Arnarvatnsheiði er gefa flotta silunga Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2023 09:30 Ingólfur Kolbeinsson með flotta veiði af Arnarvatnsheiði um helgina Arnarvatnsheiðin er mjög vinsæl hjá veiðimönnum sem kunna vel á hálendið enda eru vötnin gjöful og fiskurinn vænn. Ingólfur Kolbeinsson, oftast bara kallaður Ingó í Vesturröst var við veiðar uppá Arnarvatnsheiði um helgina og gerði fína veiði. "Þetta var mjög flott veiði og gaman hvað hún dreifðist vel milli þeirra vatna sem við fórum í. Við vorum að fá bæði bleikju og urriða en þó aðeins meira af bleikju sem er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Yfirleitt er urriðinn að veiðast mest svona í byrjun" sagði Ingólfur í samtali við Veiðivísi í morgun. "Bleikjan var að taka Pheasant Tail númer #10 og urriðinn mest að taka Gullbrá sem er nett straumfluga. Það var líka gaman að sjá hvað fiskurinn er vel haldinn en uppistaðann í aflanum hjá okkur var mjög flottur 2-3 punda silungur" sagði Ingólfur að lokum. Veiðivötnin fara að opna og hálendið er annars víða komið í gang og þar má til dæmis nefna svæðin sem Fish Partner eru með en nokkrir úr þeirra hóp gerðu flotta veiði í Fellsendavatni um helgina. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði
Ingólfur Kolbeinsson, oftast bara kallaður Ingó í Vesturröst var við veiðar uppá Arnarvatnsheiði um helgina og gerði fína veiði. "Þetta var mjög flott veiði og gaman hvað hún dreifðist vel milli þeirra vatna sem við fórum í. Við vorum að fá bæði bleikju og urriða en þó aðeins meira af bleikju sem er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Yfirleitt er urriðinn að veiðast mest svona í byrjun" sagði Ingólfur í samtali við Veiðivísi í morgun. "Bleikjan var að taka Pheasant Tail númer #10 og urriðinn mest að taka Gullbrá sem er nett straumfluga. Það var líka gaman að sjá hvað fiskurinn er vel haldinn en uppistaðann í aflanum hjá okkur var mjög flottur 2-3 punda silungur" sagði Ingólfur að lokum. Veiðivötnin fara að opna og hálendið er annars víða komið í gang og þar má til dæmis nefna svæðin sem Fish Partner eru með en nokkrir úr þeirra hóp gerðu flotta veiði í Fellsendavatni um helgina.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði