Lefty þögull sem gröfin um samrunann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2023 13:00 Phil Mickelson er einn þeirra kylfinga sem þáði gylliboð Sádanna um að taka þátt á LIV-mótaröðinni. Hún heyrir núna væntanlega sögunni til. getty/Rob Carr Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur ekkert viljað tjá sig um samrunann stóra í golfheiminum. Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV. Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Um fátt annað hefur verið rætt í golfheiminum en samruna PGA-mótaraðarinnar og DP-heimsmótaraðarinnar við Þjóðarsjóð Sádi-Arabíu (PIF) sem setti á laggirnar sína eigin golfmótaröð til höfuðs PGA í fyrra og síðan þá hafa þær eldað grátt silfur saman. LIV-mótaröðin lokkaði til sín margar af skærustu stjörnum golfheimsins, þar á meðal Mickelson. Síðan hann gekk til liðs við LIV hefur hann verið ötull talsmaður mótaraðarinnar. Daginn sem tilkynnt var um samrunann birti Mickelson færslu á Twitter þar sem hann sagði daginn vera stórkostlegan. En síðan hefur ekkert heyrst í honum varðandi samrunann. Awesome day today https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 Mickelson hefur leik á sínu 32. Opna bandaríska meistaramóti í dag. Fyrir það var hann skiljanlega spurður út í samrunann en vildi lítið segja. „Ég tala glaður við ykkur síðar. Ég vil bara ekki eyða orku í þetta núna í byrjun vikunnar,“ sagði Mickelson. „Við höfðum talað um að gera eitthvað en ég vil helst ekki gera það í þessari viku. Ekkert er á döfinni á næstu dögum.“ Enn liggur ekki fyrir hvað verður um LIV-mótaröðina, hvort hún leggist af eða sameinist PGA-mótaröðinni. Mickelson er fyrirliði HyFlyers, eins af tólf liðum á LIV. Hann átti fjórðungshlut í því eins og aðrir fyrirliðar liðanna á LIV.
Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira