Gæðavörur sem einfalda lífið S. Bogason 10. júlí 2023 10:13 S. Bogason selur veðurstöðvar frá Bresser Gmbh sem eru mjög vinsælar og í notkun víða um land. Vefsalan sbogason.is býður upp gott úrval gæða vara frá Þýskalandi og Hollandi og hefur vöruúrvalið aukist með hverju árinu. „Viðbrögð viðskiptavina okkar hafa komið skemmtilega á óvart,“ segir Sigurður Bogason, eigandi fyrirtækisins. „Við erum helst þekkt fyrir gott úrval af veðurstöðvum og bakkmyndavélum auk þess að bjóða upp ýmsar aðrar vörur. Þar sem við seljum einungis gegnum netið höfum við ekki stóran lager og ekkert sýningarrými. Það gerir okkur meðal annars kleift að bjóða upp á góð verð.“ Smiðir og starfsfólk bílaverkstæða nota mikið Endoscope myndavélina. Hún er á tilboði út júlí. Hann segir Íslendinga vera að venjast netsölu betur og betur. „Viðskiptavinir okkar eru einstaklega þolinmóðir því ef við eigum ekki vöruna á lager tekur um tíu daga að fá hana afhenta. Ef viðskiptavinur óskar eftir því að koma til okkar og sjá vöruna tökum við brosandi á móti fólki á heimili okkar.“ Veðurstöðvar nýtast víða Veðurstöðvarnar sem S. Bogason selur eru frá Bresser Gmbh sem er þýskt og rótgróið fyrirtæki með starfsstöðvar víða í Evrópu. „Veðurstöðvar eru í raun fyrir alla sem hafa áhuga á veðri. Við erum með mjög breiðan hóp viðskiptavina og eru veðurstöðvarnar víða um land og á mörgum spennandi stöðum. Þar má nefna sumarhús, sérbýli, sveitabæi, háskóla, skíðasvæði og í hjólhýsum og húsbílum.“ Nokkrar tegundir sýna eingöngu hita og raka en fyrirtækið selur einnig veðurstöðvar sem sýna vindhraða, vindátt, rakastig, úrkomu og loftþrýsting, sólarupprás og sólsetur, sólbruna og skyggni í kílómetrum. „Þessar stöðvar er hægt að fá með og án Wi-Fi og drægni frá skjánum að úti sensor (vindhana) getur verið allt að 150 metrar í beinni sjónlínu.“ Þriðja tegundin sem S. Bogason selur býður upp á allt hér að ofan og spáir auk þess fyrir veðri næstu tíu dagana. „Hún er einnig með vindhana sem eru útbúinn með sólarsellu og því þarf ekki að hugsa um rafhlöður í allt að fimm ár. Wi-Fi stöðvar þurfa að tengjast ákveðnum veðursíðum á netinu á borð við vedur.is, belgingur.is og álíka síðum. Það sem er svo skemmtilegast við þetta er að þú getur boðið fjölskyldu og vinum þarna inn og allir geta séð veðrið þar sem stöðin er.“ Allar veðurstöðvar frá Bresser eru með fimm ára ábyrgð á pakkanum sem er keyptur. Bakkmyndavélar koma að góðum notum Bakkmyndavélarnar sem S. Bogason selur koma frá Hollandi og Kína en helstu vörumerkin eru Caliber, FXT og Besyo. „Viðskiptavinahópur okkar er mjög breiður og má þar nefna eigendur felli- og hjólhýsa, húsbíla, hestakerra og vörubíla auk þeirra sem gera úr rútur. Bakkmyndavélarnar henta líka vel fyrir byggingakrana, ýmis landbúnaðartæki og margt fleira.“ Bakkmyndavélar eru sérstaklega þægilegar fyrir þá sem keyra vörubíla og rútur. Flestar bakkmyndavélarnar eru þráðlausar og með drægni upp á 50–500 metra. „7 tommu skjáirnir sem við bjóðum upp á eru allir með rauf fyrir SD kort sem getur verið allt að 128 GB. Það hefur reynst vel að setja sett með tveim myndavélum í vörubíla og rútur. Eigendur hafa þá sett eina vél að framan og aðra að aftan og er þá upptaka í gangi meðan akstur stendur yfir.“ S. Bogason býður einnig upp á tvær tegundir myndavélasetta með snúru. Annars vegar er það barnamyndavél en þá er skjár festur með sogskál í glugga eða á mælaborð og myndavél sett á höfuðpúða sem er vísað á barnið sem er í bílstólnum. „Þá þarf ekki að vera með stóran spegil aftur í bílnum sem gæti jú blindað barnið ef það er mikil sól. Þetta er ný vara á markaðnum og hefur fengið góðar viðtökur.“ Barnamyndavélar auka þægindi og öryggi í akstri. Svo er það öryggisvélin sem fyrirtækið hefur selt í nokkra smábáta að sögn Sigurðar. „Þá hafa bátaeigendur tekið tvær myndavélar og sett í vélarýmið en það auðveldar að fylgjast með vélinni á siglingu. Vélarnar eru tengdar með kapli í skjáinn og truflast ekki mynd frá radarnum.“ Bresser býður upp á ýmsar sniðugur vörur S. Bogason býður einnig upp á fleiri vörur frá Bresser, meðal annars sólarsellur, talstöðvar, vörur fyrir ljósmyndastofur, smásjár og sjónauka svo nokkuð sé talið upp. Smásjár og sjónaukar eru meðal þeirra vara sem S. Bogason býður á frá Bresser. „Sólarsellurnar hafa verið vinsælar en þær er hægt að tengja við smærri raftæki. Þessar sólarsellur eru frá 20-120 vött og eru til dæmis vinsælar meðal útivistarfólks sem er á ferðinni og tjaldar þar sem ekki er rafmagn í boði. Einnig bjóðum við upp á 500 w aflgjafa þannig að hægt er að hlaða síma, tölvur og kælibox.“ Meðal þeirra sem nota talstöðvar frá S. Bogasyni eru rjúpna- og gæsaveiðimenn. Talstöðvar hafa verið sérstaklega vinsælar hjá rjúpna- og gæsaveiðimönnum og ljósmyndavörurnar innihalda m.a. allan ljósabúnað, borð, dúka, bakgrunna og fleiri vörur. „Bresser framleiðir einnig smásjár og sjónauka auk nætursjónauka og hitamyndatækja sem hafa reynst veiðimönnum, ferðamönnum og björgunarsveitarmönnum vel víða um heim. Miðað við móttökur sem við höfum fengið af vörum frá Bresser hér á Íslandi er aldrei að vita hvað gerist á næstu árum.“ Ánægðir viðskiptavinir skipta öllu máli Sigurður segir umtal um vörur þeirra vera 99% jákvætt. „Við höfum fengið ófáa tölvupósta sem innihalda þakklæti fyrir góðar vörur og framúrskarandi þjónustu. Einnig eigum við góða viðskiptavini sem koma aftur og kaupa fyrir ættingja sem hafa séð tækið hjá frænda eða frænku. Við köllum þá viðskiptavini „gullara“. Það er akkúrat þetta sem segir okkur að við séum að gera vel við viðskiptavini okkar.“ Sigurður segir www.sbogason.is vera litla vefsölu og þau hjónin ásamt börnum sínum skipti með sér verkum þegar kemur að sölunni þar sem þau séu öll að sinna annarri vinnu yfir daginn. „Þegar heim er komið er kíkt á vefsöluna og gengið frá pöntunum nýrra viðskiptavina ásamt öðrum skemmtilegum verkum sem hafa komið inn yfir daginn. Síminn okkar er alltaf opinn og við skiptumst á að svara honum. Við fáum alls konar fyrirspurnir varðandi vörurnar okkar og leiðbeinum öllum með bros á vör. Einnig bendum við viðskiptavinum okkar á að senda okkur tölvupóst á pantanir@sbogason.is en við svörum öllum póstum innan 24 klukkustunda.“ Nánari upplýsingar á sbogason.is. Tækni Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Viðbrögð viðskiptavina okkar hafa komið skemmtilega á óvart,“ segir Sigurður Bogason, eigandi fyrirtækisins. „Við erum helst þekkt fyrir gott úrval af veðurstöðvum og bakkmyndavélum auk þess að bjóða upp ýmsar aðrar vörur. Þar sem við seljum einungis gegnum netið höfum við ekki stóran lager og ekkert sýningarrými. Það gerir okkur meðal annars kleift að bjóða upp á góð verð.“ Smiðir og starfsfólk bílaverkstæða nota mikið Endoscope myndavélina. Hún er á tilboði út júlí. Hann segir Íslendinga vera að venjast netsölu betur og betur. „Viðskiptavinir okkar eru einstaklega þolinmóðir því ef við eigum ekki vöruna á lager tekur um tíu daga að fá hana afhenta. Ef viðskiptavinur óskar eftir því að koma til okkar og sjá vöruna tökum við brosandi á móti fólki á heimili okkar.“ Veðurstöðvar nýtast víða Veðurstöðvarnar sem S. Bogason selur eru frá Bresser Gmbh sem er þýskt og rótgróið fyrirtæki með starfsstöðvar víða í Evrópu. „Veðurstöðvar eru í raun fyrir alla sem hafa áhuga á veðri. Við erum með mjög breiðan hóp viðskiptavina og eru veðurstöðvarnar víða um land og á mörgum spennandi stöðum. Þar má nefna sumarhús, sérbýli, sveitabæi, háskóla, skíðasvæði og í hjólhýsum og húsbílum.“ Nokkrar tegundir sýna eingöngu hita og raka en fyrirtækið selur einnig veðurstöðvar sem sýna vindhraða, vindátt, rakastig, úrkomu og loftþrýsting, sólarupprás og sólsetur, sólbruna og skyggni í kílómetrum. „Þessar stöðvar er hægt að fá með og án Wi-Fi og drægni frá skjánum að úti sensor (vindhana) getur verið allt að 150 metrar í beinni sjónlínu.“ Þriðja tegundin sem S. Bogason selur býður upp á allt hér að ofan og spáir auk þess fyrir veðri næstu tíu dagana. „Hún er einnig með vindhana sem eru útbúinn með sólarsellu og því þarf ekki að hugsa um rafhlöður í allt að fimm ár. Wi-Fi stöðvar þurfa að tengjast ákveðnum veðursíðum á netinu á borð við vedur.is, belgingur.is og álíka síðum. Það sem er svo skemmtilegast við þetta er að þú getur boðið fjölskyldu og vinum þarna inn og allir geta séð veðrið þar sem stöðin er.“ Allar veðurstöðvar frá Bresser eru með fimm ára ábyrgð á pakkanum sem er keyptur. Bakkmyndavélar koma að góðum notum Bakkmyndavélarnar sem S. Bogason selur koma frá Hollandi og Kína en helstu vörumerkin eru Caliber, FXT og Besyo. „Viðskiptavinahópur okkar er mjög breiður og má þar nefna eigendur felli- og hjólhýsa, húsbíla, hestakerra og vörubíla auk þeirra sem gera úr rútur. Bakkmyndavélarnar henta líka vel fyrir byggingakrana, ýmis landbúnaðartæki og margt fleira.“ Bakkmyndavélar eru sérstaklega þægilegar fyrir þá sem keyra vörubíla og rútur. Flestar bakkmyndavélarnar eru þráðlausar og með drægni upp á 50–500 metra. „7 tommu skjáirnir sem við bjóðum upp á eru allir með rauf fyrir SD kort sem getur verið allt að 128 GB. Það hefur reynst vel að setja sett með tveim myndavélum í vörubíla og rútur. Eigendur hafa þá sett eina vél að framan og aðra að aftan og er þá upptaka í gangi meðan akstur stendur yfir.“ S. Bogason býður einnig upp á tvær tegundir myndavélasetta með snúru. Annars vegar er það barnamyndavél en þá er skjár festur með sogskál í glugga eða á mælaborð og myndavél sett á höfuðpúða sem er vísað á barnið sem er í bílstólnum. „Þá þarf ekki að vera með stóran spegil aftur í bílnum sem gæti jú blindað barnið ef það er mikil sól. Þetta er ný vara á markaðnum og hefur fengið góðar viðtökur.“ Barnamyndavélar auka þægindi og öryggi í akstri. Svo er það öryggisvélin sem fyrirtækið hefur selt í nokkra smábáta að sögn Sigurðar. „Þá hafa bátaeigendur tekið tvær myndavélar og sett í vélarýmið en það auðveldar að fylgjast með vélinni á siglingu. Vélarnar eru tengdar með kapli í skjáinn og truflast ekki mynd frá radarnum.“ Bresser býður upp á ýmsar sniðugur vörur S. Bogason býður einnig upp á fleiri vörur frá Bresser, meðal annars sólarsellur, talstöðvar, vörur fyrir ljósmyndastofur, smásjár og sjónauka svo nokkuð sé talið upp. Smásjár og sjónaukar eru meðal þeirra vara sem S. Bogason býður á frá Bresser. „Sólarsellurnar hafa verið vinsælar en þær er hægt að tengja við smærri raftæki. Þessar sólarsellur eru frá 20-120 vött og eru til dæmis vinsælar meðal útivistarfólks sem er á ferðinni og tjaldar þar sem ekki er rafmagn í boði. Einnig bjóðum við upp á 500 w aflgjafa þannig að hægt er að hlaða síma, tölvur og kælibox.“ Meðal þeirra sem nota talstöðvar frá S. Bogasyni eru rjúpna- og gæsaveiðimenn. Talstöðvar hafa verið sérstaklega vinsælar hjá rjúpna- og gæsaveiðimönnum og ljósmyndavörurnar innihalda m.a. allan ljósabúnað, borð, dúka, bakgrunna og fleiri vörur. „Bresser framleiðir einnig smásjár og sjónauka auk nætursjónauka og hitamyndatækja sem hafa reynst veiðimönnum, ferðamönnum og björgunarsveitarmönnum vel víða um heim. Miðað við móttökur sem við höfum fengið af vörum frá Bresser hér á Íslandi er aldrei að vita hvað gerist á næstu árum.“ Ánægðir viðskiptavinir skipta öllu máli Sigurður segir umtal um vörur þeirra vera 99% jákvætt. „Við höfum fengið ófáa tölvupósta sem innihalda þakklæti fyrir góðar vörur og framúrskarandi þjónustu. Einnig eigum við góða viðskiptavini sem koma aftur og kaupa fyrir ættingja sem hafa séð tækið hjá frænda eða frænku. Við köllum þá viðskiptavini „gullara“. Það er akkúrat þetta sem segir okkur að við séum að gera vel við viðskiptavini okkar.“ Sigurður segir www.sbogason.is vera litla vefsölu og þau hjónin ásamt börnum sínum skipti með sér verkum þegar kemur að sölunni þar sem þau séu öll að sinna annarri vinnu yfir daginn. „Þegar heim er komið er kíkt á vefsöluna og gengið frá pöntunum nýrra viðskiptavina ásamt öðrum skemmtilegum verkum sem hafa komið inn yfir daginn. Síminn okkar er alltaf opinn og við skiptumst á að svara honum. Við fáum alls konar fyrirspurnir varðandi vörurnar okkar og leiðbeinum öllum með bros á vör. Einnig bendum við viðskiptavinum okkar á að senda okkur tölvupóst á pantanir@sbogason.is en við svörum öllum póstum innan 24 klukkustunda.“ Nánari upplýsingar á sbogason.is.
Tækni Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira