Sigur Rós hlýtur lof gagnrýnenda fyrir nýja plötu Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2023 11:07 Sigur Rós á tónleikum í Riga á síðasta ári. Hljómsveitin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir nýjustu plötu sína. EPA/TOMS KALNINS Sigur Rós sendi frá sér sína áttundu hljóðversplötu þann 16. júní síðastliðinn. Platan, sem heitir Átta, hefur hlotið mikið lof meðal gagnrýnenda víðsvegar í heiminum. Platan fær til að mynda fimm stjörnur hjá belgíska fjölmiðlinum Dansende Beren. „Sigur Rósar plötur eru alltaf eins ferðalög um nýja heima,“ segir í umfjöllun fjölmiðilsins. „Elektrónískir krókar og rifur í fyrsta lagi plötunnar, Glóð, virðast taka þig úr þessum heimi og flytja þig með ofsahraða að hliði að enn einum ókönnuðum heimi.“ Athygli vekur á að næstum nákvæmlega tíu ár er frá síðustu útgáfu sveitarinnar, Kveiks, en hún kom út þann 17. júní 2013. Einnig er þetta fyrsta platan í rúman áratug sem Kjartan Sveinsson kemur að, og jafnframt er hún fyrsta plata sveitarinnar eftir að Orri Páll Dýrason hætti í sveitinni, sem endurspeglast í lítilli notkun á trommum og slagverki. Plötuumslag áttundu plötu hljómsveitarinnar sem kom út í síðustu viku.Skjáskot Í umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins NPR segir að platan sé magnþrungnasta en á sama tíma persónlegasta plata hljómsveitarinnar. Hollenska tónlistartímaritið Oor skrifar einnig um plötuna og segir: „Íslenska tríóið sendir frá plötu þar sem andrúmsloftið spilar enn og aftur aðalhlutverkið.“ Written In Music, annar hollenskur fjölmiðill, segir Sigur Rós enn hafa hæfileikann til að snerta fólk djúpt á tilfinningaþrunginn hátt. Dagens Nyheter í Svíþjóð segir tónlistina á plötunni vera málaða með breiðum burstastrokum og rólegum andardráttum. „Aðlaðandi mistur sem skapar viðfelldið andrúmsloft.“ Þýska tímaritið Musikexpress segir að á meðan síðasta plata hljómsveitarinnar hafi borið með sér ákveðna árásargirni þá hljómi þessi plata meira eins og „æðra tilverustig.“ Breskir fjölmiðlar bera plötunni einnig góða söguna. „Átta er ljúft listaverk sem virðist rétta hlustendum heilandi hönd,“ segir í umfjöllun The Guardian. Á meðan segir The Sun að þó platan sé gisnari en fyrri plötur hljómsveitarinnar sé hún jafnvel enn meira dáleiðandi. Þá segir NME að Sigur Rós bæti við hreinni og náttúrulegri sál við „þennan kalda og tilfinningalausa heim“ með plötunni. MOJO segir svo að um himneska, dýrðlega sinfóníu sé að ræða. Platan er nú þegar aðgengileg á helstu streymisveitum. Hún kemur svo út á geisladisk og vínylplötu þann 1. september næstkomandi. Sigur Rós Tónlist Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Platan fær til að mynda fimm stjörnur hjá belgíska fjölmiðlinum Dansende Beren. „Sigur Rósar plötur eru alltaf eins ferðalög um nýja heima,“ segir í umfjöllun fjölmiðilsins. „Elektrónískir krókar og rifur í fyrsta lagi plötunnar, Glóð, virðast taka þig úr þessum heimi og flytja þig með ofsahraða að hliði að enn einum ókönnuðum heimi.“ Athygli vekur á að næstum nákvæmlega tíu ár er frá síðustu útgáfu sveitarinnar, Kveiks, en hún kom út þann 17. júní 2013. Einnig er þetta fyrsta platan í rúman áratug sem Kjartan Sveinsson kemur að, og jafnframt er hún fyrsta plata sveitarinnar eftir að Orri Páll Dýrason hætti í sveitinni, sem endurspeglast í lítilli notkun á trommum og slagverki. Plötuumslag áttundu plötu hljómsveitarinnar sem kom út í síðustu viku.Skjáskot Í umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins NPR segir að platan sé magnþrungnasta en á sama tíma persónlegasta plata hljómsveitarinnar. Hollenska tónlistartímaritið Oor skrifar einnig um plötuna og segir: „Íslenska tríóið sendir frá plötu þar sem andrúmsloftið spilar enn og aftur aðalhlutverkið.“ Written In Music, annar hollenskur fjölmiðill, segir Sigur Rós enn hafa hæfileikann til að snerta fólk djúpt á tilfinningaþrunginn hátt. Dagens Nyheter í Svíþjóð segir tónlistina á plötunni vera málaða með breiðum burstastrokum og rólegum andardráttum. „Aðlaðandi mistur sem skapar viðfelldið andrúmsloft.“ Þýska tímaritið Musikexpress segir að á meðan síðasta plata hljómsveitarinnar hafi borið með sér ákveðna árásargirni þá hljómi þessi plata meira eins og „æðra tilverustig.“ Breskir fjölmiðlar bera plötunni einnig góða söguna. „Átta er ljúft listaverk sem virðist rétta hlustendum heilandi hönd,“ segir í umfjöllun The Guardian. Á meðan segir The Sun að þó platan sé gisnari en fyrri plötur hljómsveitarinnar sé hún jafnvel enn meira dáleiðandi. Þá segir NME að Sigur Rós bæti við hreinni og náttúrulegri sál við „þennan kalda og tilfinningalausa heim“ með plötunni. MOJO segir svo að um himneska, dýrðlega sinfóníu sé að ræða. Platan er nú þegar aðgengileg á helstu streymisveitum. Hún kemur svo út á geisladisk og vínylplötu þann 1. september næstkomandi.
Sigur Rós Tónlist Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira