Það var líf og fjör í Hólminum á Dönskum dögum Bylgjulestin 27. júní 2023 15:12 Bylgjulestin mætti í Stykkishólm síðasta laugardag. Lestarstjórarnir Erna Hrönn og Ómar Úlfur voru í beinni útsendinug á Bylgjunni og tóku m.a. á móti góðum gestum. Meðal gesta voru þeir Jón Arnór og Baldur sem tóku lagið. Bylgjulestin mætti í Stykkishólm síðasta laugardag. Mikið var um að vera í bænum um helgina en þá fór fram bæjarhátíðin Danskir dagar auk þess sem Landsmót 50+ var haldið á sama tíma. Lestarstjórarnir Erna Hrönn og Ómar Úlfur komu sér vel fyrir við Norska húsið, sem er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, þar sem þau voru í beinni útsendingu á Bylgjunni milli kl. 12 til 16. „Það var mikið líf og fjör var í Hólminum á Dönskum dögum og virkilega gaman að fá að taka þátt í þessari rótgrónu hátíð,“ segir Erna Hrönn. „Veðrið lék við okkur og skemmtileg stemning myndaðist í kringum Bylgjulestina þar sem við fengum frábæra viðmælendur og áhugasama hlustendur í heimsókn. Þar sem Landsmótið fyrir 50 ára og eldri var haldið sömu helgi var algjörlega frábært að upplifa gleðina í kringum það.“ Jakob Björgvin S. Jakobsson bæjarstjóri mætti í spjall til Eru Hrannar og Ómars Úlfs. Hún segir einstakt að heimsækja bæinn yfir sumartímann. „Fyrir það fyrsta er Stykkishólmur með gríðarlega fallegt bæjarstæði sem gaman er að heimsækja. Við röltum upp á Súgandisey og útsýnið yfir bæinn og eyjarnar var ólýsanlega fallegt.“ Veðrið lék við lestarstjórana Ernu Hrönn og Ómar Úlf sem komu sér vel fyrir við Norska húsið. Þau höfðu því miður ekki tíma til að fara í eyjasiglingu en hún bíður klárlega betri tíma að hennar sögn. „Við kynntumst hins vegar matarmenningunni og Ómar pantaði sér fisk af matseðli í fyrsta sinn á ævinni. Sjávarfangið var eins ferskt og það getur verið og gaman að smakka bláskel og hörpuskel nánast beint upp úr sjónum.“ Ómar pantaði sér fisk af matseðli í fyrsta sinn á ævinni og var rétturinn ógleymanlegur. Það kom þeim báðum á óvart hversu stutt er að rúlla í Hólminn úr borginni. „Það er því tilvalið að gera sér ferð hingað í sumar og fá sér gott að borða, jafnvel bara sunnudagsrúnt með fjölskyldunni.“ Fjölmargir góðir gestir kíktu í heimsókn til Ernu Hrannar og Ómars Úlfs.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonMynd/Sumarliði ÁsgeirssonMynd/Sumarliði ÁsgeirssonMynd/Sumarliði ÁsgeirssonMynd/Sumarliði Ásgeirsson Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum voru á staðnum og boðið var upp á sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð, brúðuleikhús og margt fleira. Samstarfsaðilar Bylgjunnar settu upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mættu fengu gjafapoka. Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Næsti viðkomustaður Bylgjulestarinnar er Akranes en þar verður hún laugardaginn 1. júlí. Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar. Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
Lestarstjórarnir Erna Hrönn og Ómar Úlfur komu sér vel fyrir við Norska húsið, sem er Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, þar sem þau voru í beinni útsendingu á Bylgjunni milli kl. 12 til 16. „Það var mikið líf og fjör var í Hólminum á Dönskum dögum og virkilega gaman að fá að taka þátt í þessari rótgrónu hátíð,“ segir Erna Hrönn. „Veðrið lék við okkur og skemmtileg stemning myndaðist í kringum Bylgjulestina þar sem við fengum frábæra viðmælendur og áhugasama hlustendur í heimsókn. Þar sem Landsmótið fyrir 50 ára og eldri var haldið sömu helgi var algjörlega frábært að upplifa gleðina í kringum það.“ Jakob Björgvin S. Jakobsson bæjarstjóri mætti í spjall til Eru Hrannar og Ómars Úlfs. Hún segir einstakt að heimsækja bæinn yfir sumartímann. „Fyrir það fyrsta er Stykkishólmur með gríðarlega fallegt bæjarstæði sem gaman er að heimsækja. Við röltum upp á Súgandisey og útsýnið yfir bæinn og eyjarnar var ólýsanlega fallegt.“ Veðrið lék við lestarstjórana Ernu Hrönn og Ómar Úlf sem komu sér vel fyrir við Norska húsið. Þau höfðu því miður ekki tíma til að fara í eyjasiglingu en hún bíður klárlega betri tíma að hennar sögn. „Við kynntumst hins vegar matarmenningunni og Ómar pantaði sér fisk af matseðli í fyrsta sinn á ævinni. Sjávarfangið var eins ferskt og það getur verið og gaman að smakka bláskel og hörpuskel nánast beint upp úr sjónum.“ Ómar pantaði sér fisk af matseðli í fyrsta sinn á ævinni og var rétturinn ógleymanlegur. Það kom þeim báðum á óvart hversu stutt er að rúlla í Hólminn úr borginni. „Það er því tilvalið að gera sér ferð hingað í sumar og fá sér gott að borða, jafnvel bara sunnudagsrúnt með fjölskyldunni.“ Fjölmargir góðir gestir kíktu í heimsókn til Ernu Hrannar og Ómars Úlfs.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonMynd/Sumarliði ÁsgeirssonMynd/Sumarliði ÁsgeirssonMynd/Sumarliði ÁsgeirssonMynd/Sumarliði Ásgeirsson Geggjaðir matarvagnar frá Götubitanum voru á staðnum og boðið var upp á sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð, brúðuleikhús og margt fleira. Samstarfsaðilar Bylgjunnar settu upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mættu fengu gjafapoka. Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Næsti viðkomustaður Bylgjulestarinnar er Akranes en þar verður hún laugardaginn 1. júlí. Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.
Bylgjan Bylgjulestin Ferðalög Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira