Nítján ára bið gæti lokið í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 14:01 KA-menn er eflaust farið að lengja eftir bikarúrslitaleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA og Breiðablik mætast í dag í fyrri undanúrslitaleiknum í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á Greifavellinum á Akureyri. Mikil fótboltaveisla er nú að fara í hönd á Akureyri, þar sem strákar í 5. flokki spila á N1-mótinu næstu daga og eldri leikmenn, karlar og konur, spila á Pollamóti Þórs. Segja má að veislan hefjist á leik KA og Breiðabliks en leikur liðanna hefst klukkan 17.30 í dag. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Víkings og KR en það ræðst af árangri Víkinga í Sambandsdeild Evrópu hvenær sá leikur verður spilaður. Blikar ættu að mæta fullir sjálfstrausts í leikinn í dag eftir sigrana stóru í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku, og þeir eru sjö stigum ofar en KA í Bestu deildinni þar sem liðin sitja í 3. og 6. sæti. Eiga samtals einn bikarmeistaratitil Hvorki KA né Breiðablik hafa riðið feitum hesti frá bikarkeppnum liðanna ára en Breiðablik á einn bikarmeistaratitil í sínu safni, frá árinu 2009, og KA-menn engan. Þess má þó geta að Íþróttabandalag Akureyrar varð bikarmeistari árið 1969. Baráttan um Mjólkurbikarinn eftirsótta heldur áfram, undanúrslit á morgun.KA - Breiðablik þriðjudaginn 4. júlí kl.17:30 og mun sigurliðið leika til úrslita á Laugardalsvelli í ágúst. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið! pic.twitter.com/c96YzmgklG— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) July 3, 2023 KA hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn síðan árið 2004 og því gæti nítján ára bið lokið í kvöld. Í þeim úrslitaleik tapaði liðið 3-0 fyrir Keflavík og KA tapaði einnig í úrslitaleik árið 2001, eftir vítaspyrnukeppni gegn Fylki, og árið 1992, eftir framlengingu gegn Val. Breiðablik komst síðast í úrslitaleikinn árið 2018 og tapaði þá eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari 2009 eins og fyrr segir, með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni, og komst einnig í úrslitaleikinn árið 1971 en tapaði þá 1-0 fyrir Víkingi. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 17.30 í dag og er í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira
Mikil fótboltaveisla er nú að fara í hönd á Akureyri, þar sem strákar í 5. flokki spila á N1-mótinu næstu daga og eldri leikmenn, karlar og konur, spila á Pollamóti Þórs. Segja má að veislan hefjist á leik KA og Breiðabliks en leikur liðanna hefst klukkan 17.30 í dag. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli Víkings og KR en það ræðst af árangri Víkinga í Sambandsdeild Evrópu hvenær sá leikur verður spilaður. Blikar ættu að mæta fullir sjálfstrausts í leikinn í dag eftir sigrana stóru í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku, og þeir eru sjö stigum ofar en KA í Bestu deildinni þar sem liðin sitja í 3. og 6. sæti. Eiga samtals einn bikarmeistaratitil Hvorki KA né Breiðablik hafa riðið feitum hesti frá bikarkeppnum liðanna ára en Breiðablik á einn bikarmeistaratitil í sínu safni, frá árinu 2009, og KA-menn engan. Þess má þó geta að Íþróttabandalag Akureyrar varð bikarmeistari árið 1969. Baráttan um Mjólkurbikarinn eftirsótta heldur áfram, undanúrslit á morgun.KA - Breiðablik þriðjudaginn 4. júlí kl.17:30 og mun sigurliðið leika til úrslita á Laugardalsvelli í ágúst. Mætum á völlinn og styðjum okkar lið! pic.twitter.com/c96YzmgklG— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) July 3, 2023 KA hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn síðan árið 2004 og því gæti nítján ára bið lokið í kvöld. Í þeim úrslitaleik tapaði liðið 3-0 fyrir Keflavík og KA tapaði einnig í úrslitaleik árið 2001, eftir vítaspyrnukeppni gegn Fylki, og árið 1992, eftir framlengingu gegn Val. Breiðablik komst síðast í úrslitaleikinn árið 2018 og tapaði þá eftir markalausan leik og vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari 2009 eins og fyrr segir, með sigri á Fram í vítaspyrnukeppni, og komst einnig í úrslitaleikinn árið 1971 en tapaði þá 1-0 fyrir Víkingi. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 17.30 í dag og er í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Sjá meira