Erlent

Gisti í sex hundruð nætur á hóteli og borgaði ekki krónu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Ankush Dutta er sagður hafa gist í rúmar sex hundruð nætur á hótelinu án þess að borga krónu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ankush Dutta er sagður hafa gist í rúmar sex hundruð nætur á hótelinu án þess að borga krónu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Astronaut Images

Lögreglan á Indlandi rannsakar nú mann sem sagður er hafa gist á fínu hóteli í Delhi í tæp tvö ár án þess að borga krónu. 

Ankush Dutta bókaði herbergi á Roseate House hótelinu í Delhi þann 30. maí árið 2019. Hann átti að skrá sig út af hótelinu daginn eftir en ákvað þess í stað að lengja dvölina í sex hundruð og þrjár nætur. 

Um er að ræða nokkuð fínt hótel en samkvæmt Guardian skildi Dutta eftir sig reikning upp á sjötíu þúsund dollara, það samsvarar um 9,5 milljónum í íslenskum krónum.

Indverska lögreglan segir að reikningar hafi verið falsaðir til að fela það hversu mikið Dutta skuldaði í raun og veru. Þá hafa yfirmenn á hótelinu haft samband við lögregluna og sakað nokkra starfsmenn hótelsins um samsæri, skjalafals og svik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×