„Það er enn fullt af spurningum ósvarað“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 23. júní 2023 22:41 Kristrún Frostadóttir segir að ríkisstjórnin þurfi að taka forystu og setja á fót rannsóknarnefnd vegna sölunnar á hlut í Íslandsbanka þar sem ljóst er að verulegur pottur var brotinn í ferlinu. Vísir/Sigurjón Kristrún Frostadóttir segir ljóst að ekki var vel staðið að sölu Íslandsbanka. Með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé komin önnur rannsóknin sem sýni að pottur var verulega brotinn í ferlinu. Ríkisstjórnin þurfi að taka forystu í málinu og setja á fót rannsóknarnefnd. Íslandsbanka hefur verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Um er að ræða langhæstu sekt sem fjármálafyrirtæki hefur þurft að greiða vegna lögbrota sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið til rannsóknar. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ljóst að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans en upphæð sektarinnar hafi komið sér á óvart. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Pottur verulega brotinn í söluferlinu Kristún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé kominn önnur rannsókn á sölunni á Íslandsbanka, til viðbótar við rannsókn Ríkisendurskoðanda, sem sýni að pottur var verulega brotinn í söluferlinu. Hvernig blasir niðurstaðan við þér? „Núna erum við að fá enn annan bút af þessu máli. Fyrst fyrir nokkrum mánuðum síðan fengum við skýrslu ríkisendurskoðanda þar sem að ríkisendurskoðandi taldi sig ekki geta skoðað hlut eða ábyrgð ráðherra eða fjármálaráðuneytisins en leiddi af sér þá niðurstöðu í þessu ferli að Bankasýslan var lögð niður, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ sagði Kristrún. „Svo er þetta þessi annar bútur sem snýr að Fjármálaeftirlitinu. Þetta er auðvitað bara sjálfstæð athugun Fjármálaeftirlitsins á hlut Íslandsbanka og hvernig var að þessu staðið. Auðvitað eigum við eftir að sjá niðurstöðurnar úr þessu ferli og rannsókna en þetta endar með 1,2 milljarða króna sekt.“ „Þarna erum við tvær sértækar og sjálfstæðar rannsóknir um tvo aðila sem liggja neðar en fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið í keðju þessa máls á sölu á þjóðareign sem sýna að pottur var verulega brotinn,“ segir hún um niðurstöðuna. Fullt af spurningum enn ósvarað Kristrún segir nauðsynlegt að öll gögn um söluna komi upp á borðið til að hægt sé að fá heildarmynd af ferlinu. Enn sé fullt af spurningum ósvarað þó það sé ljóst að salan gekk ekki vel fyrir sig. „Auðvitað stendur upp úr að við fáum heildarmyndina á bak við þetta, hver samskipti ráðuneytisins og ráðherra voru við Íslandsbanka og Bankasýsluna í þessum tilvikum og við fáum öll gögn upp á borðið. „Þetta í raun staðfestir enn frekar ósk okkar í stjórnarandstöðunni að fá rannsóknarskýrslu vegna þess að það er enn fullt af spurningum ósvarað,“ segir hún. „En hins vegar er ljóst að það hefur ekki gengið vel í þessu máli miðað við hvernig niðurstöður bæði FME eru núna og eins hjá Ríkisendurskoðun.“ Ríkisstjórnin þurfi að samþykkja beiðni um rannsóknarnefnd Ríkisstjórnin þarf að taka forystu í málinu að sögn Kristrúnar og samþykkja beiðni minnihlutans um að setja á fót rannsóknarnefnd. Hver eru næstu skref að þínu mati? „Næstu skref eru að ríkisstjórnin þarf að sýna forystu í þessu máli. Hún þarf að átta sig á því að vandinn í dag er vantraust hjá almenningi gagnvart fjármálakerfinu og gagnvart stjórnmálunum þegar kemur að pólitík og það að virða lög,“ segir Kristrún. „Lögin eru sett með þeim hætti að ábyrgðin er fjármálaráðherra og núna þarf ríkisstjórnin að stíga inn og samþykkja þessa beiðni sem hefur legið fyrir frá minnihlutanum að setja á rannsóknarnefnd,“ segir hún að lokum. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Íslandsbanka hefur verið gert að greiða tæpa 1,2 milljarða króna vegna brota á reglum við framkvæmd útboðs Bankasýslu ríkisins á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Um er að ræða langhæstu sekt sem fjármálafyrirtæki hefur þurft að greiða vegna lögbrota sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið til rannsóknar. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir ljóst að brotalamir hafi verið á framkvæmdinni á sölu í hlut bankans en upphæð sektarinnar hafi komið sér á óvart. Hún viðurkennir alvarleg brot bankans og biðst afsökunar á mistökum við sölu hans en hyggst ekki láta af störfum sem bankastjóri. Pottur verulega brotinn í söluferlinu Kristún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að með niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sé kominn önnur rannsókn á sölunni á Íslandsbanka, til viðbótar við rannsókn Ríkisendurskoðanda, sem sýni að pottur var verulega brotinn í söluferlinu. Hvernig blasir niðurstaðan við þér? „Núna erum við að fá enn annan bút af þessu máli. Fyrst fyrir nokkrum mánuðum síðan fengum við skýrslu ríkisendurskoðanda þar sem að ríkisendurskoðandi taldi sig ekki geta skoðað hlut eða ábyrgð ráðherra eða fjármálaráðuneytisins en leiddi af sér þá niðurstöðu í þessu ferli að Bankasýslan var lögð niður, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar,“ sagði Kristrún. „Svo er þetta þessi annar bútur sem snýr að Fjármálaeftirlitinu. Þetta er auðvitað bara sjálfstæð athugun Fjármálaeftirlitsins á hlut Íslandsbanka og hvernig var að þessu staðið. Auðvitað eigum við eftir að sjá niðurstöðurnar úr þessu ferli og rannsókna en þetta endar með 1,2 milljarða króna sekt.“ „Þarna erum við tvær sértækar og sjálfstæðar rannsóknir um tvo aðila sem liggja neðar en fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytið í keðju þessa máls á sölu á þjóðareign sem sýna að pottur var verulega brotinn,“ segir hún um niðurstöðuna. Fullt af spurningum enn ósvarað Kristrún segir nauðsynlegt að öll gögn um söluna komi upp á borðið til að hægt sé að fá heildarmynd af ferlinu. Enn sé fullt af spurningum ósvarað þó það sé ljóst að salan gekk ekki vel fyrir sig. „Auðvitað stendur upp úr að við fáum heildarmyndina á bak við þetta, hver samskipti ráðuneytisins og ráðherra voru við Íslandsbanka og Bankasýsluna í þessum tilvikum og við fáum öll gögn upp á borðið. „Þetta í raun staðfestir enn frekar ósk okkar í stjórnarandstöðunni að fá rannsóknarskýrslu vegna þess að það er enn fullt af spurningum ósvarað,“ segir hún. „En hins vegar er ljóst að það hefur ekki gengið vel í þessu máli miðað við hvernig niðurstöður bæði FME eru núna og eins hjá Ríkisendurskoðun.“ Ríkisstjórnin þurfi að samþykkja beiðni um rannsóknarnefnd Ríkisstjórnin þarf að taka forystu í málinu að sögn Kristrúnar og samþykkja beiðni minnihlutans um að setja á fót rannsóknarnefnd. Hver eru næstu skref að þínu mati? „Næstu skref eru að ríkisstjórnin þarf að sýna forystu í þessu máli. Hún þarf að átta sig á því að vandinn í dag er vantraust hjá almenningi gagnvart fjármálakerfinu og gagnvart stjórnmálunum þegar kemur að pólitík og það að virða lög,“ segir Kristrún. „Lögin eru sett með þeim hætti að ábyrgðin er fjármálaráðherra og núna þarf ríkisstjórnin að stíga inn og samþykkja þessa beiðni sem hefur legið fyrir frá minnihlutanum að setja á rannsóknarnefnd,“ segir hún að lokum.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira