Enski boltinn

Car­lo Ancelotti og E­ver­ton sættust utan réttar­salarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti frá tíma sínum sem knattspyrnustjóri Everton.
Carlo Ancelotti frá tíma sínum sem knattspyrnustjóri Everton. Getty/Charlotte Wilson

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur hætt við að fara með mál sitt gegn Everton fyrir dómstóla.

Ancelotti og Everton náðu samkomulagi utan réttarsalarins og þar með hefur málið verið lagt niður.

John Mehrzad, lögfræðingur Ancelotti, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfestir fréttirnar. Hann segir að Ancelotti beri mikla virðingu fyrir og hafi sterka tengingu við stuðningsmenn Everton. Hann óski líka félaginu alls hins besta í framtíðinni.

Ancelotti hafði höfðað málið gegn Everton vegna vanefnda frá því að hann var knattspyrnustjóri félagsins frá desember 2019 til júní 2021.

Efni kærunnar kom ekki fram opinberlega en átti að koma fram í dagsljósið í réttarhöldunum en nú ekkert verður af því.

Ancelotti tók við Real Madrid eftir að hann hætti hjá Everton og hefur síðan unnið fjóra stóra titla með félaginu eða spænsku deildina 2022, heimsmeistarakeppni félagsliða 2022, spænska bikarinn 2023 og Meistaradeildina 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×