Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 16:36 Teitur Björn, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi, segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um bann við hvalveiðum vera reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína. vísir/vilhelm/sjálfstæðisflokkurinn Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann telur ákvörðun Svandísar, sem óvænt tilkynnti í morgun um þá ákvörðun sína að veiðar á langreyð yrðu tímabundið bannaðar til 31. ágúst, ámælisverðar. Reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína Eins og fram hefur komið stóð til að veiðar hæfust á morgun og var undirbúningur vegna þeirra á lokametrum. „Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað,“ segir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við fjölda manna innan Sjálfstæðisflokksins sem eru á einu máli um að við slíkt gerræði, sem þeir kalla þessa ákvörðun Svandísar, sé vart við búandi. Hvað sem mönnum kann að finnast um hvalveiðar til eða frá. Þeir hafa þó margir kosið að tjá sig ekki opinberlega um stöðuna að sinni, sem er viðkvæm en talið er að stjórnarsamstarfið sé í hættu. Vinnubrögðin gagnrýnd Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi hefur gagnrýnt vinnubrögðin og sagt þau vart ásættanleg. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í samtali við fréttastofu að honum væri brugðið: „Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð.“ Sigurður Ingi segist ekki ánægður með ákvörðun Svandísar og efast um að hún geti talist það sem heitir meðalhófsstjórnsýsla.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann væri ekki sammála ákvörðun Svandísar í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann sagðist telja að þetta væri ekki meðalhófsstjórnsýsla. „Það er fullt af fólki sem er bæði búið að vera að undirbúa þessa vertíð, það er fullt af fólki sem reiknaði með að fá hér tekjur á næstu tveimur mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Tengdar fréttir Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Teitur Björn Einarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann telur ákvörðun Svandísar, sem óvænt tilkynnti í morgun um þá ákvörðun sína að veiðar á langreyð yrðu tímabundið bannaðar til 31. ágúst, ámælisverðar. Reiðarslag fyrir fjölda fólks sem nú missir vinnu sína Eins og fram hefur komið stóð til að veiðar hæfust á morgun og var undirbúningur vegna þeirra á lokametrum. „Ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar tímabundið er reiðarslag fyrir fjölda fólks sem missir nú atvinnu sína. Ég hef farið fram á það að atvinnuveganefnd Alþingis verði kölluð saman sem allra fyrst og ráðherra geri grein fyrir máli sínu á þeim vettvangi. Mörgum spurningum og stórum álitaefnum hefur ekki verið svarað,“ segir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni. Vísir hefur rætt við fjölda manna innan Sjálfstæðisflokksins sem eru á einu máli um að við slíkt gerræði, sem þeir kalla þessa ákvörðun Svandísar, sé vart við búandi. Hvað sem mönnum kann að finnast um hvalveiðar til eða frá. Þeir hafa þó margir kosið að tjá sig ekki opinberlega um stöðuna að sinni, sem er viðkvæm en talið er að stjórnarsamstarfið sé í hættu. Vinnubrögðin gagnrýnd Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi hefur gagnrýnt vinnubrögðin og sagt þau vart ásættanleg. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði í samtali við fréttastofu að honum væri brugðið: „Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð.“ Sigurður Ingi segist ekki ánægður með ákvörðun Svandísar og efast um að hún geti talist það sem heitir meðalhófsstjórnsýsla.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að hann væri ekki sammála ákvörðun Svandísar í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hann sagðist telja að þetta væri ekki meðalhófsstjórnsýsla. „Það er fullt af fólki sem er bæði búið að vera að undirbúa þessa vertíð, það er fullt af fólki sem reiknaði með að fá hér tekjur á næstu tveimur mánuðum,“ segir Sigurður Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Tengdar fréttir Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45 Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07 Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 15:45
Hvalveiðibann skellur fyrir Skagann Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segist ekki vilja vera gífuryrtur en svo fyrirvaralaust hvalveiðibann og það sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í morgun væri reiðarslag fyrir samfélagið. 20. júní 2023 15:07
Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. 20. júní 2023 12:46
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent