Fjölskyldumál: „Það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. júní 2023 09:06 Þórunn Eymundsdóttir er meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. Ofbeldi á heimilum getur verið afar ólíkt: líkamlegt, andlegt, fjárhagslegt, kynferðislegt, dulið, hluta ofbeldi eða stafrænt. Öll kyn geta verið gerendur, en oft áttar fólk sig ekki á því að það er að beita sína nánustu ofbeldi. Vísir/Vilhelm „Partur af vandanum eru þessar rótgrónu staðalímyndir um hverjir gerendur ofbeldis eru. Þessar staðalímyndir byggja á hugmyndinni um að ofbeldismaðurinn sé reiður karlmaður sem beitir ofbeldi markvisst til að drottna yfir maka sínum, og þá helst með líkamlegu ofbeldi,“ segir Þórunn Eymundardóttir meðferðarráðgjafi hjá Heimilisfriði, meðferðarúrræði þar sem gerendur ofbeldis geta fengið aðstoð til að vinna með sína hegðun. Því ofbeldi er alltaf bannað og aldrei í lagi. „Í langflestum tilfellum á gerandinn sér einhverja áfallasögu. Rannsóknum ber reyndar ekki saman um hversu hátt hlutfall það er en við getum með nokkurri vissu talað um 80 – 99%. Þessar niðurstöður fara í raun mest eftir því hvernig áföll eru þá skilgreind,“ segir Þórunn og bætir við: Öll kyn geta verið gerendur ofbeldis og gagnkvæmt ofbeldi í parasamböndum er líka algengt. Þessi staðalímynd gerir það hins vegar að verkum að mjög margir eiga erfitt með að máta sig í það hlutverk að vera gerandi.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um ofbeldi innan veggja heimilisins og þá aðstoð sem gerendur geta fengið. Ofbeldi þrífst best í þögn Það sem telst ofbeldi er ef þú með atferli þínu skaðar, meiðir, hræðir eða særir aðra manneskju eða færð viðkomandi til að gera eitthvað gegn eigin vilja eða hætta að gera það sem viðkomandi vill. Ef þessi hegðun er síendurtekin, er um ofbeldis mynstur að ræða. Þórunn segir að þegar gerendur leita hjálpar sé alltaf tekið á móti þeim sem heilum manneskjum og þeim hjálpað út úr þeim vítahring sem ofbeldishegðunin hefur leitt viðkomandi í. Fyrst þannig að viðkomandi læri að hætta að beita ofbeldi en síðan er farið að kryfja málin og leita skýringa á því, hvað veldur því að viðkomandi beitir ofbeldinu. „Ofbeldishegðun er yfirleitt ákveðin lærð varnarviðbrögð sem gerandi beitir í tilfinningalega krefjandi aðstæðum. Við erum flest með lærð varnarviðbrögð í slíkum aðstæðum en þegar varnaviðbrögðin eru skaðleg fyrir aðra eða valda þeim ótta þá er um ofbeldi er að ræða.“ Hjá Heimilisfriði er unnið með ofbeldishegðun, en Heimilisfriður er úrræði sem Félagsmálaráðuneytið setti á laggirnar árið 2006. Til Heimilisfriðar geta allir leitað til þess að ráða bót á sinni hegðun, en oft tekur langan tíma fyrir gerendur að átta sig á því að þeir séu að beita ofbeldi. „Það sem er hins vegar athyglisvert er að ungt fólk er að leita til okkar í auknum mæli og það sem er jákvætt við það, er að þá erum við að vinna með mál sem eru ekki orðin eins flókin eða alvarleg og því viðráðanlegri fyrir margra hluta sakir. Þetta er mjög jákvæð þróun. Að leita sér hjálpar sem gerandi er samt alltaf mjög stórt skref að taka, það er ekki óalgengt að okkar skjólstæðingar séu búnir að hugsa um það lengi að koma til okkar og jafnvel panta sér tíma nokkrum sinnum áður en þeir finna hugrekkið til að horfast í augu við sína ofbeldishegðun“ segir Þórunn. En getur til dæmis fíknisjúkdómur þar sem viðkomandi gerandi glímir við áfengis- eða vímuefnafíkn verið skýring á ofbeldi? „Ekki skýring en sannarlega aukið áhættuna. Áhrif vímuefna kalla frekar fram þessa hegðun því undir áhrifum verðum við hömlulausari sem eykur líkurnar á því að ofbeldishegðun verður sýnilegri og alvarlegri. Áhrif vímuefna eru samt sjaldnast skýringin sem slík þegar við tölum um ofbeldi í nánum samböndum.“ En hvað með staðalímyndir maka; getur það verið erfitt fyrir maka að opinbera ofbeldi vegna þess að fólk telur að það geti ekki verið að viðkomandi maki myndi leyfa ofbeldi að þrífast? „Já, þar erum við með sama vandamál varðandi staðalímyndir því við erum líka með mjög þröngt skilgreinda hugmynd um þolandann sem hjálparlausan og saklausan einstakling. Staðreyndin er sú að þær staðalímyndir sem fólk er með um bæði þolendur og gerendur, ná sjaldnast að endurspegla raunveruleikann og gera mörgum þess vegna erfitt að koma auga á ofbeldi í eigin samböndum .“ Hvað með börnin? Börn vita alltaf miklu meira en okkur grunar og rannsóknir sýna að börn sem alast upp við það að sjá eða heyra foreldri sitt verða fyrir ofbeldi, skaðast jafn mikið af því og ef ofbeldinu væri beint gegn þeim sjálfum.“ Þá segir hún börn sem alast upp við ofbeldi á heimilum oft ekki gera sér grein fyrir því að ofbeldishegðunin er eitthvað sem á ekki að líðast. „Börn eru alltaf með þá ímynd að fjölskyldan þeirra sé í rauninni dæmi um það sem gengur og gerist á heimilum. Börn sjá foreldra sína sem óbrigðula einstaklinga og þau eru líka meistarar í að taka á sig ábyrgð eða fela hlutina .“ Dæmi um birtingarmyndir ofbeldis Þórunn segir birtingarmyndir ofbeldis á heimilum geta verið jafn ólíkar og dæmin eru mörg. Heimilisfriður hefur tekið saman lýsingar á dæmum um birtingarmyndir ofbeldis miðað við mismunandi tegundir. Þessi dæmi eru: 1. Líkamlegt ofbeldi Líkamlegt ofbeldi er þegar afli er beitt gegn annarri manneskju óháð því hvort af hljótist skaði eða ekki ásamt því að halda aftur af nauðsynlegum líkamlegum þörfum. til dæmis: Slá, kýla, sparka, klípa, hrinda, klóra, bíta, skalla,rífa í hár, lemja, brenna, kverkatak... Hindra líkamlegt frelsi, meina aðgang,halda föstum, haldagíslingu Beiting vopna Neita aðgangiað líkamlegum nauðsynjum (t.d. skjól, fæða, svefn, lyf) Og margt fleira... 2. Andlegt ofbeldi Andlegt ofbeldi er að skaða, hræða eða særa á máta sem er ekki beinlínis líkamlegur. Að nota beinar eða óbeinarhótanir eða yfirgangtil þess að stjórna og stýra annarri manneskju Bein hótun Óbein hótun Niðurlæging eða auðmýking Ýkt afbrýðisemi Einangrun Stjórnsemi Tilfinningalegt ofbeldi Andlegt ofbeldi getur verið í formi orðaskipta eða líkamstjáningar. Dæmi: Öskra á maka Uppnefna Gera lítið úr Hóta eða ógna (beint eða óbeind) Segja þig ruglaða/nn eða geðveika/nn Kenna þér um eigin vanlíðan Einangra þig frá vinum og fjölskyldu Láta þér líða eins og þú sért föst/fastur í sambandinu Ýkt afbrýðisemi, stjórnsemi 3. Kynferðislegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi er athæfi sem á einhvern hátt skaðar eða brýtur gegn kynfrelsi annars manns. Dæmi um kynferðislegt ofbeldi geta verið að þrýsta á eða þvinga hinn aðilann til kynferðislegra athafnaeða að hóta hinum aðilanum, til dæmis til samræðis. Að nauðga Að þrýsta á eða krefjast kynlífsathafna sem þú kýst ekki Að láta þig stunda kynlíf með öðrum Að nota líkamlegt afl, vald til að eiga við þig kynmök Að nota suð, samviskubit eða neyð til að fá kynlíf sem þú kýst ekki Að nýta sér vímuástand, svefn eða viðlíka til að koma sínu fram Að krefjastkynlífs (make up sex) eftirrifrildi eða ofbeldisatvik til að þú sannir og sýnir að þú sért búin/n sé að fyrirgefa honum/henni Kynferðislega móðgandi og niðurlægjandi ummæli 4. Hluta ofbeldi Að skemma / eyðileggja eða hóta því að skemma / eyðileggja hluti á heimilinu Grýta hlutumog brjóta Skella aftur hurðum Kasta einhverju í þig Hóta eða skemma eigur þínar til þess eins að særa, meiða Berja í hluti 5. Stafrænt ofbeldi Þegar ofbeldi er beitt með notkun stafrænnar tækni Sendir þér nektar- eða kynlífsmyndir af sér gegn þínum vilja Sendir/dreifir nektar-eða kynlífsmyndum af þér gegn þínum vilja Sendir þér og þrýstirá þig að senda sér skilaboð af kynferðislegum toga Skráir sig inn á samfélagsmiðla í þínu nafni Stýrir því hverjir eru vinir þínir á samfélagsmiðlum og hverjir ekki Stýrir því hverja þú mátt tala við og hverja ekki Sendir stanslaust skilaboð í gegn um síma eða viðlíka Hótar að birta nektar/kynlífsmyndir og/eða myndbönd af þér eða senda til ættingja, vina eða vinnufélaga 6. Fjárhagslegt ofbeldi Þegar fjárhagur er notaður til að stjórna maka Bannar þér að vinna Tekur launin þín af þér Skammtar þér peninga Skráir skuldir á þig en eignir á sig Tekur mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir án þess að ræða við þig Ráðstafar sameiginlegum fjármunum í óþarfa (áfengi, vímuefni…) Notar fjárhagslega yfirburði til að koma sínu fram 7. Dulið ofbeldi Dulið ofbeldiverður til þegarekki er lengur þörf á eiginlegu ofbeldi. Það er ógnandi áminning um vald sem lætur aðra fyllast af ótta og vanmætti Hækka örlítiðróminn Trylla fingrum á borð Segja lítið orð eins og „jæja“sem eins konar lykilorð Þórunn segir ofbeldi þrífast best í þögninni og þess vegna sé afar mikilvægt að rjúfa þögnina um það. Því ofbeldi er bannað og aldrei í lagi. Hjá Heimilisfriði er gerendum hjálpað að hætta að beita ofbeldi en síðan að skoða sjálfan sig og læra að skilja hvað olli því að viðkomandi er kominn á þennan stað að beita ofbeldi. Í 80-99% tilvika á gerandinn sér áfallasögu.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að rjúfa þögnina og fá hjálp Þórunn segir mikinn létti geta fylgt því þegar gerandi fær aðstoð, bæði fyrir viðkomandi og aðra í fjölskyldunni. „Oft gerist eitthvað ákveðið sem verður til þess að viðkomandi leitar til okkar eftir aðstoð. Þetta getur verið atvik þar sem gerandinn áttar sig allt í einu á alvarleika málsins eða þegar þögnin er rofin. Þegar vandinn er gerður sýnilegur gefur það viðkomandi oft hugrekkið sem þarf til þess að leita sér hjálpar.“ Í upphafi meðferðar er fyrst og fremst reynt að greina hvernig mynstrið er hjá viðkomandi aðila og í hverju ofbeldið felst. Þá er makanum boðinn samtalstími sem er bæði stuðningur við maka en einnig upplýsandi fyrir meðferðaraðila til að vinna betur úr málum með gerendum. Þórunn segir að ofbeldi hafi yfirleytt tilhneigingu til að versna. Þess vegna er svo mikilvægt að leita sér aðstoðar sem fyrst. „Við upplifum þó sjaldnast að ofbeldi sé beitt markvisst með þeim ásetningi að meiða. Ofbeldið er mun oftar birtingarmynd vanmáttar viðkomandi í aðstæðum sem upplifast tilfinningalega krefjandi. “ Það sem oft gerist er að smátt og smátt versnar ofbeldið. Gerandinn gerir sér ekki grein fyrir því og er oft uppfullur af skömm yfir sinni eigin hegðun, á meðan makinn vonast eftir því að skýring finnist og það góða sem í upphafi sambandsins ríkti, komi aftur. Afleiðingin getur því verið sú að það sem þarf að uppræta á sér margra ára sögu. „Ég hvet alla sem grunar að þeir eigi við vanda að stríða að hafa samband við Heimilisfrið og leita sér hjálpar. Við leggjum mikla áherslu á gott samband við okkar skjólstæðinga og okkar meðferð er einfaldlega eins löng og þörf er á. Í kjölfar meðferðar er okkar skjólstæðingum stundum vísað í hópatíma og alltaf í boði að koma í endurkomumeðferð,“ segir Þórunn og bætir við: „Í upphafi hjálpum við viðkomandi að horfast í augu við og stöðva ofbeldið sjálft en síðan tekur við tími þar sem við hjálpum viðkomandi að skoða og skilja sjálfan sig. Oftar en ekki þýðir þetta að við þurfum að horfa til fortíðar og búa til samhengi þannig að það sé hægt að sjá og skilja hvað í raun skýrir að viðkomandi fer að beita maka sinn ofbeldi.“ Þórunn segir að þótt áfallasaga sé langoftast partur af sögu gerenda, sé staðreyndin sú að í engum tilfellum teljist sú saga afsökun á ofbeldishegðuninni. „Við sem fullorðnir einstaklingar berum alltaf ábyrgð á því að bæta úr því sem við þurfum að bæta úr í okkar fari til þess að passa að ekkert í okkar hegðun eða samskiptum, valdi öðru fólki skaða.“ Hvað myndir þú ráðleggja fólki að gera ef það er til dæmis sjálft maki í ofbeldissambandi eða náinn vinur eða vinkona sem grunar að einhver þeim tengdur sé í ofbeldissambandi? Ég myndi alltaf segja mikilvægast að rjúfa þögnina því það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins og í þögninni þrífst og magnast ofbeldið. Og þótt þetta séu erfið mál og oft mikil skömm sem fylgir því fyrir báða aðila að viðurkenna ofbeldi í sínu sambandi, er ofbeldi alltaf bannað. Þannig að sama hver á í hlut er mikilvægt að rjúfa þögnina um ofbeldið, benda á og nota þau úrræði sem bjóðast , það er hjálp í boði.“ Fjölskyldumál Geðheilbrigði Góðu ráðin Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18. júní 2023 08:01 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Því ofbeldi er alltaf bannað og aldrei í lagi. „Í langflestum tilfellum á gerandinn sér einhverja áfallasögu. Rannsóknum ber reyndar ekki saman um hversu hátt hlutfall það er en við getum með nokkurri vissu talað um 80 – 99%. Þessar niðurstöður fara í raun mest eftir því hvernig áföll eru þá skilgreind,“ segir Þórunn og bætir við: Öll kyn geta verið gerendur ofbeldis og gagnkvæmt ofbeldi í parasamböndum er líka algengt. Þessi staðalímynd gerir það hins vegar að verkum að mjög margir eiga erfitt með að máta sig í það hlutverk að vera gerandi.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fjalla um ofbeldi innan veggja heimilisins og þá aðstoð sem gerendur geta fengið. Ofbeldi þrífst best í þögn Það sem telst ofbeldi er ef þú með atferli þínu skaðar, meiðir, hræðir eða særir aðra manneskju eða færð viðkomandi til að gera eitthvað gegn eigin vilja eða hætta að gera það sem viðkomandi vill. Ef þessi hegðun er síendurtekin, er um ofbeldis mynstur að ræða. Þórunn segir að þegar gerendur leita hjálpar sé alltaf tekið á móti þeim sem heilum manneskjum og þeim hjálpað út úr þeim vítahring sem ofbeldishegðunin hefur leitt viðkomandi í. Fyrst þannig að viðkomandi læri að hætta að beita ofbeldi en síðan er farið að kryfja málin og leita skýringa á því, hvað veldur því að viðkomandi beitir ofbeldinu. „Ofbeldishegðun er yfirleitt ákveðin lærð varnarviðbrögð sem gerandi beitir í tilfinningalega krefjandi aðstæðum. Við erum flest með lærð varnarviðbrögð í slíkum aðstæðum en þegar varnaviðbrögðin eru skaðleg fyrir aðra eða valda þeim ótta þá er um ofbeldi er að ræða.“ Hjá Heimilisfriði er unnið með ofbeldishegðun, en Heimilisfriður er úrræði sem Félagsmálaráðuneytið setti á laggirnar árið 2006. Til Heimilisfriðar geta allir leitað til þess að ráða bót á sinni hegðun, en oft tekur langan tíma fyrir gerendur að átta sig á því að þeir séu að beita ofbeldi. „Það sem er hins vegar athyglisvert er að ungt fólk er að leita til okkar í auknum mæli og það sem er jákvætt við það, er að þá erum við að vinna með mál sem eru ekki orðin eins flókin eða alvarleg og því viðráðanlegri fyrir margra hluta sakir. Þetta er mjög jákvæð þróun. Að leita sér hjálpar sem gerandi er samt alltaf mjög stórt skref að taka, það er ekki óalgengt að okkar skjólstæðingar séu búnir að hugsa um það lengi að koma til okkar og jafnvel panta sér tíma nokkrum sinnum áður en þeir finna hugrekkið til að horfast í augu við sína ofbeldishegðun“ segir Þórunn. En getur til dæmis fíknisjúkdómur þar sem viðkomandi gerandi glímir við áfengis- eða vímuefnafíkn verið skýring á ofbeldi? „Ekki skýring en sannarlega aukið áhættuna. Áhrif vímuefna kalla frekar fram þessa hegðun því undir áhrifum verðum við hömlulausari sem eykur líkurnar á því að ofbeldishegðun verður sýnilegri og alvarlegri. Áhrif vímuefna eru samt sjaldnast skýringin sem slík þegar við tölum um ofbeldi í nánum samböndum.“ En hvað með staðalímyndir maka; getur það verið erfitt fyrir maka að opinbera ofbeldi vegna þess að fólk telur að það geti ekki verið að viðkomandi maki myndi leyfa ofbeldi að þrífast? „Já, þar erum við með sama vandamál varðandi staðalímyndir því við erum líka með mjög þröngt skilgreinda hugmynd um þolandann sem hjálparlausan og saklausan einstakling. Staðreyndin er sú að þær staðalímyndir sem fólk er með um bæði þolendur og gerendur, ná sjaldnast að endurspegla raunveruleikann og gera mörgum þess vegna erfitt að koma auga á ofbeldi í eigin samböndum .“ Hvað með börnin? Börn vita alltaf miklu meira en okkur grunar og rannsóknir sýna að börn sem alast upp við það að sjá eða heyra foreldri sitt verða fyrir ofbeldi, skaðast jafn mikið af því og ef ofbeldinu væri beint gegn þeim sjálfum.“ Þá segir hún börn sem alast upp við ofbeldi á heimilum oft ekki gera sér grein fyrir því að ofbeldishegðunin er eitthvað sem á ekki að líðast. „Börn eru alltaf með þá ímynd að fjölskyldan þeirra sé í rauninni dæmi um það sem gengur og gerist á heimilum. Börn sjá foreldra sína sem óbrigðula einstaklinga og þau eru líka meistarar í að taka á sig ábyrgð eða fela hlutina .“ Dæmi um birtingarmyndir ofbeldis Þórunn segir birtingarmyndir ofbeldis á heimilum geta verið jafn ólíkar og dæmin eru mörg. Heimilisfriður hefur tekið saman lýsingar á dæmum um birtingarmyndir ofbeldis miðað við mismunandi tegundir. Þessi dæmi eru: 1. Líkamlegt ofbeldi Líkamlegt ofbeldi er þegar afli er beitt gegn annarri manneskju óháð því hvort af hljótist skaði eða ekki ásamt því að halda aftur af nauðsynlegum líkamlegum þörfum. til dæmis: Slá, kýla, sparka, klípa, hrinda, klóra, bíta, skalla,rífa í hár, lemja, brenna, kverkatak... Hindra líkamlegt frelsi, meina aðgang,halda föstum, haldagíslingu Beiting vopna Neita aðgangiað líkamlegum nauðsynjum (t.d. skjól, fæða, svefn, lyf) Og margt fleira... 2. Andlegt ofbeldi Andlegt ofbeldi er að skaða, hræða eða særa á máta sem er ekki beinlínis líkamlegur. Að nota beinar eða óbeinarhótanir eða yfirgangtil þess að stjórna og stýra annarri manneskju Bein hótun Óbein hótun Niðurlæging eða auðmýking Ýkt afbrýðisemi Einangrun Stjórnsemi Tilfinningalegt ofbeldi Andlegt ofbeldi getur verið í formi orðaskipta eða líkamstjáningar. Dæmi: Öskra á maka Uppnefna Gera lítið úr Hóta eða ógna (beint eða óbeind) Segja þig ruglaða/nn eða geðveika/nn Kenna þér um eigin vanlíðan Einangra þig frá vinum og fjölskyldu Láta þér líða eins og þú sért föst/fastur í sambandinu Ýkt afbrýðisemi, stjórnsemi 3. Kynferðislegt ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi er athæfi sem á einhvern hátt skaðar eða brýtur gegn kynfrelsi annars manns. Dæmi um kynferðislegt ofbeldi geta verið að þrýsta á eða þvinga hinn aðilann til kynferðislegra athafnaeða að hóta hinum aðilanum, til dæmis til samræðis. Að nauðga Að þrýsta á eða krefjast kynlífsathafna sem þú kýst ekki Að láta þig stunda kynlíf með öðrum Að nota líkamlegt afl, vald til að eiga við þig kynmök Að nota suð, samviskubit eða neyð til að fá kynlíf sem þú kýst ekki Að nýta sér vímuástand, svefn eða viðlíka til að koma sínu fram Að krefjastkynlífs (make up sex) eftirrifrildi eða ofbeldisatvik til að þú sannir og sýnir að þú sért búin/n sé að fyrirgefa honum/henni Kynferðislega móðgandi og niðurlægjandi ummæli 4. Hluta ofbeldi Að skemma / eyðileggja eða hóta því að skemma / eyðileggja hluti á heimilinu Grýta hlutumog brjóta Skella aftur hurðum Kasta einhverju í þig Hóta eða skemma eigur þínar til þess eins að særa, meiða Berja í hluti 5. Stafrænt ofbeldi Þegar ofbeldi er beitt með notkun stafrænnar tækni Sendir þér nektar- eða kynlífsmyndir af sér gegn þínum vilja Sendir/dreifir nektar-eða kynlífsmyndum af þér gegn þínum vilja Sendir þér og þrýstirá þig að senda sér skilaboð af kynferðislegum toga Skráir sig inn á samfélagsmiðla í þínu nafni Stýrir því hverjir eru vinir þínir á samfélagsmiðlum og hverjir ekki Stýrir því hverja þú mátt tala við og hverja ekki Sendir stanslaust skilaboð í gegn um síma eða viðlíka Hótar að birta nektar/kynlífsmyndir og/eða myndbönd af þér eða senda til ættingja, vina eða vinnufélaga 6. Fjárhagslegt ofbeldi Þegar fjárhagur er notaður til að stjórna maka Bannar þér að vinna Tekur launin þín af þér Skammtar þér peninga Skráir skuldir á þig en eignir á sig Tekur mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir án þess að ræða við þig Ráðstafar sameiginlegum fjármunum í óþarfa (áfengi, vímuefni…) Notar fjárhagslega yfirburði til að koma sínu fram 7. Dulið ofbeldi Dulið ofbeldiverður til þegarekki er lengur þörf á eiginlegu ofbeldi. Það er ógnandi áminning um vald sem lætur aðra fyllast af ótta og vanmætti Hækka örlítiðróminn Trylla fingrum á borð Segja lítið orð eins og „jæja“sem eins konar lykilorð Þórunn segir ofbeldi þrífast best í þögninni og þess vegna sé afar mikilvægt að rjúfa þögnina um það. Því ofbeldi er bannað og aldrei í lagi. Hjá Heimilisfriði er gerendum hjálpað að hætta að beita ofbeldi en síðan að skoða sjálfan sig og læra að skilja hvað olli því að viðkomandi er kominn á þennan stað að beita ofbeldi. Í 80-99% tilvika á gerandinn sér áfallasögu.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að rjúfa þögnina og fá hjálp Þórunn segir mikinn létti geta fylgt því þegar gerandi fær aðstoð, bæði fyrir viðkomandi og aðra í fjölskyldunni. „Oft gerist eitthvað ákveðið sem verður til þess að viðkomandi leitar til okkar eftir aðstoð. Þetta getur verið atvik þar sem gerandinn áttar sig allt í einu á alvarleika málsins eða þegar þögnin er rofin. Þegar vandinn er gerður sýnilegur gefur það viðkomandi oft hugrekkið sem þarf til þess að leita sér hjálpar.“ Í upphafi meðferðar er fyrst og fremst reynt að greina hvernig mynstrið er hjá viðkomandi aðila og í hverju ofbeldið felst. Þá er makanum boðinn samtalstími sem er bæði stuðningur við maka en einnig upplýsandi fyrir meðferðaraðila til að vinna betur úr málum með gerendum. Þórunn segir að ofbeldi hafi yfirleytt tilhneigingu til að versna. Þess vegna er svo mikilvægt að leita sér aðstoðar sem fyrst. „Við upplifum þó sjaldnast að ofbeldi sé beitt markvisst með þeim ásetningi að meiða. Ofbeldið er mun oftar birtingarmynd vanmáttar viðkomandi í aðstæðum sem upplifast tilfinningalega krefjandi. “ Það sem oft gerist er að smátt og smátt versnar ofbeldið. Gerandinn gerir sér ekki grein fyrir því og er oft uppfullur af skömm yfir sinni eigin hegðun, á meðan makinn vonast eftir því að skýring finnist og það góða sem í upphafi sambandsins ríkti, komi aftur. Afleiðingin getur því verið sú að það sem þarf að uppræta á sér margra ára sögu. „Ég hvet alla sem grunar að þeir eigi við vanda að stríða að hafa samband við Heimilisfrið og leita sér hjálpar. Við leggjum mikla áherslu á gott samband við okkar skjólstæðinga og okkar meðferð er einfaldlega eins löng og þörf er á. Í kjölfar meðferðar er okkar skjólstæðingum stundum vísað í hópatíma og alltaf í boði að koma í endurkomumeðferð,“ segir Þórunn og bætir við: „Í upphafi hjálpum við viðkomandi að horfast í augu við og stöðva ofbeldið sjálft en síðan tekur við tími þar sem við hjálpum viðkomandi að skoða og skilja sjálfan sig. Oftar en ekki þýðir þetta að við þurfum að horfa til fortíðar og búa til samhengi þannig að það sé hægt að sjá og skilja hvað í raun skýrir að viðkomandi fer að beita maka sinn ofbeldi.“ Þórunn segir að þótt áfallasaga sé langoftast partur af sögu gerenda, sé staðreyndin sú að í engum tilfellum teljist sú saga afsökun á ofbeldishegðuninni. „Við sem fullorðnir einstaklingar berum alltaf ábyrgð á því að bæta úr því sem við þurfum að bæta úr í okkar fari til þess að passa að ekkert í okkar hegðun eða samskiptum, valdi öðru fólki skaða.“ Hvað myndir þú ráðleggja fólki að gera ef það er til dæmis sjálft maki í ofbeldissambandi eða náinn vinur eða vinkona sem grunar að einhver þeim tengdur sé í ofbeldissambandi? Ég myndi alltaf segja mikilvægast að rjúfa þögnina því það er þögnin sem er besti vinur ofbeldisins og í þögninni þrífst og magnast ofbeldið. Og þótt þetta séu erfið mál og oft mikil skömm sem fylgir því fyrir báða aðila að viðurkenna ofbeldi í sínu sambandi, er ofbeldi alltaf bannað. Þannig að sama hver á í hlut er mikilvægt að rjúfa þögnina um ofbeldið, benda á og nota þau úrræði sem bjóðast , það er hjálp í boði.“
Fjölskyldumál Geðheilbrigði Góðu ráðin Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18. júní 2023 08:01 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18. júní 2023 08:01
Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01
Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01
Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“ „Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa. 14. maí 2023 08:01