Náðu betri árangri í markaðsmálum Digido 4. júlí 2023 09:11 Andri Már Kristinsson (t.h.), er annar eigenda Digido og kennari á nokkrum námskeiðum fyrirtækisins. Með honum á mynd er Arnar Gísli Hinriksson, hinn eigandi Digido og einnig kennari á námskeiðum fyrirtækisins. Í lok sumars hefst ný námskeiðalína hjá Digido sem stendur fram til upphaf nóvembermánaðar. Þar verður boðið upp á fjölbreytt námskeið ætluð markaðsfólki, vefstjórum, fyrirtækjaeigendum, frumkvöðlum og öðrum sem langar að auka þekkingu sína á sviði markaðsmála segir Andri Már Kristinsson, einn eigenda Digido og kennari á nokkrum námskeiðum fyrirtækisins. Andri segir markaðsmálin alltaf hafa verið á fleygiferð og markaðsfólk þurfi því að aðlaga sig að tíðarandanum hverju sinni. „Það gefur því augaleið að markaðsfólk þarf alltaf að vera á tánum og tilbúið að uppfæra þekkingu sína. Námskeiðalotan okkar inniheldur tíu námskeið þar sem við snertum meðal annars á Google Ads, Google vefmælingum, Google leitarvélabestun, Facebook Ads, Figma hönnun og Hubspot svo nokkur tæki og tól séu talin upp.“ Hann segir markmiðið að fólk geti valið sér eitt eða fleiri námskeið sem mæti þörfum hvers og eins út frá starfssviði, áhuga og þörfum fyrirtækis. „Samnefnarinn í gegnum öll námskeiðin er að nota tækin, tólin og aðferðafræði til að ná betri árangri í markaðsmálum.“ Hægt er að skoða öll námskeiðin sem eru í boði á vef Digido. „Samnefnarinn í gegnum öll námskeiðin er að nota tækin, tólin og aðferðafræði til að ná betri árangri í markaðsmálum,“ segir Andri Már. Tæki og tól sem skila árangri Andri segir tækninni hafa fleygt mikið fram undanfarin ár og nýir og ólíkir miðlar séu reglulega að spretta fram. „Með tilkomu internetsins, snjallsíma og samfélagsmiðla má segja að þróun miðla síðustu 20 árin hafi verið álíka mikil, ef ekki meiri, en 100 árin þar á undan. Það hefur því að eðlilega verið stór áskorun fyrir menntastofnanir að halda við þessa þróun. Við hjá Digido vildum því leggja okkar lóð á vogarskálarnar og miðla þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur síðustu fimmtán árin.“ Námskeið Digido eru ætluð markaðsfólki, vefstjórum, fyrirtækjaeigendum, frumkvöðlum og öðrum sem langar að auka þekkingu sína á sviði markaðsmála. Hann segir innihald námskeiðanna vera lítið sinnt af háskólum hérlendis. „Sem dæmi koma fæstir viðskipta- og markaðsfræðingar út á vinnumarkaðinn með þekkingu á þessum tækjum og tólum enda verið mjög mikill vöxtur og þróun undanfarin ár með tilkomu TikTok og fleiri skyldra miðla. Tækninni fleygir fram en það er hægt að gera hlutina árangursríkari með því að tileinka sér nýtingu þessar tóla sem við kennum á námskeiðum okkar.“ Sjálfur hefur Andri um 17 ára reynslu af markaðsmálum og hefur m.a. starfað hjá Google. Meðal fyrirtækja sem Andri hefur starfað með eru Arion banki, Síminn, Domino's, Vörður og Origo. Hann hélt sitt fyrsta fyrsta Google Ads námskeið árið 2011. Auk Andra kenna átta kennarar á námskeiðalínunni, bæði starfsmenn Digido og gestakennarar. Skráningu og nánari upplýsingar má finna á digido.is. Skóla - og menntamál Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Þar verður boðið upp á fjölbreytt námskeið ætluð markaðsfólki, vefstjórum, fyrirtækjaeigendum, frumkvöðlum og öðrum sem langar að auka þekkingu sína á sviði markaðsmála segir Andri Már Kristinsson, einn eigenda Digido og kennari á nokkrum námskeiðum fyrirtækisins. Andri segir markaðsmálin alltaf hafa verið á fleygiferð og markaðsfólk þurfi því að aðlaga sig að tíðarandanum hverju sinni. „Það gefur því augaleið að markaðsfólk þarf alltaf að vera á tánum og tilbúið að uppfæra þekkingu sína. Námskeiðalotan okkar inniheldur tíu námskeið þar sem við snertum meðal annars á Google Ads, Google vefmælingum, Google leitarvélabestun, Facebook Ads, Figma hönnun og Hubspot svo nokkur tæki og tól séu talin upp.“ Hann segir markmiðið að fólk geti valið sér eitt eða fleiri námskeið sem mæti þörfum hvers og eins út frá starfssviði, áhuga og þörfum fyrirtækis. „Samnefnarinn í gegnum öll námskeiðin er að nota tækin, tólin og aðferðafræði til að ná betri árangri í markaðsmálum.“ Hægt er að skoða öll námskeiðin sem eru í boði á vef Digido. „Samnefnarinn í gegnum öll námskeiðin er að nota tækin, tólin og aðferðafræði til að ná betri árangri í markaðsmálum,“ segir Andri Már. Tæki og tól sem skila árangri Andri segir tækninni hafa fleygt mikið fram undanfarin ár og nýir og ólíkir miðlar séu reglulega að spretta fram. „Með tilkomu internetsins, snjallsíma og samfélagsmiðla má segja að þróun miðla síðustu 20 árin hafi verið álíka mikil, ef ekki meiri, en 100 árin þar á undan. Það hefur því að eðlilega verið stór áskorun fyrir menntastofnanir að halda við þessa þróun. Við hjá Digido vildum því leggja okkar lóð á vogarskálarnar og miðla þeirri þekkingu sem við höfum aflað okkur síðustu fimmtán árin.“ Námskeið Digido eru ætluð markaðsfólki, vefstjórum, fyrirtækjaeigendum, frumkvöðlum og öðrum sem langar að auka þekkingu sína á sviði markaðsmála. Hann segir innihald námskeiðanna vera lítið sinnt af háskólum hérlendis. „Sem dæmi koma fæstir viðskipta- og markaðsfræðingar út á vinnumarkaðinn með þekkingu á þessum tækjum og tólum enda verið mjög mikill vöxtur og þróun undanfarin ár með tilkomu TikTok og fleiri skyldra miðla. Tækninni fleygir fram en það er hægt að gera hlutina árangursríkari með því að tileinka sér nýtingu þessar tóla sem við kennum á námskeiðum okkar.“ Sjálfur hefur Andri um 17 ára reynslu af markaðsmálum og hefur m.a. starfað hjá Google. Meðal fyrirtækja sem Andri hefur starfað með eru Arion banki, Síminn, Domino's, Vörður og Origo. Hann hélt sitt fyrsta fyrsta Google Ads námskeið árið 2011. Auk Andra kenna átta kennarar á námskeiðalínunni, bæði starfsmenn Digido og gestakennarar. Skráningu og nánari upplýsingar má finna á digido.is.
Skóla - og menntamál Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira