Starfsmannabreytingum hjá Íslandsbanka vegna útboðsins lokið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2023 11:50 Jón Guðni tók við starfi bankastjóra í síðustu viku, eftir að Birna Einarsdóttir lét af störfum. Vísir/Vilhelm Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið. Greint verði frá frekari úrbótum á starfsemi bankans á hluthafafundi í lok mánaðar. Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa nú látið af störfum eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum bankans við sölu á hlutum í honum í útboði bankans í fyrra. Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2019, lét í gær af störfum. Á laugardag lét Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, af störfum og í síðustu viku sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri, upp. „Með þessu erum við búin að klára þær breytingar sem við teljum rétt að gera. Við fórum vel yfir þetta mál og þetta er það fyrsta sem ég skoðaði. Með þessu hafa allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað ábyrgð,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Hann segir að samið hafi verið um starfslok Ásmundar og Atla Rafns og megi því segja að starfslokin hafi verið af beggja frumkvæði. Aðrar starfsmannabreytingar hafi ekki orðið. „Eins og er bent á í skýrslunni voru klárlega mistök í framkvæmd þessarar sölu. Ef einn starfsmaður gerir mistök eru mistökin hans. Ef hópur starfsmanna gerir mistök er það klárt að það eru stjórnendur sem bera ábyrgðina. Eins og ég sagði áðan er enginn þeirra stjórnenda sem kom að verkinu enn í sínum störfum og hafa því axlað sína ábyrgð,“ segir Jón Guðni. Nú verði farið í að undirbúa aðrar úrbætur og greint frá þeim á hluthafafundi 28. júlí, sem verður opinn öllum í streymi. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03 Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá Íslandsbanka hafa nú látið af störfum eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum bankans við sölu á hlutum í honum í útboði bankans í fyrra. Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2019, lét í gær af störfum. Á laugardag lét Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, af störfum og í síðustu viku sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri, upp. „Með þessu erum við búin að klára þær breytingar sem við teljum rétt að gera. Við fórum vel yfir þetta mál og þetta er það fyrsta sem ég skoðaði. Með þessu hafa allir þeir stjórnendur sem stýrðu verkinu og komu að því vikið úr sinum störfum og þannig axlað ábyrgð,“ segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Hann segir að samið hafi verið um starfslok Ásmundar og Atla Rafns og megi því segja að starfslokin hafi verið af beggja frumkvæði. Aðrar starfsmannabreytingar hafi ekki orðið. „Eins og er bent á í skýrslunni voru klárlega mistök í framkvæmd þessarar sölu. Ef einn starfsmaður gerir mistök eru mistökin hans. Ef hópur starfsmanna gerir mistök er það klárt að það eru stjórnendur sem bera ábyrgðina. Eins og ég sagði áðan er enginn þeirra stjórnenda sem kom að verkinu enn í sínum störfum og hafa því axlað sína ábyrgð,“ segir Jón Guðni. Nú verði farið í að undirbúa aðrar úrbætur og greint frá þeim á hluthafafundi 28. júlí, sem verður opinn öllum í streymi.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34 „Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03 Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra. 2. júlí 2023 23:34
„Mér finnst þetta bara skelfilegt og ekki til fyrirmyndar“ Háværar kröfur eru um að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórnina ekki hafa tekið afstöðu til málsins en búið er að boða til hluthafafundar. Landsmenn segja málið hneyksli. 2. júlí 2023 20:03
Ný stjórn kosin á hluthafafundi Stjórn Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í lok mánaðar þar sem kosið verður í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. 2. júlí 2023 14:01