Lífið

Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akra­nesi

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Líf Lárusdóttir, formaður bæjarráðs Akraness, segir hátíðarhöldin hafa gengið vel og að veðrið leiki við gesti. 
Líf Lárusdóttir, formaður bæjarráðs Akraness, segir hátíðarhöldin hafa gengið vel og að veðrið leiki við gesti. 

Veðrið leikur við gesti á Írskum dögum á Akranesi sem settir voru í tuttugasta og fjórða sinn á fimmtudaginn og nær hápunkti í kvöld. Formaður bæjarráðs segir hátíðarhöld hafa gengið vel, bærinn sé fullur af fólki og tjaldsvæðið fullt.

Dagskráin á Akranesi hefur verið þétt frá því á fimmtudagsmorgun en henni lýkur formlega annað kvöld. Líf Lárusdóttir, formaður bæjarráðs Akraness, segir töfra fylgja hátíðinni. „Við höfum stundum hlegið að því það er eins og það séu einhverjir töfrar sem gerast. Sérstaklega á föstudagskvöldinu þegar við erum með götugrillin og það safnast saman íbúar í götugrillum víðast hvar, búnir að skreyta og það virðist ekki klikka með veðrið. Sólin lét sjá sig í gærkvöldi, kærkomið og veðrið eins og það er núna í dag lítur þetta vel út. Spáin lítur vel út fyrir kvöldið,“ segir Líf.

Hátíðarhöldin nái hápunkti í kvöld þegar brekkusöngurinn fer fram og í kjölfarið lopapeysuballið.  Að sögn Lífar er von á fjölda gesta á ballið, það sé jú rúsínan í pylsuendanum á Írskum dögum. „Svo er rosa mikil dagskrá í gangi allan daginn, í dag og aftur á morgun þannig að það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi á Akranesi um helgina,“ segir hún jafnframt. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×