Rannsóknarteyminu er ætlað að varpa ljós á hvað varð til þess að kafbáturinn féll saman en á sama tíma og meðlimir þess gengu um borð í Polar Prince sáust farþegar skipsins ganga frá borði.
Greint hefur verið frá því að meðal þeirra hafi verið nokkrir fjölskyldumeðlimir þeirra fimm sem fórust í slysinu.
Einnig sást til annars skips í sömu höfn í dag sem virtist hafa pramman sem Titan kafaði frá í eftirdragi.
Polar Prince tók þátt í leitinni að kafbátnum eftir að samband við farið rofnaði um það bil einni klukkustund og 45 mínútum eftir að það hóf förina að flakinu.
Brot úr Titan fundust á sjávarbotni á fimmtudag, um 500 metrum frá Titanic.
Yfirvöld í Kanada tilkynntu á föstudag að rannsókn hefði verið hafin á slysinu, sem miðaði meðal annars að því að kanna öryggismál og, eins og fyrr segir, hvað fór úrskeðis.
Í kjölfar slyssins hafa nokkrir einstaklingar með þekkingu á málinu stigið fram og greint frá langvarandi áhyggjum af öryggi Titan, meðal annars leikstjórinn og ævintýramaðurinn James Cameron.