjög mörgum þáttum. Stór þáttur er sjálfsmyndin okkar. Það er mjög óalgengt. Alla vega hef ég aldrei hitt einstakling á mínum þrjátíu ára starfsferli að hitta sem fyrirlítur líkama sinn en er gífurlega öruggur með sig. Þannig að við byggjum sjálfsmynd okkar mjög á því hvað okkur finnst um útlit okkar og líkama.“ En er nokkur manneskja fullkomlega ánægð með líkama sinn? „Ég hef ekki hitt neinn þannig ennþá sem segist vera það en þegar maður fer að kafa aðeins dýpra er vinstri eyrnasnepillinn aðeins lengra til hliðar. Það er endalaust hægt að finna eitthvað. En sjálfmyndin okkar er undir stanslausum árásum því okkur er sagt að við eigum að vera einhvern veginn. Svo er ekkert víst að við séum þannig. Kannski erum við ánægð með okkur eins og við erum en einhver annar er ekki eins ánægður, jafnvel til dæmis makinn sem fer að þrýsta á að eitthvað þurfi að breytast. Þiggur athyglina annarstaðar frá Ef einstaklingur sem hefur verið í mikilli yfirþyngt er allt í einu komin í þyngd sem honum hefur aldrei dreymt um að komast í fer viðkomandi jafnvel að fá athygli frá einhverjum einstaklingum sem hann hann hefur ekki fengið áður. Fer að vekja aðdáun og ef viðkomandi snýr sér ekki að makanum og biður hann um þessa athylgi þá mun hann þiggja athyglina annarstaðar frá. Höfum öll þörf fyrir aðáun, viðurkenningu og hrós Við sem tegund, homo sapiens, höfum þörf fyrir aðdáun, viðurkenningu, hrós og aðdáun. Ég hitti mjög marga sem segjast ekki hafa þörf fyrir það. Ég hitti líka einstaklinga, sérstaklega karlmenn, sem telja það mjög mikla karlmennsku að þurfa bara að sofa fjóra tíma sólarhringsins. Það þurfa allir meiri svefn en það. Ég hitti mann sem segist vera sama hvað öðrum finnst um sig og ég hugsa bara, yeah right, það er engum sama hvað öðrum finnst. Öllum finnst gott að tilheyra Í allri hreinskilni ég kynni miklu betur við að þið kynnuð vel við mig en illa. Einfaldlega af því ég er of teygður inn í homo sapiens. Mér finnst gott að tilheyra og öllum finnst það. Svo einstaklingur sem missir fullt af kílóum fer að fá athygli og ræðir ekkert við makann sinn þá mun hann þiggja athygli annarstaðar frá. Þá vitum við alveg hvað gerist. Það fer allt í skrúfuna.“ Viðtalið í heild má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira