Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 15:19 Endurskipulagning ráðuneyta þegar ný ríkisstjórn kom sér fyrir á stólum sínum þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við fyrir um tveimur árum kostar sitt. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt sitt að mörkum við að fjölga starfsfólki ráðuneytanna. vísir/ívar fannar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent