Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 15:19 Endurskipulagning ráðuneyta þegar ný ríkisstjórn kom sér fyrir á stólum sínum þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við fyrir um tveimur árum kostar sitt. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt sitt að mörkum við að fjölga starfsfólki ráðuneytanna. vísir/ívar fannar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10