Ætla að bregða nýju ljósi á Sinfó Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2023 22:05 Bergur Ebbi og Snorri Helgason ætla að fíla klassíska tónlist með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu. Hlaðvarpið Fílalag, með þeim Bergi Ebba og Snorra Helgassyni, og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu sameina krafta sína í Eldborgarsal Hörpu í haust. Bergur Ebbi segir það mikinn heiður að fá að fíla Sinfó og ætla þeir félagar að bregða nýju ljósi á hljómsveitina. „Við viljum koma til móts við hvað sinfóníutónleikar eru virðingarverð og falleg samkoma. Við viljum bæði upphefja það en líka að bregða einhverju nýju ljósi á Sinfó. Auðvitað verða þetta ekki hefðbundnir tónleikar, en gestir Sinfó eru vanir ýmsu, vonandi fáum við þá í Eldborg sem og okkar dyggu hlustendur,“ segir Bergur Ebbi í samtali við Vísi. Áður hefur hlaðvarpið, sem sent hefur verið út frá 2014, haldið lifandi viðburði, meðal annars í Borgarleikhúsi og nýjasta verkefnið eru sjónvarpsþættir á Ríkisútvarpinu. „Svo kom þessi hugmynd upp að leita til Sinfó, þau eru mjög opin fyrir öllu. Við munum nýta okkur það að hafa fullskipaða hljómsveit til fulls og spila dæmi og lög sem við viljum fíla. Þetta verður blanda af spjalli og músík,“ segir Bergur Ebbi og bætir við að dagskráin sé ekki niðurnegld enn. Leika sér að samspili popp og klassíkur En þá er spurningin: kann fílalag að fíla Sinfó? „Við höfum prófað það. Hlaðvarpið er ekki einskorðað við popptónlist þannig við höfum fílað klassísk verk sem hafa farið inn í dægurmenninguna,“ segir Bergur Ebbi og nefnir kórus-kafla 9. sinfóníu Beethoven og Nessun dorma, sem söngvarinn Pavarotti gerði ódauðlegt. „Þannig við erum mjög opnir fyrir því að fíla klassík. Svo munum við skoða popp sem er inspírerað af klassík, sem er mjög algengt. „Við munum leika okkur með samspil popp og klassíkur, það er af nógu að taka þar.“ Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í flokknum Besti hljómsveitarflutningur árið 2020. „Við erum báðir rosalega spenntir. Þetta er mikill heiður og við munum vanda okkur. En ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu og Daníel sem mun stýra hefur líka mjög góða tilfinningu fyrir því hvernig við viljum gera þetta,“ segir Bergur Ebbi að lokum. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, föstudaginn 16. júní, á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Harpa Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við viljum koma til móts við hvað sinfóníutónleikar eru virðingarverð og falleg samkoma. Við viljum bæði upphefja það en líka að bregða einhverju nýju ljósi á Sinfó. Auðvitað verða þetta ekki hefðbundnir tónleikar, en gestir Sinfó eru vanir ýmsu, vonandi fáum við þá í Eldborg sem og okkar dyggu hlustendur,“ segir Bergur Ebbi í samtali við Vísi. Áður hefur hlaðvarpið, sem sent hefur verið út frá 2014, haldið lifandi viðburði, meðal annars í Borgarleikhúsi og nýjasta verkefnið eru sjónvarpsþættir á Ríkisútvarpinu. „Svo kom þessi hugmynd upp að leita til Sinfó, þau eru mjög opin fyrir öllu. Við munum nýta okkur það að hafa fullskipaða hljómsveit til fulls og spila dæmi og lög sem við viljum fíla. Þetta verður blanda af spjalli og músík,“ segir Bergur Ebbi og bætir við að dagskráin sé ekki niðurnegld enn. Leika sér að samspili popp og klassíkur En þá er spurningin: kann fílalag að fíla Sinfó? „Við höfum prófað það. Hlaðvarpið er ekki einskorðað við popptónlist þannig við höfum fílað klassísk verk sem hafa farið inn í dægurmenninguna,“ segir Bergur Ebbi og nefnir kórus-kafla 9. sinfóníu Beethoven og Nessun dorma, sem söngvarinn Pavarotti gerði ódauðlegt. „Þannig við erum mjög opnir fyrir því að fíla klassík. Svo munum við skoða popp sem er inspírerað af klassík, sem er mjög algengt. „Við munum leika okkur með samspil popp og klassíkur, það er af nógu að taka þar.“ Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason sem var tilnefndur til Grammy-verðlauna ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í flokknum Besti hljómsveitarflutningur árið 2020. „Við erum báðir rosalega spenntir. Þetta er mikill heiður og við munum vanda okkur. En ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu og Daníel sem mun stýra hefur líka mjög góða tilfinningu fyrir því hvernig við viljum gera þetta,“ segir Bergur Ebbi að lokum. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, föstudaginn 16. júní, á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Menning Harpa Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira