Erlent

Eist­land lög­leiðir hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögin voru samþykkt í gær.
Lögin voru samþykkt í gær. AP

Þingið í Eistlandi samþykkti í gær nýja löggjöf sem leyfir samkynhneigðu fólki að ganga í hjónaband. Eistland er því fyrsta Eystrasaltslandið til þess að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.

Lögin voru samþykkt með 55 atkvæðum gegn 34, að sögn eistneska fréttamiðilsins ERR.

Þá er Eistland annað ríkið í Austur-Evrópu til þess að leyfa samkynhneigðu fólki að gifta sig, á eftir Slóveníu. Lögin taka þó ekki gildi fyrr en 1. janúar 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×