Ekki getað aðhafst í máli Áslaugar Eiður Þór Árnason skrifar 26. júní 2023 15:47 Áslaug Ýr fékk að fara upp á svið á laugardag að athöfn lokinni. Hér er hún ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor, Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs og Gauta Kristmannssyni deildarforseta Íslensku- og menningardeildar. Aðsend Háskóli Íslands harmar að tilkynnt hafi verið að Áslaug Ýr Hjartardóttir væri ekki viðstödd brautskráningarathöfn skólans á laugardag og henni snúið frá sviðinu. Fulltrúar skólans hafi ekki verið upplýstir um stöðu mála og því ekki getað aðhafst. Áslaug Ýr, sem er lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól hefur lýst því hvernig annmarkar á skipulagningu brautskráningarinnar hafi orðið til þess að hún sat eftir í Laugardalshöll í stað þess að taka við skírteini sínu með samnemendum. Hún fékk síðar að fara upp á svið eftir að foreldrar hennar komu athugasemdum á framfæri, en þá fyrir tómum sal. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands biður Áslaugu og fjölskyldu hennar innilegrar afsökunar á atvikinu fyrir hönd skólans. „Við sem stóðum á sviðinu í Laugardagshöll vorum ekki upplýst og gátum því ekki aðhafst. Okkur þykir þetta afar leitt. Við munum fara yfir málin og ferlana í framhaldinu og leitast við að tryggja að svona gerist ekki aftur,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu. Jón bætir við að gert hafi verið ráð fyrir Áslaugu við skipulagningu athafnarinnar en mistök við framkvæmdina átt sér stað þegar kom að því að afhenda skírteinið. Jón óskar Áslaugu innilega til hamingju með að hafa útskrifast með bakkalársgráðu í almennri bókmenntafræði og segist hlakka til áframhaldandi náms hennar við Háskóla Íslands. Áslaug vill sjá breytingar Í samtali við Vísi í gær áréttaði Áslaug að hún hafi almennt verið ánægð með þá þjónustu og stuðning sem hún hafi fengið á meðan námi hennar stóð. Því hafi atburðarásin á laugardag komið henni í opna skjöldu og valdið henni miklu uppnámi. Þetta er í annað sinn sem Áslaug útskrifast frá Háskóla Íslands og gekk fyrri brautskráning hennar hnökralaust fyrir sig. Áslaug hefur kallað eftir því að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi brautskráningar hjá skólanum þar sem mikill fjöldi nemenda auki hættu á fljótfærni og hvimleiðum mistökum sem þessum. Aðspurður hvort hann taki undir þetta segir rektor að stjórnendur skólans fari sífellt yfir hvað gera megi betur fara við brautskráningarathafnirnar og muni skoða þennan þátt sérstaklega. Gert ómögulegt að átta sig á aðstæðum Áslaug hefur greint frá því að henni hafi verið úthlutað plássi langt frá rampinum sem hún þurfti að nota til að komast upp á svið í Laugardalshöll og ekki fengið að hafa hjá sér túlka sem hún þekki vel og hafi reynslu af þeirri sértæku umhverfistúlkun sem hún hafi þörf á. Þá hafi túlkarnir sem hún fékk veitt henni óljósar upplýsingar og ekki fylgt henni í röðina sem leiddi upp á svið. Því hafi verið ómögulegt fyrir Áslaugu að átta sig á aðstæðum. „Þegar ég loks komst að rampinum var búið að kalla nafnið mitt án þess að ég vissi og ég heyrði ekki heldur tilkynnt að ég væri fjarverandi. Í stað þess að gefa mér ráðrúm til að koma mér upp á svið á mínum forsendum hélt deildarstjóri bara áfram að þylja upp nöfn. Ég sat þolinmóð eftir við rampinn og beið eftir að tekið yrði eftir mér eða að túlkarnir kæmu og létu mig vita hvað væri að gerast, en svo var ekki.“ Áslaug segir að ekkert starfsfólk hafi gripið þar inn í til að leiðrétta mistökin þó að það lægi fyrir að um fatlaðan nemanda væri að ræða. „Það hefði vel verið hægt að leysa þetta strax ef vilji hefði verið til staðar. Þetta voru triggerandi aðstæður sem ég þekki allt of vel, og þegar mér varð loks ljóst að ég fengi ekki að fara á svið og taka við skírteininu var orðið of seint – ég treysti mér ekki lengur á sviðið og gekk einfaldlega út, grátandi. Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann.“ Áslaug hefur verið nokkuð áberandi í réttindabaráttu sinni á síðustu árum og var til að mynda fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi. Þá stefndi hún íslenska ríkinu þegar henni var hafnað um endurgjaldslausa túlkaþjónustu í tengslum við þátttöku hennar í sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni í Svíþjóð. Háskólar Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Áslaug er fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. 22. febrúar 2020 21:15 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn fer því í loftið á Vísi. 15. september 2017 21:11 Þvinguð á fund, félagslega einangruð og vansæl í grunnskóla Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði blogg um reynslu sína af grunnskólaárunum og vandar skólanum sem hún gekk í ekki kveðjurnar. 18. febrúar 2018 23:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Áslaug Ýr, sem er lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól hefur lýst því hvernig annmarkar á skipulagningu brautskráningarinnar hafi orðið til þess að hún sat eftir í Laugardalshöll í stað þess að taka við skírteini sínu með samnemendum. Hún fékk síðar að fara upp á svið eftir að foreldrar hennar komu athugasemdum á framfæri, en þá fyrir tómum sal. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands biður Áslaugu og fjölskyldu hennar innilegrar afsökunar á atvikinu fyrir hönd skólans. „Við sem stóðum á sviðinu í Laugardagshöll vorum ekki upplýst og gátum því ekki aðhafst. Okkur þykir þetta afar leitt. Við munum fara yfir málin og ferlana í framhaldinu og leitast við að tryggja að svona gerist ekki aftur,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu. Jón bætir við að gert hafi verið ráð fyrir Áslaugu við skipulagningu athafnarinnar en mistök við framkvæmdina átt sér stað þegar kom að því að afhenda skírteinið. Jón óskar Áslaugu innilega til hamingju með að hafa útskrifast með bakkalársgráðu í almennri bókmenntafræði og segist hlakka til áframhaldandi náms hennar við Háskóla Íslands. Áslaug vill sjá breytingar Í samtali við Vísi í gær áréttaði Áslaug að hún hafi almennt verið ánægð með þá þjónustu og stuðning sem hún hafi fengið á meðan námi hennar stóð. Því hafi atburðarásin á laugardag komið henni í opna skjöldu og valdið henni miklu uppnámi. Þetta er í annað sinn sem Áslaug útskrifast frá Háskóla Íslands og gekk fyrri brautskráning hennar hnökralaust fyrir sig. Áslaug hefur kallað eftir því að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi brautskráningar hjá skólanum þar sem mikill fjöldi nemenda auki hættu á fljótfærni og hvimleiðum mistökum sem þessum. Aðspurður hvort hann taki undir þetta segir rektor að stjórnendur skólans fari sífellt yfir hvað gera megi betur fara við brautskráningarathafnirnar og muni skoða þennan þátt sérstaklega. Gert ómögulegt að átta sig á aðstæðum Áslaug hefur greint frá því að henni hafi verið úthlutað plássi langt frá rampinum sem hún þurfti að nota til að komast upp á svið í Laugardalshöll og ekki fengið að hafa hjá sér túlka sem hún þekki vel og hafi reynslu af þeirri sértæku umhverfistúlkun sem hún hafi þörf á. Þá hafi túlkarnir sem hún fékk veitt henni óljósar upplýsingar og ekki fylgt henni í röðina sem leiddi upp á svið. Því hafi verið ómögulegt fyrir Áslaugu að átta sig á aðstæðum. „Þegar ég loks komst að rampinum var búið að kalla nafnið mitt án þess að ég vissi og ég heyrði ekki heldur tilkynnt að ég væri fjarverandi. Í stað þess að gefa mér ráðrúm til að koma mér upp á svið á mínum forsendum hélt deildarstjóri bara áfram að þylja upp nöfn. Ég sat þolinmóð eftir við rampinn og beið eftir að tekið yrði eftir mér eða að túlkarnir kæmu og létu mig vita hvað væri að gerast, en svo var ekki.“ Áslaug segir að ekkert starfsfólk hafi gripið þar inn í til að leiðrétta mistökin þó að það lægi fyrir að um fatlaðan nemanda væri að ræða. „Það hefði vel verið hægt að leysa þetta strax ef vilji hefði verið til staðar. Þetta voru triggerandi aðstæður sem ég þekki allt of vel, og þegar mér varð loks ljóst að ég fengi ekki að fara á svið og taka við skírteininu var orðið of seint – ég treysti mér ekki lengur á sviðið og gekk einfaldlega út, grátandi. Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann.“ Áslaug hefur verið nokkuð áberandi í réttindabaráttu sinni á síðustu árum og var til að mynda fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi. Þá stefndi hún íslenska ríkinu þegar henni var hafnað um endurgjaldslausa túlkaþjónustu í tengslum við þátttöku hennar í sumarbúðum fyrir daufblind ungmenni í Svíþjóð.
Háskólar Málefni fatlaðs fólks Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Áslaug er fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. 22. febrúar 2020 21:15 Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00 Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn fer því í loftið á Vísi. 15. september 2017 21:11 Þvinguð á fund, félagslega einangruð og vansæl í grunnskóla Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði blogg um reynslu sína af grunnskólaárunum og vandar skólanum sem hún gekk í ekki kveðjurnar. 18. febrúar 2018 23:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Áslaug er fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. 22. febrúar 2020 21:15
Áslaug Ýr tapaði í Hæstarétti: Ekki talin eiga rétt á túlkaþjónustu Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms í máli Áslaugu Ýrar Hjartardóttur. Hún haðfi krafist þess að viðurkennd yrði beiðni hennar um túlkaþjónustu í sumarbúðum í Svíþjóð. 9. nóvember 2017 18:00
Safnað fyrir túlkaþjónustu fyrir Áslaugu Ýr í Crossfit Vegna stjórnarslitanna féll Ísland í dag niður á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn fer því í loftið á Vísi. 15. september 2017 21:11
Þvinguð á fund, félagslega einangruð og vansæl í grunnskóla Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði blogg um reynslu sína af grunnskólaárunum og vandar skólanum sem hún gekk í ekki kveðjurnar. 18. febrúar 2018 23:00