Ofsareiði í Bosníu og mótherjar Íslands töluðu við stuðningsmenn Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2023 13:00 Edin Dzeko og Sead Kolasinac, sem báðir léku á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni, ræddu við stuðningsmenn eftir tapið gegn Lúxemborg. Skjáskot/@SportSportVideo Það er óhætt að segja að mikil reiði sé í Bosníu eftir 2-0 tapið á heimavelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í riðli Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. Allt útlit er fyrir að þjálfari liðsins haldi á brott á mettíma en Faruk Hadzibegic tók við starfinu í janúar á þessu ári. Bosníski miðillinn sportki.ba hefur það eftir stjórnarmanni í bosníska knattspyrnusambandinu að búist sé við því að Hadzibegic segi af sér, en að annars verði hann rekinn. Sigurinn góði gegn Íslandi í mars, 3-0, virðist því hafa dugað honum skammt en eftir það hefur Bosnía tapað gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg, án þess að skora mark. Stuðningsmenn Bosníu söfnuðust saman fyrir utan leikvanginn í Zenica í gær, eftir tapið gegn Lúxemborg, og stóðu við girðingu sem leikmenn Bosníu gengu framhjá. Mikill fjöldi lögreglumanna gætti að öryggi leikmanna en tvær af stærstu stjörnum liðsins, Edin Dzeko og Sead Kolasinac, stoppuðu hins vegar og gáfu sér tíma til að ræða við stuðningsmennina. Miðað við bosníska miðla beinist reiði fólks fyrst og fremst að þjálfaranum Hadzibegic sem eins og fyrr segir virðist vera að missa starfið sitt. Það verður því að koma í ljós hver stýrir Bosníu í leiknum mikilvæga á Laugardalsvelli í september, þegar undankeppnin heldur áfram, og gegn Liechtenstein nokkrum dögum fyrr. Bæði Ísland og Bosnía þurfa nauðsynlega á stigum að halda enda með aðeins þrjú stig hvort eftir fjórar umferðir af tíu. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Allt útlit er fyrir að þjálfari liðsins haldi á brott á mettíma en Faruk Hadzibegic tók við starfinu í janúar á þessu ári. Bosníski miðillinn sportki.ba hefur það eftir stjórnarmanni í bosníska knattspyrnusambandinu að búist sé við því að Hadzibegic segi af sér, en að annars verði hann rekinn. Sigurinn góði gegn Íslandi í mars, 3-0, virðist því hafa dugað honum skammt en eftir það hefur Bosnía tapað gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg, án þess að skora mark. Stuðningsmenn Bosníu söfnuðust saman fyrir utan leikvanginn í Zenica í gær, eftir tapið gegn Lúxemborg, og stóðu við girðingu sem leikmenn Bosníu gengu framhjá. Mikill fjöldi lögreglumanna gætti að öryggi leikmanna en tvær af stærstu stjörnum liðsins, Edin Dzeko og Sead Kolasinac, stoppuðu hins vegar og gáfu sér tíma til að ræða við stuðningsmennina. Miðað við bosníska miðla beinist reiði fólks fyrst og fremst að þjálfaranum Hadzibegic sem eins og fyrr segir virðist vera að missa starfið sitt. Það verður því að koma í ljós hver stýrir Bosníu í leiknum mikilvæga á Laugardalsvelli í september, þegar undankeppnin heldur áfram, og gegn Liechtenstein nokkrum dögum fyrr. Bæði Ísland og Bosnía þurfa nauðsynlega á stigum að halda enda með aðeins þrjú stig hvort eftir fjórar umferðir af tíu.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira