Bjarni segir erfitt að spá fyrir um framtíð stjórnarsamstarfsins Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2023 20:01 Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja báðir að ákvörðun um hvalveiðibann hefði þurft að taka fyrir á Alþingi. Vísir/Vilhelm Nú ásama tíma og fylgi stjórnarflokkanna hefur aldrei mælst minna ríkir mikil óvissa um framtíð stjórnarsamstarfsins vegna deilna um tímabundið hvalveiðibann ofan á mjög ólíkar áherslur í málefnum útlendinga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum hafi brugðið við ákvörðun Svandísar Svarsdóttur matvælaráðherra og hann væri ekki sáttur við hana. Bjarni Benediktsson segir það ekki hafa verið tekið upp í stjórnarsáttmála að Íslendingar hættu hvalveiðum.Vísir/Vilhelm „Ég hef á tilfinningunni að þetta snúist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar. Þetta snýst í mínum huga að verulegu leyti um að fólk er á móti því að veiða hvali. Það ræddum við þegar við mynduðum ríkisstjórnina. Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva hvalveiðar og ég var á móti því. Ég hafnaði því að það yrði upplegg þessarar ríkisstjórnar,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að sett hefðu verið lög um velferð dýra. Katrín Jakobsdóttir segir matvælaráðherra hafa orðið að bregðast við skýrslu fagráðs um velferð villtra dýra.Vísir/Vilhelm „Það er ráðist í eftirlit samkvæmt reglugerð sem sýnir ákveðna þætti. Það er fjallað um það í fagráði. Það tekur þennan tíma. Þetta álit skilar sér ekki fyrr en tiltölulega seint. Það hafa verið einhverjar vangaveltur um hvers vegna það kom svo seint og hvaða ástæður eru fyrir því. Þannig er staðan og þá segi ég hvað á ráðherrann að gera annað en að bregðast við því áliti,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefði kosið að álit fagráðs hefði verið sent til frekari skoðunar. Ákvörðun matvælaráðherra snúist í raun um að hætta hvalveiðum þar sem ekki væri hægt að bæta aðferðina við veiðarnar. Sigurður Ingi Jóhannsson segir að taka hefði tillögu um hvalveiðibann á Alþingi, því í raun snúist málið um hvort Íslendingar ætli að veiða hval eða ekki.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að áhrifin eru auðvitað umtalsverð á stóran hóp fólks. En þetta hefur líka áhrif á þá stefnu sem við höfum haft í nýtingu á auðlindum hafsins óbeint og þessi ákvörðun er ekki grundvölluð á því. Þannig að það hefði verið eðlilegra að taka þá umræðu inni í þinginu,“ sagði Sigurði Ingi. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur og við erum ósátt við niðurstöðuna,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurðir Ingi var á svipuðum nótum. Formenn stjórnarflokkanna mættu í beina útsendingu í Pallborðinu snemma í morgun áður en reglulegur ríkisstjórnarfundur hófst.Vísir/Vilhelm „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrir fram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinnum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 27. júní 2023 13:23 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum hafi brugðið við ákvörðun Svandísar Svarsdóttur matvælaráðherra og hann væri ekki sáttur við hana. Bjarni Benediktsson segir það ekki hafa verið tekið upp í stjórnarsáttmála að Íslendingar hættu hvalveiðum.Vísir/Vilhelm „Ég hef á tilfinningunni að þetta snúist ekki bara um aðferðafræðina við veiðarnar. Þetta snýst í mínum huga að verulegu leyti um að fólk er á móti því að veiða hvali. Það ræddum við þegar við mynduðum ríkisstjórnina. Við ræddum það sérstaklega hvort flokkarnir gætu verið sammála um að stöðva hvalveiðar og ég var á móti því. Ég hafnaði því að það yrði upplegg þessarar ríkisstjórnar,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna minnti á að sett hefðu verið lög um velferð dýra. Katrín Jakobsdóttir segir matvælaráðherra hafa orðið að bregðast við skýrslu fagráðs um velferð villtra dýra.Vísir/Vilhelm „Það er ráðist í eftirlit samkvæmt reglugerð sem sýnir ákveðna þætti. Það er fjallað um það í fagráði. Það tekur þennan tíma. Þetta álit skilar sér ekki fyrr en tiltölulega seint. Það hafa verið einhverjar vangaveltur um hvers vegna það kom svo seint og hvaða ástæður eru fyrir því. Þannig er staðan og þá segi ég hvað á ráðherrann að gera annað en að bregðast við því áliti,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefði kosið að álit fagráðs hefði verið sent til frekari skoðunar. Ákvörðun matvælaráðherra snúist í raun um að hætta hvalveiðum þar sem ekki væri hægt að bæta aðferðina við veiðarnar. Sigurður Ingi Jóhannsson segir að taka hefði tillögu um hvalveiðibann á Alþingi, því í raun snúist málið um hvort Íslendingar ætli að veiða hval eða ekki.Vísir/Vilhelm „Vegna þess að áhrifin eru auðvitað umtalsverð á stóran hóp fólks. En þetta hefur líka áhrif á þá stefnu sem við höfum haft í nýtingu á auðlindum hafsins óbeint og þessi ákvörðun er ekki grundvölluð á því. Þannig að það hefði verið eðlilegra að taka þá umræðu inni í þinginu,“ sagði Sigurði Ingi. Framvinda þessa máls, Bjarni, skiptir hún máli varðandi framtíð stjórnarsamstarfsins? „Ég skal bara ekkert segja til um það á þessum tímapunkti. Mér finnst þetta ekki vera gott innlegg inn í stjórnarsamstarfið á þessum tímapunkti. Mér finnst aðdragandinn ekki vera ásættanlegur og við erum ósátt við niðurstöðuna,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurðir Ingi var á svipuðum nótum. Formenn stjórnarflokkanna mættu í beina útsendingu í Pallborðinu snemma í morgun áður en reglulegur ríkisstjórnarfundur hófst.Vísir/Vilhelm „Það skiptir auðvitað máli hvernig við nálgumst annars vegar einstaka ákvarðanir sem fyrir fram er vitað að séu umdeildar og síðan hvernig við auðvitað vinnum úr þeim í framhaldinu. Þetta mál er eitt þeirra,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í heild:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 27. júní 2023 13:23 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. 27. júní 2023 13:23
„Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15