Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Heimir Már Pétursson, Máni Snær Þorláksson, Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. júní 2023 16:28 Baulað var á Svandísi þegar hún steig upp í pontu. Gríðarlegur fjöldi fólks, sérstaklega aðila tengdum hvalveiðum, er mættur á fundinn. Vísir/Einar Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur verið harðorður í yfirlýsingum eftir að matvælaráðherra stöðvaði veiðarnar á þriðjudag, degi áður en þær áttu að hefjast. Á annað hundrað starfsmenn hafi verið reiðubúnir fyrir vertíðina og þetta væri mikill skellur fyrir þá. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hlytu að slíta stjórnarsamstarfinu vegna þessarar ákvörðunar. Vilhjálmur Birgisson var gríðarlega harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur í ræðu sinni.Vísir/Vésteinn Vilhjálmur sat fundinn í kvöld þar sem Steinar Adolfsson yfirlögfræðingur Akranesskaupstaðar var fundarstjóri. Öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var boðið á fundum til að gera grein fyrir sinni afstöðu. Eftir það var opnað á fyrirspurnir úr sal. Fundinum er lokið en hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þá er hægt að lesa um það sem fram fór á fundinum í vaktinni neðst í fréttinni. Komið hefur fram að hátt á annað hundrað manns hafi verið ráðin til starfa vegna fyrirhugaðra hvalveiðivertíðar. Vilhjálmur segir að rúmlega hundrað þeirra væru á áhrifasvæði Verkalýðsfélags Akraness og greiddu sín gjöld til félagsins. Stór hluti þeirra byggi á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit. Þá störfuðu um tuttugu manns hjá Hvali hf. í Hafnarfirði en starfsmenn gætu komið víða að á landinu. Þingmenn Norðvesturkjördæmis eru Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson úr Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson úr Vinstri grænum, og Bergþór Ólason úr Miðflokknum. Eyjólfur Ármannsson úr Flokki fólksins átti að mæta á fundinn en komst því miður ekki. Í samtali við fréttastofu segist hann vera hlynntur hvalveiðunum svo lengi sem þær eru ekki dýraníð. Þá telur hann að ákvörðun ráðherra sé galin stjórnsýsla, brotið sé gegn lögmætum væntingum Hvals hf. og gæti ríkið því verið skaðabótaskylt.
Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur verið harðorður í yfirlýsingum eftir að matvælaráðherra stöðvaði veiðarnar á þriðjudag, degi áður en þær áttu að hefjast. Á annað hundrað starfsmenn hafi verið reiðubúnir fyrir vertíðina og þetta væri mikill skellur fyrir þá. Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hlytu að slíta stjórnarsamstarfinu vegna þessarar ákvörðunar. Vilhjálmur Birgisson var gríðarlega harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur í ræðu sinni.Vísir/Vésteinn Vilhjálmur sat fundinn í kvöld þar sem Steinar Adolfsson yfirlögfræðingur Akranesskaupstaðar var fundarstjóri. Öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var boðið á fundum til að gera grein fyrir sinni afstöðu. Eftir það var opnað á fyrirspurnir úr sal. Fundinum er lokið en hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þá er hægt að lesa um það sem fram fór á fundinum í vaktinni neðst í fréttinni. Komið hefur fram að hátt á annað hundrað manns hafi verið ráðin til starfa vegna fyrirhugaðra hvalveiðivertíðar. Vilhjálmur segir að rúmlega hundrað þeirra væru á áhrifasvæði Verkalýðsfélags Akraness og greiddu sín gjöld til félagsins. Stór hluti þeirra byggi á Akranesi eða í Hvalfjarðarsveit. Þá störfuðu um tuttugu manns hjá Hvali hf. í Hafnarfirði en starfsmenn gætu komið víða að á landinu. Þingmenn Norðvesturkjördæmis eru Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknarflokki, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson úr Sjálfstæðisflokki, Bjarni Jónsson úr Vinstri grænum, og Bergþór Ólason úr Miðflokknum. Eyjólfur Ármannsson úr Flokki fólksins átti að mæta á fundinn en komst því miður ekki. Í samtali við fréttastofu segist hann vera hlynntur hvalveiðunum svo lengi sem þær eru ekki dýraníð. Þá telur hann að ákvörðun ráðherra sé galin stjórnsýsla, brotið sé gegn lögmætum væntingum Hvals hf. og gæti ríkið því verið skaðabótaskylt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Akranes Tengdar fréttir Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21. júní 2023 21:15 Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 21. júní 2023 20:54 Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09 Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. 21. júní 2023 21:15
Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 21. júní 2023 20:54
Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00
Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22