Fólk þurfi að átta sig á stærð verkefnisins Helena Rós Sturludóttir skrifar 22. júní 2023 12:25 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra, segir loftslagsmál ekki málefni eins ráðherra og ekki einnar ríkisstjórnar. Allir ráðherrar séu loftslagsráðherrar og þurfi að taka virkan þátt í loftslagsmálum. Vísir/Vilhelm Aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum hafa ekki skilað tilætluðum árangri að mati Loftslagsráðs. Formaður ráðsins segir stjórnsýslu loftslagsmála þurfa færast á neyðarstig og taka á málunum eins og kórónuveirufaraldrinum. Umhverfisráðherra segir algjörlega útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum á tilsettum tíma án grænnar orku. Það komi í ljós á næstu misserum hvort Ísland nái markmiðunum. Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum og af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst síðustu fjögur árin. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2040. Stórt verkefni Að mati ráðsins er brýnast að stjórnvöld móti markvissa loftslagsstefnu. Stórefli og styrki stjórnsýslu loftslagsmála á landsvísu og í sveitarfélögum. Skerpi aðgerðir sínar og beiti öllum stjórntækum skilvirkar til að ná markmiðum og nýti sérfræðiþekkingu á sviði loftslagsmála við stefnumótum og eftirfylgni. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir flest af því sem komi fram í uppgjöri ráðsins sé í vinnslu og margt þurfi að gera betur. Hins vegar þurfi fólk að átta sig á því hversu stórt verkefnið er. „Grunnurinn verður alltaf að vera aðgerðaráætlun. og eins og margoft hefur verið bent á þá var hún ekki tímasett og nógu nákvæm þegar við komum við og þess vegna höfum við verið að vinna með atvinnulífinu. Aðrar þjóðir voru búnar að þessu þegar við byrjuðum á þessu, þær sem við berum okkur saman við. við höfum unnið þetta eins hratt og við getum en svona kallar á mikið samráð,“ segir Guðlaugur Þór sem vill ekki meina að stjórnvöld hafi brugðist í loftslagsmálum. „Við hefðum þurft að fara fyrr af stað. Menn þurfa líka að átta sig á verkefninu, hversu stórt það er. Það er það stórt að það þurfa allir að leggjast á eitt.“ Þá séu loftslagsmál ekki málefni eins ráðherra né einnar ríkisstjórnar. „Það eru allir ráðherrar loftslagsráðherrar eins og ég hef margoft bent á,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að þáttaskil hafi orðið í samstarfi. Það sé grunnurinn að árangri. Græn orka grunnurinn „Þegar kemur að markmiðunum þá er góð sátt um það. En það sem vantar er að fólk átti sig á því hvað það þýðir. Til dæmis er það útilokað, algjörlega útilokað, að við náum markmiðunum nema við komum hér fram með græna orku. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Stjórnsýslan þurfi að vera skilvirk til að ná markmiðunum. „Okkur liggur á 2030 er bara á morgun. Allt það sem við gerum til að ná þeim markmiðum það eru teknar ákvarðanir um það mörgum árum áður en þær koma í framkvæmd.“ Guðlaugur Þór segir það koma í ljóst á næstu misserum hvort Ísland muni ná tilsettum markmiðum í loftslagsmálum. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál á neyðarstig Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, hefur sagt stjórnsýslu loftslagsmála þurfa að færast á neyðarstig. „Neyð gefur stjórnvöldum mun meira umboð frá þjóðinni. Þetta sáum við á Covid-tímanum. Það þarf í raun og veru að taka á þessu með svipuðum hætti,“ segir Halldór. Samdráttur hafi aðeins náðst í loftslagsmálum á nokkrum sviðum en á sama tíma hafi heildarlosun aukist. „Það sem Loftslagsráð er fyrst og fremst að benda á að það þarf að taka á málunum af miklu meiri festu. Þess vegna kallar Loftslagsráð eftir markvissri loftslagsstefnu með tímasettum og mælanlegum markmiðum en slík stefna liggur ekki fyrir,“ segir Halldór. Aðgerðaráætlun veiti ákveðið falskt öryggi, það sé listi af hugmyndum sumum þeirra hafi verið hleypt í framkvæmd en flestum ekki. Það sé mat ráðsins að ef ekki verði gripið í taumana þá muni Ísland ekki uppfylla skuldbindingar sínar um samdrátt fyrir 2030. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Loftslagsráð lýkur senn fjögurra ára skipunartíma sínum og af því tilefni lagði ráðið mat á þann árangur sem hefur og hefur ekki náðst síðustu fjögur árin. Í uppgjörinu kemur meðal annars fram að að verði ekki gripið í taumana strax muni Ísland ekki ná að uppfylla þær skuldbindingar um samdrátt fyrir 2030 sem það hefur undirgengist sameiginlega með bandalagsríkjum. Auk þess að færast enn fjær markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2040. Stórt verkefni Að mati ráðsins er brýnast að stjórnvöld móti markvissa loftslagsstefnu. Stórefli og styrki stjórnsýslu loftslagsmála á landsvísu og í sveitarfélögum. Skerpi aðgerðir sínar og beiti öllum stjórntækum skilvirkar til að ná markmiðum og nýti sérfræðiþekkingu á sviði loftslagsmála við stefnumótum og eftirfylgni. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir flest af því sem komi fram í uppgjöri ráðsins sé í vinnslu og margt þurfi að gera betur. Hins vegar þurfi fólk að átta sig á því hversu stórt verkefnið er. „Grunnurinn verður alltaf að vera aðgerðaráætlun. og eins og margoft hefur verið bent á þá var hún ekki tímasett og nógu nákvæm þegar við komum við og þess vegna höfum við verið að vinna með atvinnulífinu. Aðrar þjóðir voru búnar að þessu þegar við byrjuðum á þessu, þær sem við berum okkur saman við. við höfum unnið þetta eins hratt og við getum en svona kallar á mikið samráð,“ segir Guðlaugur Þór sem vill ekki meina að stjórnvöld hafi brugðist í loftslagsmálum. „Við hefðum þurft að fara fyrr af stað. Menn þurfa líka að átta sig á verkefninu, hversu stórt það er. Það er það stórt að það þurfa allir að leggjast á eitt.“ Þá séu loftslagsmál ekki málefni eins ráðherra né einnar ríkisstjórnar. „Það eru allir ráðherrar loftslagsráðherrar eins og ég hef margoft bent á,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að þáttaskil hafi orðið í samstarfi. Það sé grunnurinn að árangri. Græn orka grunnurinn „Þegar kemur að markmiðunum þá er góð sátt um það. En það sem vantar er að fólk átti sig á því hvað það þýðir. Til dæmis er það útilokað, algjörlega útilokað, að við náum markmiðunum nema við komum hér fram með græna orku. Það er grunnurinn að þessu,“ segir Guðlaugur Þór. Stjórnsýslan þurfi að vera skilvirk til að ná markmiðunum. „Okkur liggur á 2030 er bara á morgun. Allt það sem við gerum til að ná þeim markmiðum það eru teknar ákvarðanir um það mörgum árum áður en þær koma í framkvæmd.“ Guðlaugur Þór segir það koma í ljóst á næstu misserum hvort Ísland muni ná tilsettum markmiðum í loftslagsmálum. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál á neyðarstig Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, hefur sagt stjórnsýslu loftslagsmála þurfa að færast á neyðarstig. „Neyð gefur stjórnvöldum mun meira umboð frá þjóðinni. Þetta sáum við á Covid-tímanum. Það þarf í raun og veru að taka á þessu með svipuðum hætti,“ segir Halldór. Samdráttur hafi aðeins náðst í loftslagsmálum á nokkrum sviðum en á sama tíma hafi heildarlosun aukist. „Það sem Loftslagsráð er fyrst og fremst að benda á að það þarf að taka á málunum af miklu meiri festu. Þess vegna kallar Loftslagsráð eftir markvissri loftslagsstefnu með tímasettum og mælanlegum markmiðum en slík stefna liggur ekki fyrir,“ segir Halldór. Aðgerðaráætlun veiti ákveðið falskt öryggi, það sé listi af hugmyndum sumum þeirra hafi verið hleypt í framkvæmd en flestum ekki. Það sé mat ráðsins að ef ekki verði gripið í taumana þá muni Ísland ekki uppfylla skuldbindingar sínar um samdrátt fyrir 2030.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20 Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum. 16. júní 2023 19:20
Undirbúningur framkvæmda í uppnám Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku. 15. júní 2023 22:55