Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 15:19 Endurskipulagning ráðuneyta þegar ný ríkisstjórn kom sér fyrir á stólum sínum þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við fyrir um tveimur árum kostar sitt. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt sitt að mörkum við að fjölga starfsfólki ráðuneytanna. vísir/ívar fannar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10