Umfjöllun: Þór/KA - Tindastóll 5-0 | Akureyringar völtuðu yfir Stólana í nágrannaslag Árni Gísli Magnússon skrifar 21. júní 2023 21:57 Sandra María Jessen hefur byrjað tímabilið af miklum krafti en meiddist í leiknum í kvöld. VÍSIR/VILHELM Þór/KA hafði 5-0 sigur gegn Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en heimakonur gengu frá leiknum með fimm mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og liðin náðu að tengja saman fáar sendingar í upphafi leiks. Eftir tólf mínútur fékk Karen María Sigurgeirsdóttir boltann rétt fyrir utan teig og átti hörkuskot sem small í þverslánni og gestirnir sluppu með skrekkinn. Um miðjan hálfeikinn skiptu heimakonur um gír og sóttu ákaft á Stólana. Fyrst fékk Sandra María ágætis færi eftir stungusendingu frá Kimberley Dóru en Monica Wilhelm varði vel í marki Tindastóls. Aðeins augnabliki seinna átti Tahnai Annis skot við vítateiginn en boltinn lak rétt fram hjá markinu. Heimakonur áttu nokkur skot að marki í viðbót þangað til að Sandra María fékk langbesta færi hálfleiksins á 41. mínútu. Þór/KA átti þá frábæran spilkafla upp völlinn sem innihélt m.a. tvær hælsendingar áður en Karen María átti frábæra stungusendingu inn á Söndru sem lék á Monicu í markinu en skaut svo í hliðarnetið með opið mark. Rétt fyrir hálfleik meiddist Sandra María þegar hún fékk boltann af miklu afli af stuttu færi framan á höndina og virtist sárkvalin og þurfti að fara af velli. Staðan í hálfleik markalaus. Markaveisla Þór/KA í seinni hálfleik Tindastólsstúlkur komu mikið ákveðnari til leiks í upphafi síðari hálfleiks og skoruðu mark strax á annarri mínútu hálfleiksins sem var dæmt af. Melissa Garcia skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf og lenti svo á Melissu Lowder markmanni Þór/KA og brot dæmt. Mjög umdeild ákvörðun. Stuttu seinna átti María Dögg Jóhannesdóttir skot, sem sennilega átti að vera fyrirgjöf, langt utan af velli sem endaði í þverslánni. Á 61. mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar varnarmaðurinn Dominique Randle skilaði boltanum í netið með góðu skoti eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu og Þór/KA komið í forystu. Gestirnir voru rétt búnir að taka miðju þegar Karen María Sigurgeirsdóttir bætti við marki eftir sendingu frá Huldu Ósk en þær komust nokkuð óáreittar inn á teig gestanna og Karen kláraði færið vel. Á 68. mínútu bættu heimakonur svo enn við. Hin unga Una Móeiður Hlynsdóttir fékk þá erfiða sendingu fram sem hún skallaði áfram og vann boltann svo aftur með skalla áður en hún kláraði færi sitt virkilega vel í fjærhornið. Staðan skyndilega 3-0 fyrir Þór/KA á 7 mínútna kafla. Hulda Ósk skoraði fjórða mark leiksins á 79. mínútu þegar hún lék sér með boltann fyrir framan varnarmann Tindastóls áður en hún fór inn á völlinn og skrúfaði boltann stórglæsilega uppi í fjærhornið. Hin 17 ára gamla Krista Dís Kristinsdóttir var nýkomin inn á þegar hún fékk sannkallað dauðafæri undir lok venjulegs leiktíma en skaut beint á Monicu í marki gestanna. Á síðustu mínútu uppbótartíma fengu heimakonur víti þegar Hannah Cade tók utan um boltann með báðum höndum við eigin marklínu þegar Þór/KA var að fara skora í autt markið. Hulda Ósk steig á punktinn og skoraði en Monica í markinu var í boltanum. Öruggur 5-0 sigur heimakvenna staðreynd eftir frábæran síðari hálfleik. Af hverju vann Þór/KA? Eftir fyrsta markið virtist Tindastólsliðið einfaldlega brotna og staðan var orðin 3-0 á 7 mínútna kafla. Þór/KA stúlkur gengu á lagið og sýndu hversu góðar þær geta verið og kláruðu leikinn fagmannlega. Hverjar stóðu upp úr? Hulda Ósk Jónsdóttir fór hamförum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk ásamt því að gefa tvær stoðsendingar.Karen María Sigurgeirsdóttir átti virkilega góðan leik á miðjunni og skoraði einnig mark. Þá sýndi Una Móeiður Hlynsdóttir frábæra takta og skoraði en hún er einungis 18 ára gömul. Hvað gekk illa? Tindastól gekk mjög illa eftir að fyrsta markið kom og flóðgáttir opnuðust. Það er áhyggjuefni ef liðið bregst svona við því að lenda undir. Hvað gerist næst? Þór/KA á heimaleik gegn Stjörnunni sunnudaginn 25. júní kl. 16:00. Tindastóll og Keflavík mætast suður með sjó mánudaginn 26. júní kl. 19:15. Donni: Langt frá því að vera einhver 5-0 leikur Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni, þjálfari Tindastóls, var óánægður með að tapa leiknum svona stórt en segir sitt lið þurfa að gera betur í mótlæti. „Náttúrulega brjálæðislega svekkjandi að tapa 5-0. Þetta var svo langt frá því að vera einhver5-0 leikur. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik fannst mér, jafnfræði með liðunum, þær voru meira með boltann sem við vissum að myndi gerast, sköpuðu sér eiginlega ekki neitt sem ég man eftir. Ég var ánægður með holninguna á liðinu og svo komum við með þessum fídómskrafti út í seinni hálfleikinn og vorum töluvert sterkara liðið á vellinum, skot í slá og skorum frábært mark sem var bara einfaldlega tekið af okkur sem var mjög svekkjandi. Eftir það missum við pínu dampinn og þær gengu á lagið og gengu frá leiknum og við það er ég náttúrulega ósáttur við, vissulega tekið af okkur mark, en ég er líka ósáttur við hvernig liðið brást við eftir að við fengum á okkur mark og það er eitthvað sem við þurfum, eða ætlum bara að laga, og byrja á því strax.” Melissa Garcia skorar mark með skalla eftir fyrirgjöf í upphafi síðari hálfleiks sem er dæmt af vegna brots. Dómarinn hefur líklega talið Melissu brjóta á markverði Þór/KA. Donni sagði málið ekki vera flókið: „Ég er ekkert búinn að skoða þetta aftur, ég sá þetta bara, leikmaðurinn hoppar upp og skallar boltann í markið og markmaðurinn hleypur á hana og dettur, þetta er ekkert flókið, og hún sagði það sjálf markmaðurinn, það er ekkert flókið, þannig það var bara frábærlega gert eða þannig. Mjög svekkjandi og breytti leiknum alveg gjörsamlega með þessum krafti sem við vorum og skorum bara frábært mark á eftir góðum kafla en erum kýld til baka og fáum svo mark í andlitið og það bara var of þungt fyrir okkur í dag.” Tindastóll fær á sig þrjú mörk á sjö mínútum sem klárar leikinn endanlega. Af hverju brotnar liðið svona? „Það er bara frábær spurning. Það er erfitt að svara því. Við eiginlega gerðum það sama á móti Val núna síðast. Ég held að höggið mögulega við það að það var tekið af okkur mark og svo fáum við mark í andlitið um leið sé bara of mikið fyrir svona reynslulítið lið í þessari deild, mögulega, sé kannski hluti af skýringunni en svo í fótbolta er það bara einfalt að það gerast fullt af hlutum sem enginn veit af hverju eru að gerast; dettur fyrir þennann og þessi hittir hann svona og svo dettur þessi á rassgatið og það er dæmt hinssegin.” „Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta þannig að það getur verið hluti af þessu bæði en eins og ég sagði við töluðum mikið um eftir Valsleikinn að við ætluðum alls ekki að bregðast einmitt svona við. Liðið fór saman og hélt fund og svo gerist það aftur sama og við förum á fund en við náðum ekki að komast í gegnum það. Þórs/KA liðið gekk hins vegar vel á lagið og þær gerðu frábærlega og skoruðu góð mörk og það verður nú alls ekki tekið af þeim eins og þrjú stigin.” Hvernig horfir Donni á framhaldið? „Við erum ennþá á ágætis stað í deildinni. Við erum ekki í fallsæti ef ég man rétt og bara á sama stað og við vorum fyrir þennan leik og við erum með 8 stig núna og erum ánægð með þau 8 stig. Nú er ansi mikið eftir, það er heill seinni hálfleikur eftir plús uppbótartími í úrslitakeppninni þannig að við horfum bara á næsta leik og ætlum að gera okkar allra besta til þess að hafa fleiri leikmenn klára í þann leik og tækla hann eins og við getum.” Murielle Tiernan kom ekkert við sögu í leiknum. Er hún að glíma við meiðsli? „Nei búin að vera léleg á æfingum”, sagði Donni glettinn og skellti upp úr áður en hann hélt áfram: „Já hún er meidd, hún er bara meidd og gat ekki tekið þátt. Hún hefði svo sem getað tekið einhvern þátt og við vorum alveg tilbúin að nota hana ef við þyrftum á því að halda, það þurfti ekki á því að halda í stöðunni 5-0, þannig að við ákváðum að hvíla hana aðeins og ná henni góðri fyrir hina leikina í mótinu.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll
Þór/KA hafði 5-0 sigur gegn Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en heimakonur gengu frá leiknum með fimm mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og liðin náðu að tengja saman fáar sendingar í upphafi leiks. Eftir tólf mínútur fékk Karen María Sigurgeirsdóttir boltann rétt fyrir utan teig og átti hörkuskot sem small í þverslánni og gestirnir sluppu með skrekkinn. Um miðjan hálfeikinn skiptu heimakonur um gír og sóttu ákaft á Stólana. Fyrst fékk Sandra María ágætis færi eftir stungusendingu frá Kimberley Dóru en Monica Wilhelm varði vel í marki Tindastóls. Aðeins augnabliki seinna átti Tahnai Annis skot við vítateiginn en boltinn lak rétt fram hjá markinu. Heimakonur áttu nokkur skot að marki í viðbót þangað til að Sandra María fékk langbesta færi hálfleiksins á 41. mínútu. Þór/KA átti þá frábæran spilkafla upp völlinn sem innihélt m.a. tvær hælsendingar áður en Karen María átti frábæra stungusendingu inn á Söndru sem lék á Monicu í markinu en skaut svo í hliðarnetið með opið mark. Rétt fyrir hálfleik meiddist Sandra María þegar hún fékk boltann af miklu afli af stuttu færi framan á höndina og virtist sárkvalin og þurfti að fara af velli. Staðan í hálfleik markalaus. Markaveisla Þór/KA í seinni hálfleik Tindastólsstúlkur komu mikið ákveðnari til leiks í upphafi síðari hálfleiks og skoruðu mark strax á annarri mínútu hálfleiksins sem var dæmt af. Melissa Garcia skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf og lenti svo á Melissu Lowder markmanni Þór/KA og brot dæmt. Mjög umdeild ákvörðun. Stuttu seinna átti María Dögg Jóhannesdóttir skot, sem sennilega átti að vera fyrirgjöf, langt utan af velli sem endaði í þverslánni. Á 61. mínútu kom fyrsta mark leiksins þegar varnarmaðurinn Dominique Randle skilaði boltanum í netið með góðu skoti eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu og Þór/KA komið í forystu. Gestirnir voru rétt búnir að taka miðju þegar Karen María Sigurgeirsdóttir bætti við marki eftir sendingu frá Huldu Ósk en þær komust nokkuð óáreittar inn á teig gestanna og Karen kláraði færið vel. Á 68. mínútu bættu heimakonur svo enn við. Hin unga Una Móeiður Hlynsdóttir fékk þá erfiða sendingu fram sem hún skallaði áfram og vann boltann svo aftur með skalla áður en hún kláraði færi sitt virkilega vel í fjærhornið. Staðan skyndilega 3-0 fyrir Þór/KA á 7 mínútna kafla. Hulda Ósk skoraði fjórða mark leiksins á 79. mínútu þegar hún lék sér með boltann fyrir framan varnarmann Tindastóls áður en hún fór inn á völlinn og skrúfaði boltann stórglæsilega uppi í fjærhornið. Hin 17 ára gamla Krista Dís Kristinsdóttir var nýkomin inn á þegar hún fékk sannkallað dauðafæri undir lok venjulegs leiktíma en skaut beint á Monicu í marki gestanna. Á síðustu mínútu uppbótartíma fengu heimakonur víti þegar Hannah Cade tók utan um boltann með báðum höndum við eigin marklínu þegar Þór/KA var að fara skora í autt markið. Hulda Ósk steig á punktinn og skoraði en Monica í markinu var í boltanum. Öruggur 5-0 sigur heimakvenna staðreynd eftir frábæran síðari hálfleik. Af hverju vann Þór/KA? Eftir fyrsta markið virtist Tindastólsliðið einfaldlega brotna og staðan var orðin 3-0 á 7 mínútna kafla. Þór/KA stúlkur gengu á lagið og sýndu hversu góðar þær geta verið og kláruðu leikinn fagmannlega. Hverjar stóðu upp úr? Hulda Ósk Jónsdóttir fór hamförum í seinni hálfleik og skoraði tvö mörk ásamt því að gefa tvær stoðsendingar.Karen María Sigurgeirsdóttir átti virkilega góðan leik á miðjunni og skoraði einnig mark. Þá sýndi Una Móeiður Hlynsdóttir frábæra takta og skoraði en hún er einungis 18 ára gömul. Hvað gekk illa? Tindastól gekk mjög illa eftir að fyrsta markið kom og flóðgáttir opnuðust. Það er áhyggjuefni ef liðið bregst svona við því að lenda undir. Hvað gerist næst? Þór/KA á heimaleik gegn Stjörnunni sunnudaginn 25. júní kl. 16:00. Tindastóll og Keflavík mætast suður með sjó mánudaginn 26. júní kl. 19:15. Donni: Langt frá því að vera einhver 5-0 leikur Halldór Jón Sigurðsson, eða Donni, þjálfari Tindastóls, var óánægður með að tapa leiknum svona stórt en segir sitt lið þurfa að gera betur í mótlæti. „Náttúrulega brjálæðislega svekkjandi að tapa 5-0. Þetta var svo langt frá því að vera einhver5-0 leikur. Þetta var jafn leikur í fyrri hálfleik fannst mér, jafnfræði með liðunum, þær voru meira með boltann sem við vissum að myndi gerast, sköpuðu sér eiginlega ekki neitt sem ég man eftir. Ég var ánægður með holninguna á liðinu og svo komum við með þessum fídómskrafti út í seinni hálfleikinn og vorum töluvert sterkara liðið á vellinum, skot í slá og skorum frábært mark sem var bara einfaldlega tekið af okkur sem var mjög svekkjandi. Eftir það missum við pínu dampinn og þær gengu á lagið og gengu frá leiknum og við það er ég náttúrulega ósáttur við, vissulega tekið af okkur mark, en ég er líka ósáttur við hvernig liðið brást við eftir að við fengum á okkur mark og það er eitthvað sem við þurfum, eða ætlum bara að laga, og byrja á því strax.” Melissa Garcia skorar mark með skalla eftir fyrirgjöf í upphafi síðari hálfleiks sem er dæmt af vegna brots. Dómarinn hefur líklega talið Melissu brjóta á markverði Þór/KA. Donni sagði málið ekki vera flókið: „Ég er ekkert búinn að skoða þetta aftur, ég sá þetta bara, leikmaðurinn hoppar upp og skallar boltann í markið og markmaðurinn hleypur á hana og dettur, þetta er ekkert flókið, og hún sagði það sjálf markmaðurinn, það er ekkert flókið, þannig það var bara frábærlega gert eða þannig. Mjög svekkjandi og breytti leiknum alveg gjörsamlega með þessum krafti sem við vorum og skorum bara frábært mark á eftir góðum kafla en erum kýld til baka og fáum svo mark í andlitið og það bara var of þungt fyrir okkur í dag.” Tindastóll fær á sig þrjú mörk á sjö mínútum sem klárar leikinn endanlega. Af hverju brotnar liðið svona? „Það er bara frábær spurning. Það er erfitt að svara því. Við eiginlega gerðum það sama á móti Val núna síðast. Ég held að höggið mögulega við það að það var tekið af okkur mark og svo fáum við mark í andlitið um leið sé bara of mikið fyrir svona reynslulítið lið í þessari deild, mögulega, sé kannski hluti af skýringunni en svo í fótbolta er það bara einfalt að það gerast fullt af hlutum sem enginn veit af hverju eru að gerast; dettur fyrir þennann og þessi hittir hann svona og svo dettur þessi á rassgatið og það er dæmt hinssegin.” „Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta þannig að það getur verið hluti af þessu bæði en eins og ég sagði við töluðum mikið um eftir Valsleikinn að við ætluðum alls ekki að bregðast einmitt svona við. Liðið fór saman og hélt fund og svo gerist það aftur sama og við förum á fund en við náðum ekki að komast í gegnum það. Þórs/KA liðið gekk hins vegar vel á lagið og þær gerðu frábærlega og skoruðu góð mörk og það verður nú alls ekki tekið af þeim eins og þrjú stigin.” Hvernig horfir Donni á framhaldið? „Við erum ennþá á ágætis stað í deildinni. Við erum ekki í fallsæti ef ég man rétt og bara á sama stað og við vorum fyrir þennan leik og við erum með 8 stig núna og erum ánægð með þau 8 stig. Nú er ansi mikið eftir, það er heill seinni hálfleikur eftir plús uppbótartími í úrslitakeppninni þannig að við horfum bara á næsta leik og ætlum að gera okkar allra besta til þess að hafa fleiri leikmenn klára í þann leik og tækla hann eins og við getum.” Murielle Tiernan kom ekkert við sögu í leiknum. Er hún að glíma við meiðsli? „Nei búin að vera léleg á æfingum”, sagði Donni glettinn og skellti upp úr áður en hann hélt áfram: „Já hún er meidd, hún er bara meidd og gat ekki tekið þátt. Hún hefði svo sem getað tekið einhvern þátt og við vorum alveg tilbúin að nota hana ef við þyrftum á því að halda, það þurfti ekki á því að halda í stöðunni 5-0, þannig að við ákváðum að hvíla hana aðeins og ná henni góðri fyrir hina leikina í mótinu.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti