Aníta Briem slær sér upp Íris Hauksdóttir skrifar 28. september 2023 14:00 Aníta Briem hefur lengi verið á meðal glæsilegustu kvenna landsins. Vísir/Vilhelm Leikkonan Aníta Briem og Hafþór Waldorff hafa verið að slá sér upp undanfarna mánuði samkvæmt heimildum fréttastofu. Parið lét vel hvort að öðru á kaffihúsinu Kaffi Vest í dag en þau hafa unnið náið saman í kvikmyndageiranum. Aníta er ein hæfileikaríkasta leikkona okkar Íslendinga en hún steig fyrst á svið sem Ída í barnaleikritinu Emil, þá níu ára gömul. Hún fluttist ung til Englands í leiklistarnám og útskrifaðist frá einum virtasta leiklistarskóla Bretlands, RADA árið 2004. Síðar lá leiðin til Los Angeles þar sem Aníta bjó ásamt þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus og lék sem frægt er í kvikmyndinni Journey to the center of the earth árið 2008. Aníta flutti heim til Íslands árið 2020 og hefur síðan þá verið iðin við kolann hvað varðar íslenska kvikmyndagerðarlist en hún lék meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skjálfta í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur við mikið lof. Hún ræddi heimkomuna í viðtali við Bakaríð í fyrra. Upphaflega kom hún þó hingað til lands til þess að leika í þáttaröðinni Ráðherrann sem vakti mikla lukku hér á landi og þaðan tók hún við erfiðu hlutverki móðurinnar í Berdreymi ásamt hlutverki Unnar í Svari við Bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu eftir sögu Bersteins Birgissonar. Stuttu síðar sló hún í gegn í hlutverki sínu í myndinni Villibráð sem kom út fyrr á þessu ári. Hafþór var einn af fjölmörgum sem lögðu hönd á plóg við gerð kvikmyndarinnar við búningagerð. Hann kemur jafnframt að sviðsetningu væntanlegrar dramaþáttaraðar undir handleiðslu Anítu sjálfrar sem nefnast Eins lengi og við lifum eða As long as we live og eru í dagskrágerð Stöðvar 2 undir leikstjórn Katrínar Björgvinsdóttur. Stikla fyrir þættina var frumsýnd í morgun. Aníta hefur sagt umfjöllunarefni þáttanna meðal annars sprottið af persónulegri reynslu. Aníta fór yfir nýju þættina í spjalli við Bakaríið í október í fyrra. Þættirnir hverfast um hina eitt sinn efnilegu tónlistarkonu Betu sem vaknar upp við vondan draum. Hjónabandið virðist ónýtt og hún ekki sú móðir sem hún vilji vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið, eins og segir í kynningartexta um þættina. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Aníta er ein hæfileikaríkasta leikkona okkar Íslendinga en hún steig fyrst á svið sem Ída í barnaleikritinu Emil, þá níu ára gömul. Hún fluttist ung til Englands í leiklistarnám og útskrifaðist frá einum virtasta leiklistarskóla Bretlands, RADA árið 2004. Síðar lá leiðin til Los Angeles þar sem Aníta bjó ásamt þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus og lék sem frægt er í kvikmyndinni Journey to the center of the earth árið 2008. Aníta flutti heim til Íslands árið 2020 og hefur síðan þá verið iðin við kolann hvað varðar íslenska kvikmyndagerðarlist en hún lék meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Skjálfta í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur við mikið lof. Hún ræddi heimkomuna í viðtali við Bakaríð í fyrra. Upphaflega kom hún þó hingað til lands til þess að leika í þáttaröðinni Ráðherrann sem vakti mikla lukku hér á landi og þaðan tók hún við erfiðu hlutverki móðurinnar í Berdreymi ásamt hlutverki Unnar í Svari við Bréfi Helgu í leikstjórn Ásu Helgu eftir sögu Bersteins Birgissonar. Stuttu síðar sló hún í gegn í hlutverki sínu í myndinni Villibráð sem kom út fyrr á þessu ári. Hafþór var einn af fjölmörgum sem lögðu hönd á plóg við gerð kvikmyndarinnar við búningagerð. Hann kemur jafnframt að sviðsetningu væntanlegrar dramaþáttaraðar undir handleiðslu Anítu sjálfrar sem nefnast Eins lengi og við lifum eða As long as we live og eru í dagskrágerð Stöðvar 2 undir leikstjórn Katrínar Björgvinsdóttur. Stikla fyrir þættina var frumsýnd í morgun. Aníta hefur sagt umfjöllunarefni þáttanna meðal annars sprottið af persónulegri reynslu. Aníta fór yfir nýju þættina í spjalli við Bakaríið í október í fyrra. Þættirnir hverfast um hina eitt sinn efnilegu tónlistarkonu Betu sem vaknar upp við vondan draum. Hjónabandið virðist ónýtt og hún ekki sú móðir sem hún vilji vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið, eins og segir í kynningartexta um þættina.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Tengdar fréttir Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01 Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01
Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. 18. október 2022 06:01
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp