Körfubolti

Tinna Guðrún lék á als oddi þegar Ísland náði í brons

Hjörvar Ólafsson skrifar
Íslenska liðið stóð sig vel í Svíþjóð
Íslenska liðið stóð sig vel í Svíþjóð Mynd/KKÍ

Ís­lenska U20-ára landsliðið í körfu­bolta bar sigurorð af Dan­mörku, 73-52, þegar liðin áttust við í leiknum þar sem barist var um bronsverðlaun á Norður­landa­mót­inu sem fram fór í Södertälje í Svíþjóð í morg­un.

Tinna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir, leikmaður Hauka, var frábær hjá íslenska liðinu í þessum leik en Tinna Guðrún skoraði 31 stig.

Njarðvíkingurinn Vil­borg Jóns­dótt­ir, sem var fyr­irliði ís­lenska liðsins á mótinu, lagði einnig þung lóð á vogarskálina í þessum sigri en hún setti niður 19 stig, tók átta frá­köst og gaf átta stoðsend­ing­ar.

Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum strax í upphafi leiksins en liðið var 15 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og svo 23 stigum yfir í hálfleik. Eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og niðurstaðan sannfærandi sigur 21 stigs sigur hjá Íslandi. 

Elísabeth Ýr Ægisdóttir, sem spilar fyrir Hauka, var valin í úrvalslið mótsins að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×