Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 16:01 Sjúkraflutningamenn bera særðan Palestínumann í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum í dag. AP/Nasser Nasser Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Hundruð ísraelskra hermanna studdir drónum úr lofti réðust á vígi herskárra sveita í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum snemma í morgun. Jarðýtur hafa rutt hermönnum leið í gegnum þröngar götu og skemmt hús. Íbúar í Jenín segja AP-fréttastofunni að rafmagn hafi verið tekið af sums staðar. Götubardagar á milli hermanna og vopnaðra Palestínumanna hafa geisað. Palestínsk yfirvöld segja að átta séu látnir í það minnsta og tugi séu sárir. Ísraelsher segir sjö „hryðjuverkamenn“ látna. Richard Hecht, undirofursti og talsmaður Ísraeslhers, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hernaðaraðgerðin beinist að hryðjuverkamönnum í Jenín. Tilefnið sé tíðari árásir á Ísraela undanfarið. „Við erum í miðjum aðgerðum. Við erum ekki hér til þess að halda vígi eða vera um kyrrt. Við einbeitum okkur að ákveðnum skotmörkum í búðunum. Þannig að það gæti tekið klukkustundir eða kannski einn dag eða tvo, eins lengi og þarf til þess að uppræta það hugarfar að þetta sé öruggur staður fyrir hryðjuverkamenn,“ segir Hecht. Innrás en ekki hernaðaraðgerð Husam Zomlot, yfirmaður sendinefndar Palestínumanna í Bretlandi, segir BBC að um innrás sé að ræða frekar en hernaðaraðgerð. Gagnrýndi hann alþjóðsamfélagið fyrir að leyfa Ísraelum að komast upp með það. Bandaríkjastjórn segist fylgjast með atburðum á Vesturbakkanum en ítrekar stuðning sinn við rétt Ísraela til þess að verja sig. Lynn Hastings, yfirmaður mannúðarstarfs Sameinuðu þjóðanna á svæðum Palestínumanna, segist hafa áhyggjur af umfangi aðgerða Ísraelsmanna, sérstaklega drónaárásum á svo þéttbýlt svæði. Sameinuðu þjóðirnar ætli að senda hjálpargögn. BBC segir að aðgerð Ísraela beinist aðallega að hóp sem nefnist Jenínherdeildirnar. Það séu losarleg samtök ungra manna sem séu algerlega utan stjórnar palestínskra yfirvalda. Jenínherdeildirnar hafi beint spjótum sínum að óbreyttum borgurum á landtökusvæðum gyðinga. Þær byggðir stríða gegn alþjóðalögum en ísraelsk stjórnvöld segja þær lögmætar. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra fara nú með leiðandi hlutverk í ríkisstjórn Ísraels og hafa krafist þess að herinn gangi harðar fram til þess að stöðva árásir Palestínumanna.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira