Þeytir flösu kasólétt á fimmtugsaldri og laus við krabbameinið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 15:09 Hin hollenska Jansen er komin alveg á steypirinn. Skjáskot/Youtube Floor Jansen, söngkona finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Nightwish, kemur fram á síðustu tónleikunum í bili á fimmtudag. Hún sigraðist nýverið á krabbameini og er ólétt af sínu öðru barni. Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar. Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar.
Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira