Tveir sigrar gegn Norðmönnum í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júní 2023 17:29 Tinna Guðrún átti góðan leik fyrir Ísland í dag. Vísir / Hulda Margrét U-20 ára landslið kvenna og U-18 ára lið karla unnu í dag tvo sigra á Noregi á Norðurlandamótinu sem fram fer í Södertälje í Svíþjóð. Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu en bæði liðin leika leiki sína í Södertälje sem er úthverfi sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms. Leikur U-20 ára liðs kvenna gegn Noregi var æsispennandi. Ísland var fjórum stigum yfir í hálfleik 34-30 og leiddi með fimm stigum áður en lokafjórðungurinn hófst. Agnes María Svansdóttir lék vel í dag.Vísir/Hulda Margrét Það bitu norsku stúlkurnar frá sér og tókst að jafna metin með þriggja stiga körfu 43 sekúndum fyrir leikslok. Það varð því að framlengja og þar var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Íslenska liðið skoraði tíu stig gegn engu í framlengingunni og unnu að lokum 84-74 sigur. Agnes María Svansdóttir skoraði 18 stig fyrir Ísland og Tinna Guðrún Alexandersdóttir kom næst með 17 stig. Eva Wium Elíasdóttir skoraði 15 stig og Elísabeth Ýr Ægisdóttir 14. Fyrirliðinn Vilborg Jónsdóttir gaf hvorki fleiri né færri en 16 stoðsendingar í leiknum. Stelpurnar mæta næst liði Dana á fimmtudag sem steinlágu gegn Finnum í dag. Öruggt hjá strákunum U-18 ára lið Íslands í karlaflokki mætti einnig Norðmönnum í dag. Þar var ekki eins mikil spenna því íslensku strákarnir unnu öruggan þrjátíu og þriggja stiga sigur. Íslenska liðið var komið með sextán stiga forystu í hálfleik og stigu ekki af bensíngjöfinni í síðari hálfleiknum. Lokatölur 93-60 og óhætt að segja að strákarnir byrji vel á mótinu í Svíþjóð. Kristján Fannar Ingólfsson var stigahæstur hjá Íslandi með 20 stig og Birkir Hrafn Eyþórsson kom næstur með 16 stig. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Eistlandi á morgun. Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu en bæði liðin leika leiki sína í Södertälje sem er úthverfi sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms. Leikur U-20 ára liðs kvenna gegn Noregi var æsispennandi. Ísland var fjórum stigum yfir í hálfleik 34-30 og leiddi með fimm stigum áður en lokafjórðungurinn hófst. Agnes María Svansdóttir lék vel í dag.Vísir/Hulda Margrét Það bitu norsku stúlkurnar frá sér og tókst að jafna metin með þriggja stiga körfu 43 sekúndum fyrir leikslok. Það varð því að framlengja og þar var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda. Íslenska liðið skoraði tíu stig gegn engu í framlengingunni og unnu að lokum 84-74 sigur. Agnes María Svansdóttir skoraði 18 stig fyrir Ísland og Tinna Guðrún Alexandersdóttir kom næst með 17 stig. Eva Wium Elíasdóttir skoraði 15 stig og Elísabeth Ýr Ægisdóttir 14. Fyrirliðinn Vilborg Jónsdóttir gaf hvorki fleiri né færri en 16 stoðsendingar í leiknum. Stelpurnar mæta næst liði Dana á fimmtudag sem steinlágu gegn Finnum í dag. Öruggt hjá strákunum U-18 ára lið Íslands í karlaflokki mætti einnig Norðmönnum í dag. Þar var ekki eins mikil spenna því íslensku strákarnir unnu öruggan þrjátíu og þriggja stiga sigur. Íslenska liðið var komið með sextán stiga forystu í hálfleik og stigu ekki af bensíngjöfinni í síðari hálfleiknum. Lokatölur 93-60 og óhætt að segja að strákarnir byrji vel á mótinu í Svíþjóð. Kristján Fannar Ingólfsson var stigahæstur hjá Íslandi með 20 stig og Birkir Hrafn Eyþórsson kom næstur með 16 stig. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Eistlandi á morgun.
Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti