Verstappen í sérflokki í Austurríki Smári Jökull Jónsson skrifar 2. júlí 2023 18:46 Verstappen stóð efstur á palli eftir keppni dagsins. Vísir/Getty Max Verstappen kom, sá og sigraði í Formúlu 1 keppnum helgarinnar. Hann stóð uppi sem sigurvegari í kappakstri dagsins og er langefstur í keppni ökumanna. Max Verstappen hefur verið í sérflokki Formúlu 1 síðustu misserin. Í gær vann hann sigur í sprettakstri og tryggði sér 8 stig í keppni ökuþóra Formúlunnar. Í dag var síðan komið að aðalhluta keppninnar. Þar var það að sjálfsögðu Vestappen sem varð hlutskarpastur. Hann kom fyrstur í mark en Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, varð annar. Sergio Perez, félagi Verstappen hjá Red Bull, varð í þriðja sæti. Þar sem Verstappen náði einnig hraðasta hringnum í kappakstri dagsins náði hann hámarksstigafjölda um helgina og jók því enn á forskot sitt í keppni ökumanna. Hann er langefstur með 229 stig en Perez er í öðru sæti með 148. Þetta þýðir auðvitað að lið Red Bull er með örugga forystu í keppni bílaframleiðanda. Þeir eru með 377 stig í efsta sæti, Mercedes í öðru með 178 stig og Aston Martin í því þriðja með 172 stig. Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Verstappen hefur verið í sérflokki Formúlu 1 síðustu misserin. Í gær vann hann sigur í sprettakstri og tryggði sér 8 stig í keppni ökuþóra Formúlunnar. Í dag var síðan komið að aðalhluta keppninnar. Þar var það að sjálfsögðu Vestappen sem varð hlutskarpastur. Hann kom fyrstur í mark en Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, varð annar. Sergio Perez, félagi Verstappen hjá Red Bull, varð í þriðja sæti. Þar sem Verstappen náði einnig hraðasta hringnum í kappakstri dagsins náði hann hámarksstigafjölda um helgina og jók því enn á forskot sitt í keppni ökumanna. Hann er langefstur með 229 stig en Perez er í öðru sæti með 148. Þetta þýðir auðvitað að lið Red Bull er með örugga forystu í keppni bílaframleiðanda. Þeir eru með 377 stig í efsta sæti, Mercedes í öðru með 178 stig og Aston Martin í því þriðja með 172 stig.
Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira