Enski boltinn

Eddie Howe hrifinn af Herði Björgvini

Jón Már Ferro skrifar
Eddie Howe kom til Íslands, ferðaðist um og sá íslenska landsliðið í fótbolta spila á Laugardalsvelli.
Eddie Howe kom til Íslands, ferðaðist um og sá íslenska landsliðið í fótbolta spila á Laugardalsvelli. Vísir/Getty

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir að ef Hörður Björgvin væri yngri hefði hann mögulega keypt Hörð til Newcastle.

Howe var hrifinn af Herði í landsleik Íslands gegn, annaðhvort Portúgal eða Slóvakíu. Hann sá liðið spila á Laugardalsvelli og skoðaði tölfræði leikmanna. Að mati Howe voru tölur Harðar á þeim staðli sem þarf til að spila í ensku úrvalsdeildinni. 

Þetta kom fram í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu fyrr í dag. Það var Tómas Þór Þórðarsson, þáttastjórnandi og lýsandi, sem sagði frá þessu. 

Landsleikurinn var ekki það eina sem hann gerði á Íslandi. Hann fór meðal annars á Gullfoss og Geysi, sem er kannski ekki frásögu færandi nema að hann fór í rútu. Þrátt fyrir að eiga eflaust nóg af peningum þá var Howe ekki að eyða pening í dýran bílaleigubíl heldur ferðaðist um á leigubíl. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×