Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2023 11:50 Jón Guðni tók við starfi bankastjóra í síðustu viku, eftir að Birna Einarsdóttir lét af störfum. Vísir/Vilhelm Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa nú látið af störfum eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum bankans við sölu á hlutum í honum í útboði bankans í fyrra. Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2019, lét í gær af störfum. Á laugardag lét Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, af störfum og í síðustu viku sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri, upp. „Með þessu erum við búin að klára þær breytingar sem við teljum rétt að gera. Við fórum vel yfir þetta mál og þetta er það fyrsta sem ég skoðaði. Með þessu hafa allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað ábyrgð,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Hann segir að samið hafi verið um starfslok Ásmundar og Atla Rafns og megi því segja að starfslokin hafi verið af beggja frumkvæði. Aðrar starfsmannabreytingar hafi ekki orðið. „Eins og er bent á í skýrslunni voru klárlega mistök í framkvæmd þessarar sölu. Ef einn starfsmaður gerir mistök eru mistökin hans. Ef hópur starfsmanna gerir mistök er það klárt að það eru stjórnendur sem bera ábyrgðina. Eins og ég sagði áðan er enginn þeirra stjórnenda sem kom að verkinu enn í sínum störfum og hafa því axlað sína ábyrgð,“ segir Jón Guðni. Nú verði farið í að undirbúa aðrar úrbætur og greint frá þeim á hluthafafundi 28. júlí, sem verður opinn öllum í streymi. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03 Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa nú látið af störfum eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum bankans við sölu á hlutum í honum í útboði bankans í fyrra. Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2019, lét í gær af störfum. Á laugardag lét Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, af störfum og í síðustu viku sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri, upp. „Með þessu erum við búin að klára þær breytingar sem við teljum rétt að gera. Við fórum vel yfir þetta mál og þetta er það fyrsta sem ég skoðaði. Með þessu hafa allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað ábyrgð,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Hann segir að samið hafi verið um starfslok Ásmundar og Atla Rafns og megi því segja að starfslokin hafi verið af beggja frumkvæði. Aðrar starfsmannabreytingar hafi ekki orðið. „Eins og er bent á í skýrslunni voru klárlega mistök í framkvæmd þessarar sölu. Ef einn starfsmaður gerir mistök eru mistökin hans. Ef hópur starfsmanna gerir mistök er það klárt að það eru stjórnendur sem bera ábyrgðina. Eins og ég sagði áðan er enginn þeirra stjórnenda sem kom að verkinu enn í sínum störfum og hafa því axlað sína ábyrgð,“ segir Jón Guðni. Nú verði farið í að undirbúa aðrar úrbætur og greint frá þeim á hluthafafundi 28. júlí, sem verður opinn öllum í streymi.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03 Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34
„Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03
Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent