Lífið

Nína Dögg leikur Vigdísi

Máni Snær Þorláksson skrifar
Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í þáttunum.
Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með hlutverk Vigdísar Finnbogadóttur í þáttunum. Vísir/Vilhelm

Tillaga um að veita leikhópnum Vesturporti styrk vegna framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með hlutverk Vigdísar.

Tillagan kom frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Styrkurinn hljópar upp á fimm milljónir króna.

Leiknu þættirnir verða fjórir talsins. Þeir munu fjalla um líf Vigdísar frá unglingsaldri og þar til hún varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörinn forseti. Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttunum sem fyrirhugað er að verði sýndir á RÚV og öðrum norrænum ríkissjónvarpsstöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.