Risamót í skugga samruna: Ringulreið og ruglingur fyrir þriðja risamót tímabilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 14:30 Rory McIlroy og Brooks Koepka eru í sama ráshópi þegar Opna bandaríska risamótið í golfi hefst í dag. Patrick Smith/Getty Images Þriðja risamót tímabilsins fer af stað í dag þegar Opna bandaríska, US Open, fer fram á The Los Angeles Country Club's North Course-vellinum í Los Angeles um helgina. Mótið er raunar nú þegar hafið, en það er ekki mótið sjálft sem hefur stolið fyrirsögnum golfheimsins undanfarna daga, heldur óvæntur samruni PGA- og LIV-mótaraðanna. Samruni PGA og LIV, og raunar einnig Evrópumótaraðarinnar DP World Tour, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í síðustu viku. Talsmenn PGA og kylfingar sem héldu tryggð við mótaröðina voru háværustu gagnrýnendur LIV-mótaraðarinnar sem fjármögnuð er af opinberum fjárfestingarsjóði Sádi-Arabíu, PIF. Opna bandaríska er fyrsta risamótið eftir samrunann. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA neituðu gylliboðum, en horfðu á eftir félögum og keppinautum sækja aurinn úr að því er virðist botnlausum sádiarabískum vösum. Að fylgjast með tryggum PGA-kylfingum etja kappi við þá sem létu freistast verður því í versta falli áhugavert og í besta falli eitthvað miklu meira en það. Mikil reiði meðal PGA-kylfinga Flestir þeir kylfingar sem héldu tryggð við hina rótgrónu PGA-mótaröð ráku upp stór augu þegar þeir vöknuðu og lásu yfir fréttir dagsins þriðjudagsmorguninn 6. júní síðastliðinn. PGA og LIV höfðu þá sent frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis að mótaraðirnar væru á leið undir sömu sæng en enginn hafði sagt kylfingunum frá yfirvofandi samruna. Svo flatt komu fréttirnar upp á kylfinga og aðra í golfheiminum að öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að rannsaka samrunann. Í kjölfarið fundaði Jay Monahan, yfirmaður PGA, með mörgum af fremstu kylfingum mótaraðarinnar og tók fúkyrðunum eins og ekkert væri. Margir kölluðu eftir afsögn Monahans, en hann lét það þó ekki á sig fá. Monahan hefur reyndar nú stigið tímabundið til hliðar á meðan hann jafnar sig á veikindum, hvað svo sem það þýðir um framtíð hans hjá PGA. PGA-menn klóra sér í hausnum á meðan LIV-arar hlæja Margir af fremstu kylfingum heims hafa tjáð sig um samrunann eftir að hann var kynntur fyrir almenningi. Kylfingar á borð við Rory McIlroy, Jon Rahm og Matt Fitzpatrick héldu tryggð við gamla góða PGA og skilja lítið í því sem er í gangi. Spánverjinn Jon Rahm segist upplifa sig svikinn og Matt Fitzpatrick segir að enginn viti raunverulega hvað sé í gangi nema fjórir menn í heiminum. Rory McIlroy hafði reyndar orð á því að þegar heildarmyndin væri skoðuð væri samruninn líklega góður fyrir golfíþróttina í heild. Hann bætti þó við að hann hataði enn LIV og það sem mótaröðin stendur fyrir. Þeir kylfingar sem færðu sig yfir til LIV eru þó öllu kátari með samrunann. Brooks Koepka er meðal þeirra og hann virðist njóta ruglingsins og segist aldrei spila betur en þegar hlutirnir eru í algjörri ringulreið. „Það verður allt hægara og ég get einbeitt mér betur. Ég þarf að einbeita mér á meðan allir aðrir eru að díla við ringulreiðina og hugsa um aðra hluti,“ sagði Koepka í viðtali á dögunum. Annar sem virtist hafa gaman af fréttunum var hinn litríki Phil Mickelson. Talið er að Mickelson hafi þénað 200 milljónir bandaríkjadala fyrir að skrifa undir hjá LIV, en það samsvarar um 27,7 milljörðum króna. Awesome day today 😊 https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 McIlroy og Koepka eigast við En þá að mótinu sjálfu. Eins og áður segir er Opna bandaríska-risamótið nú þegar hafið, en fyrstu menn fóru af stað klukkan 06:45 að staðartíma, eða klukkan 13:45 á íslenskum tíma. Stærstu nöfnin fá þó að sofa aðeins lengur. Þá vill svo skemmtilega til að áðurnefndir Brooks Koepka og Rory McIlroy, ásamt Japananum Hideki Matsuyama, verða saman í ráshóp og leggja af stað af fyrsta teig rétt fyrir níu í kvöld. Hvort það sé viljandi gert til að reyna að skapa gott sjónvarp og krassandi fyrirsagnir eftir hringinn verður þó að koma í ljós. Sama hvort ráshóparnir hafi verið settir saman með það í huga að búa til fyrirsagnir eða ekki má búast við hörkukeppni, og þá kannski sérstaklega milli McIlroy og Koepka. Þegar veðbankar eru skoðaðir má sjá að Norður-Írinn McIlroy er talinn fjórði líklegastur til að vinna mótið, en Koepka situr í þriðja sæti á þeim lista. Áðurnefndur John Rahm er næstlíklegastur og efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er talinn líklegastur til að fagna sigri á þessu þriðja risamóti tímabilsins, og því fyrsta eftir að samruni PGA og LIV var kynntur til leiks. Just 12 hours until @USOpenGolf begins 🤩 pic.twitter.com/L1A9mmtqBG— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023 Opna bandaríska Golf Tengdar fréttir Rahm segir kylfinga svikna en Koepka nýtur ringulreiðarinnar Færustu kylfingar heims virðast kunna misvel við samruna PGA- og LIV-mótaraðarinnar í golfi. Sumir segjast ekki skilja hvað er í gangi, aðrir líkja þessu við að vera stunginn í bakið á meðan enn aðrir njóta ringulreiðarinnar í botn. 14. júní 2023 09:31 Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“ Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi. 13. júní 2023 19:31 Öldungadeild Bandaríkjaþings rannsakar samruna PGA og LIV Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann. 13. júní 2023 13:31 „Þetta eru risastórar fréttir“ „Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar. 11. júní 2023 10:03 Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. 10. júní 2023 08:01 Lítt þekktur kylfingur sagði McIlroy að fara til fjandans Ýmislegt gekk á þegar kylfingar á PGA-mótaröðinni komu saman eftir samrunann við LIV-mótaröðina. Lítt þekktur kylfingur sagði einum fremsta kylfingi heims meðal annars að fara til fjandans. 8. júní 2023 13:31 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Samruni PGA og LIV, og raunar einnig Evrópumótaraðarinnar DP World Tour, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í síðustu viku. Talsmenn PGA og kylfingar sem héldu tryggð við mótaröðina voru háværustu gagnrýnendur LIV-mótaraðarinnar sem fjármögnuð er af opinberum fjárfestingarsjóði Sádi-Arabíu, PIF. Opna bandaríska er fyrsta risamótið eftir samrunann. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA neituðu gylliboðum, en horfðu á eftir félögum og keppinautum sækja aurinn úr að því er virðist botnlausum sádiarabískum vösum. Að fylgjast með tryggum PGA-kylfingum etja kappi við þá sem létu freistast verður því í versta falli áhugavert og í besta falli eitthvað miklu meira en það. Mikil reiði meðal PGA-kylfinga Flestir þeir kylfingar sem héldu tryggð við hina rótgrónu PGA-mótaröð ráku upp stór augu þegar þeir vöknuðu og lásu yfir fréttir dagsins þriðjudagsmorguninn 6. júní síðastliðinn. PGA og LIV höfðu þá sent frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis að mótaraðirnar væru á leið undir sömu sæng en enginn hafði sagt kylfingunum frá yfirvofandi samruna. Svo flatt komu fréttirnar upp á kylfinga og aðra í golfheiminum að öldungadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að rannsaka samrunann. Í kjölfarið fundaði Jay Monahan, yfirmaður PGA, með mörgum af fremstu kylfingum mótaraðarinnar og tók fúkyrðunum eins og ekkert væri. Margir kölluðu eftir afsögn Monahans, en hann lét það þó ekki á sig fá. Monahan hefur reyndar nú stigið tímabundið til hliðar á meðan hann jafnar sig á veikindum, hvað svo sem það þýðir um framtíð hans hjá PGA. PGA-menn klóra sér í hausnum á meðan LIV-arar hlæja Margir af fremstu kylfingum heims hafa tjáð sig um samrunann eftir að hann var kynntur fyrir almenningi. Kylfingar á borð við Rory McIlroy, Jon Rahm og Matt Fitzpatrick héldu tryggð við gamla góða PGA og skilja lítið í því sem er í gangi. Spánverjinn Jon Rahm segist upplifa sig svikinn og Matt Fitzpatrick segir að enginn viti raunverulega hvað sé í gangi nema fjórir menn í heiminum. Rory McIlroy hafði reyndar orð á því að þegar heildarmyndin væri skoðuð væri samruninn líklega góður fyrir golfíþróttina í heild. Hann bætti þó við að hann hataði enn LIV og það sem mótaröðin stendur fyrir. Þeir kylfingar sem færðu sig yfir til LIV eru þó öllu kátari með samrunann. Brooks Koepka er meðal þeirra og hann virðist njóta ruglingsins og segist aldrei spila betur en þegar hlutirnir eru í algjörri ringulreið. „Það verður allt hægara og ég get einbeitt mér betur. Ég þarf að einbeita mér á meðan allir aðrir eru að díla við ringulreiðina og hugsa um aðra hluti,“ sagði Koepka í viðtali á dögunum. Annar sem virtist hafa gaman af fréttunum var hinn litríki Phil Mickelson. Talið er að Mickelson hafi þénað 200 milljónir bandaríkjadala fyrir að skrifa undir hjá LIV, en það samsvarar um 27,7 milljörðum króna. Awesome day today 😊 https://t.co/qUwVJiydym— Phil Mickelson (@PhilMickelson) June 6, 2023 McIlroy og Koepka eigast við En þá að mótinu sjálfu. Eins og áður segir er Opna bandaríska-risamótið nú þegar hafið, en fyrstu menn fóru af stað klukkan 06:45 að staðartíma, eða klukkan 13:45 á íslenskum tíma. Stærstu nöfnin fá þó að sofa aðeins lengur. Þá vill svo skemmtilega til að áðurnefndir Brooks Koepka og Rory McIlroy, ásamt Japananum Hideki Matsuyama, verða saman í ráshóp og leggja af stað af fyrsta teig rétt fyrir níu í kvöld. Hvort það sé viljandi gert til að reyna að skapa gott sjónvarp og krassandi fyrirsagnir eftir hringinn verður þó að koma í ljós. Sama hvort ráshóparnir hafi verið settir saman með það í huga að búa til fyrirsagnir eða ekki má búast við hörkukeppni, og þá kannski sérstaklega milli McIlroy og Koepka. Þegar veðbankar eru skoðaðir má sjá að Norður-Írinn McIlroy er talinn fjórði líklegastur til að vinna mótið, en Koepka situr í þriðja sæti á þeim lista. Áðurnefndur John Rahm er næstlíklegastur og efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er talinn líklegastur til að fagna sigri á þessu þriðja risamóti tímabilsins, og því fyrsta eftir að samruni PGA og LIV var kynntur til leiks. Just 12 hours until @USOpenGolf begins 🤩 pic.twitter.com/L1A9mmtqBG— PGA TOUR (@PGATOUR) June 15, 2023
Opna bandaríska Golf Tengdar fréttir Rahm segir kylfinga svikna en Koepka nýtur ringulreiðarinnar Færustu kylfingar heims virðast kunna misvel við samruna PGA- og LIV-mótaraðarinnar í golfi. Sumir segjast ekki skilja hvað er í gangi, aðrir líkja þessu við að vera stunginn í bakið á meðan enn aðrir njóta ringulreiðarinnar í botn. 14. júní 2023 09:31 Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“ Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi. 13. júní 2023 19:31 Öldungadeild Bandaríkjaþings rannsakar samruna PGA og LIV Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann. 13. júní 2023 13:31 „Þetta eru risastórar fréttir“ „Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar. 11. júní 2023 10:03 Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. 10. júní 2023 08:01 Lítt þekktur kylfingur sagði McIlroy að fara til fjandans Ýmislegt gekk á þegar kylfingar á PGA-mótaröðinni komu saman eftir samrunann við LIV-mótaröðina. Lítt þekktur kylfingur sagði einum fremsta kylfingi heims meðal annars að fara til fjandans. 8. júní 2023 13:31 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rahm segir kylfinga svikna en Koepka nýtur ringulreiðarinnar Færustu kylfingar heims virðast kunna misvel við samruna PGA- og LIV-mótaraðarinnar í golfi. Sumir segjast ekki skilja hvað er í gangi, aðrir líkja þessu við að vera stunginn í bakið á meðan enn aðrir njóta ringulreiðarinnar í botn. 14. júní 2023 09:31
Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“ Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi. 13. júní 2023 19:31
Öldungadeild Bandaríkjaþings rannsakar samruna PGA og LIV Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann. 13. júní 2023 13:31
„Þetta eru risastórar fréttir“ „Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar. 11. júní 2023 10:03
Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. 10. júní 2023 08:01
Lítt þekktur kylfingur sagði McIlroy að fara til fjandans Ýmislegt gekk á þegar kylfingar á PGA-mótaröðinni komu saman eftir samrunann við LIV-mótaröðina. Lítt þekktur kylfingur sagði einum fremsta kylfingi heims meðal annars að fara til fjandans. 8. júní 2023 13:31