Skipuð skrifstofustjóri menningar og fjölmiðla Magnús Jochum Pálsson og Atli Ísleifsson skrifa 26. júní 2023 10:32 Arna Kristín Einarsdóttir hefur verið skipuð skrifstofustjóri skrifstofu menningar- og fjölmiðla hjá menningarráðuneytinu. Vísir/GVA Arna Kristín Einarsdóttir, dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, hefur verið skipuð í embætti skrifstofustjóra menningar og fjölmiðla í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni. Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Það er Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sem skipar í stöðuna. Greint er frá ráðningunni á vef stjórnarráðsins. Staðan var auglýst laus til umsóknar 17. mars síðastliðin og bárust átján umsóknir um starfið, tveir drógu umsóknir sínar til baka. Skipa átti að í stöðuna mánaðamótin apríl-maí en það dróst fram í júní. Athygli vakti að meðal umsækjenda voru nokkrir menningarpáfar; Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salsins í Kópavogi; Þröstur Helgason, fyrrverandi dagskrárstjóri Rúv; Ari Matthíasson fyrrverandi þjóðleikhússtjóri og Laufey Guðjónsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. Skömmu áður en umsækjendalistinn birtist hafði ráðuneytið einmitt birt úrskurð frá árinu 2020 þar sem Laufey Guðjónsdóttir fékk ansi vonda umsögn. Þótti tímasetning birtingarinnar heldur óvenjuleg. Mikil reynsla úr Sinfóníunni Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Arna Kristín hafi verið valin í embættið að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og að hún taki við embættinu í haust. Þá segir einnig að Arna Kristín hafi lokið meistaranámi í flautuleik frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 1992, diplóma á meistarastigi í flautuleik frá Royal College of Music í Manchester á Englandi árið 1996, MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og diplóma í samningatækni og sáttamiðlun frá sama skóla árið 2017. „Arna Kristín starfar sem dagskrár- og skipulagsstjóri við Sinfóníuhljómsveit og tónlistarhús Gautaborgar, þjóðarhljómsveit Svíþjóðar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri þjóðarhljómsveitar Kanada í Ottawa frá 2019-2022. Þar áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) á árunum 2013-2019 og sem tónleikastjóri SÍ á árunum 2007-2013,“ segir í tilkynningunni. Ekki óumdeildur stjórnandi Arna Kristín hefur ekki verið óumdeild sem stjórnandi. Þegar hún var framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands komu upp ásakanir um óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni Árna Heimis Ingólfssonar, tónlistarstjóra Sinfóníunnar, en hún aðhafðist ekki í því máli. Bjarni Frímann Bjarnason, hljómsveitarstjóri, greindi frá því í færslu á Facebook í fyrra að þegar hann var sautján ára og Árni Heimir 35 ára þá hefði Árni nýtt sér yfirburðastöðu sem kennari Bjarna og brotið á honum kynferðislega. Bjarni sagðist ekki hafa viljað greina frá málinu á opinberum vettvangi vegna væntumþykju sinnar á Sinfóníunni en yfirhylmingin sem hann hefði þurft að þola frá stjórnendum, þar á meðal Örnu Kristínu, hafi neytt hann til þess. Bjarni skrifaði í færslu á Facebook um málið að hann hefði árið 2018 greint Örnu Kristínu, þáverandi framkvæmdastjóra Sinfóníunnar, frá brotunum en hún hefði ekkert aðhafst í málinu. „Ég greindi þáverandi framkvæmdastjóra SÍ, Örnu Kristínu Einarsdóttur, frá því að Árni Heimir hefði brotið á mér. Það krafðist mikils hugrekkis af minni hálfu að segja henni frá þessu enda hafði ég ekki opnað mig um þetta mál við aðra en mína allra nánustu á þeim tímapunkti. Hún aðhafðist ekkert annað í málinu en að stinga því undir stól,“ skrifaði hann í færslunni.
Vistaskipti Stjórnsýsla Menning Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira