Umfjöllun: ÍBV - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar sóttu stigin þrjú til Eyja Einar Kárason skrifar 4. júlí 2023 19:59 vísir/Anton Stjarnan gerði góða ferð til Vestmannaeyja og vann 2-1 sigur á ÍBV í leik liðanna í Bestu deild kvenna í kvöld. Það kom líklega engum í opna skjöldu að vindurinn blés hressilega á Hásteinsvelli þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna. Fyrir leik sátu gestirnir í sjötta sæti deildarinnar á meðan Eyjastúlkur vermdu það áttunda. Heimastúlkur hófu leikinn með vindinn í bakið og sköpuðu hættu við mark Garðbæinga strax í fyrstu sókn. Þóra Björg Stefánsdóttir átti þá fyrirgjöf sem Auður Sigurbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, náði að hamdsama með herkjum. Olga Sevcova átti svo tilraun eftir einstaklingsframtak en boltinn framhjá markinu. Stjarnan minnti sig stuttu síðar eftir allskonar bras hjá varnarmönnum ÍBV í eigin teig og á tíundu mínútu var ísinn brotinn. Sædís Rún Heiðarsdóttir átti þá hornspyrnu og boltinn á kollinn á Heiðu Ragneyju Viðarsdóttur sem skallaði boltann í netið, ein á auðum sjó. Stjarnan var öflugri aðilinn í leiknum á þessum tímapunkti og voru líklegri til að bæta við. Það voru hinsvegar Eyjastúlkur sem jöfnuðu leikinn eftir rúmar tuttugu mínútur með grín marki. Auður í marki gestanna fékk sendingu til baka og átti lélega fyrstu snertingu. Holly Oneill var fljót að átta sig og kom sér fyrir boltann þegar Auður reyndi að spyrna burt. Boltinn af Holly og þaðan í netið og leikurinn jafn á ný. ÍBV sótti í kjölfarið og reyndu ítrekað skot af löngu færi en án árangurs. Bæði lið áttu tilraunir að marki undir lok hálfleiksins en án árangurs. Staðan því jöfn í hálfleik þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Eins og við var að búast voru Stjörnustúlkur öflugri í síðari hálfleiknum og mun meira með boltann með vindinn í bakið. Gyða Kristín Gunnarsdóttir fékk algjört úrvalsfæri eftir sendingu frá Úlfu Dís Úlfarsdóttur en Guðný Geirsdóttir í marki ÍBV sá vel við henni. Eftir tæplega klukkustundarleik kom Gyða þó boltanum í netið eftir að boltinn barst óvænt til hennar frá hægri væng. Gyða gerði vel í að ná stjórn á boltanum áður en hún skoraði af stuttu færi. Garðbæingar aftur komnir yfir og róðurinn erfiður fyrir ÍBV. Leikurinn spilaðist algjörlega eftir kokkabók gestanna það sem eftir lifði en fátt var um fína drætti og enn minna um upplögð marktækifæri. Stjarnan hélt betur í boltann og náðu að loka á allt það sem ÍBV bauð upp á þegar þær náðu til knattarins. Eyjastúlkur í raun aldrei líklegar til að jafna leikinn og því fór að Garðbæingar unnu eins marks sigur í hávaðarokinu á Hásteinsvelli, 1-2. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan skoraði tvö góð mörk við erfiðar aðstæður. Eftir síðara markið voru Eyjastúlkur í raun aldrei líklegar. Varnarlína gestanna sá við öllu sem þeim kom nálægt ásamt því að þær héldu betur í boltann. Hverjar stóðu upp úr? Öftustu fjórar hjá gestunum ásamt miðju stóðu vaktina af mikilli prýði. Guðný í marki ÍBV varði nokkrum sinnum frábærlega en kom engum vörnum við í mörkum Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Erfitt að lasta nokkurn í leik sem þessum þar sem aðstæður buðu ekki upp á gæða knattspyrnu. Vörn ÍBV klikkaði illa í fyrsta marki Stjörnunnar og svo aftur í upphafi síðari hálfleiks þegar gestirnir voru að banka á dyrnar. Eftir 1-2 markið sá ÍBV aldrei til sólar. Hvað gerist næst? ÍBV gerir sér ferð norður á Akureyri og spila þar við Þór/KA á sunnudaginn næstkomandi en degi fyrr taka Stjörnustúlkur á móti Þrótturum. Besta deild kvenna ÍBV Stjarnan
Stjarnan gerði góða ferð til Vestmannaeyja og vann 2-1 sigur á ÍBV í leik liðanna í Bestu deild kvenna í kvöld. Það kom líklega engum í opna skjöldu að vindurinn blés hressilega á Hásteinsvelli þegar ÍBV tók á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna. Fyrir leik sátu gestirnir í sjötta sæti deildarinnar á meðan Eyjastúlkur vermdu það áttunda. Heimastúlkur hófu leikinn með vindinn í bakið og sköpuðu hættu við mark Garðbæinga strax í fyrstu sókn. Þóra Björg Stefánsdóttir átti þá fyrirgjöf sem Auður Sigurbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, náði að hamdsama með herkjum. Olga Sevcova átti svo tilraun eftir einstaklingsframtak en boltinn framhjá markinu. Stjarnan minnti sig stuttu síðar eftir allskonar bras hjá varnarmönnum ÍBV í eigin teig og á tíundu mínútu var ísinn brotinn. Sædís Rún Heiðarsdóttir átti þá hornspyrnu og boltinn á kollinn á Heiðu Ragneyju Viðarsdóttur sem skallaði boltann í netið, ein á auðum sjó. Stjarnan var öflugri aðilinn í leiknum á þessum tímapunkti og voru líklegri til að bæta við. Það voru hinsvegar Eyjastúlkur sem jöfnuðu leikinn eftir rúmar tuttugu mínútur með grín marki. Auður í marki gestanna fékk sendingu til baka og átti lélega fyrstu snertingu. Holly Oneill var fljót að átta sig og kom sér fyrir boltann þegar Auður reyndi að spyrna burt. Boltinn af Holly og þaðan í netið og leikurinn jafn á ný. ÍBV sótti í kjölfarið og reyndu ítrekað skot af löngu færi en án árangurs. Bæði lið áttu tilraunir að marki undir lok hálfleiksins en án árangurs. Staðan því jöfn í hálfleik þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Eins og við var að búast voru Stjörnustúlkur öflugri í síðari hálfleiknum og mun meira með boltann með vindinn í bakið. Gyða Kristín Gunnarsdóttir fékk algjört úrvalsfæri eftir sendingu frá Úlfu Dís Úlfarsdóttur en Guðný Geirsdóttir í marki ÍBV sá vel við henni. Eftir tæplega klukkustundarleik kom Gyða þó boltanum í netið eftir að boltinn barst óvænt til hennar frá hægri væng. Gyða gerði vel í að ná stjórn á boltanum áður en hún skoraði af stuttu færi. Garðbæingar aftur komnir yfir og róðurinn erfiður fyrir ÍBV. Leikurinn spilaðist algjörlega eftir kokkabók gestanna það sem eftir lifði en fátt var um fína drætti og enn minna um upplögð marktækifæri. Stjarnan hélt betur í boltann og náðu að loka á allt það sem ÍBV bauð upp á þegar þær náðu til knattarins. Eyjastúlkur í raun aldrei líklegar til að jafna leikinn og því fór að Garðbæingar unnu eins marks sigur í hávaðarokinu á Hásteinsvelli, 1-2. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan skoraði tvö góð mörk við erfiðar aðstæður. Eftir síðara markið voru Eyjastúlkur í raun aldrei líklegar. Varnarlína gestanna sá við öllu sem þeim kom nálægt ásamt því að þær héldu betur í boltann. Hverjar stóðu upp úr? Öftustu fjórar hjá gestunum ásamt miðju stóðu vaktina af mikilli prýði. Guðný í marki ÍBV varði nokkrum sinnum frábærlega en kom engum vörnum við í mörkum Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Erfitt að lasta nokkurn í leik sem þessum þar sem aðstæður buðu ekki upp á gæða knattspyrnu. Vörn ÍBV klikkaði illa í fyrsta marki Stjörnunnar og svo aftur í upphafi síðari hálfleiks þegar gestirnir voru að banka á dyrnar. Eftir 1-2 markið sá ÍBV aldrei til sólar. Hvað gerist næst? ÍBV gerir sér ferð norður á Akureyri og spila þar við Þór/KA á sunnudaginn næstkomandi en degi fyrr taka Stjörnustúlkur á móti Þrótturum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti