Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Tindastóll 4-0 | Þrenna frá Öglu Maríu í öruggum sigri Dagur Lárusson skrifar 4. júlí 2023 22:00 Melissa Garcia í baráttu við leikmann Blika. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann öruggan sigur á Tindastól er liðin mættust í Bestu deild kvenna í kvöld en Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum. Bæði lið komu inn í leikinn í dag í ágætis formi en þá aðallega Breiðablik en fyrir leikinn var liðið í efsta sæti deildarinnar og komið í úrslit bikarsins. Það kom því lítið á óvart í byrjun leiks þegar Breiðablik stýrði leiknum frá A-Ö. Fyrsta mark leiksins kom strax á 7.mínútu leiksins en þá fékk Clara Sigurðardóttir boltann inn á teig og náði að koma sér í stöðu til þess að skjóta en skot hennar var laust en boltinn náði þó á fjarstöngina þar sem Agla María lúrði og skoraði í autt markið. Ásta Eir Árnadóttir í baráttunn við leikmann TindastólsVísir/Vilhelm Annað mark Blika kom síðan eftir frábært spil á 34.mínútu. Þá fékk Taylor Marie boltann á miðjunni og sendi nánast fullkomna sendingu inn á teig á Hafrúnu sem kom á ferðinni og gaf strax fyrir á Vigdísi Lilju sem skoraði eftir smá darraðadans í markteignum. Staðan 2-0 í hálfleik en forysta Blika hefði auðveldlega geta verið stærri. Það tók Blika síðan ekki langan tíma í seinni hálfleiknum að skora en það gerðist strax á 46.mínútu en þar var Agla María aftur á ferðinni. Hún fékk boltann rétt fyrir utan teig og átti þrumuskot að marki sem fór í þverslánna og inn. Staðan orðin 3-0 og enn allur seinni hálfleikurinn eftir. Monica Wilhelm kastar frá marki sínu.Vísir/Vilhelm Það var þó lítið sem gerðist fyrr alveg undir blálokin en þá kórónaði Agla María þrennuna sína og frábæran leik með marki. Þá átti Andrea Rut skot að marki sem fór í varnarmann og boltinn barst beint til Öglu Maríu sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Staðan orðin 4-0 og þar við sat. Afhverju vann Breiðablik? Gæðamunurinn á liðunum var augljós. Blikar eru með sóknarmenn sem að geta farið fram hjá hvaða varnarmanni sem er í þessari deild og þær gerðu það í dag. Agla María lék á alls oddi og skoraði þrennu, Andrea Rut var frábær og Taylor stýrði öllu spilinu frá miðjunni. Hverjir stóðu uppúr? Það er ekkert flókið, Agla María skoraði þrennu og var allt í öllu í sóknarleik Blika. Taylor var einnig frábær á miðjunni hjá Blikum og stýrði spilinu. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Hugrún Pálsdóttir berjast um boltann.Vísir/Vilhelm Hvað fór illa? Það var alltaf að fara að vera erfitt fyrir Tindastól að mæta toppliðinu á útivelli og þær einfaldlega náði ekki upp almennilega spili til þess að skapa neitt að viti. Hvað gerist næst? Næsti leikur Blika er gegn Keflavík á laugardaginn en næsti leikur Tindastóls er gegn FH á sunnudaginn. Agla María: Trúum alltaf að við munum vinna Agla María fagnar einu marka sinna.Vísir/Vilhelm ,,Já það má segja það að það hafi allt gengið upp í dag,” byrjaði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. ,,Við náðum að sundurspila þær alveg frá fyrstu mínútu og hefðum getað skorað fleiri mörk en ég myndi samt segja að nánast allt hafi gengið upp,” hélt Agla María áfram að segja. Blikar fagna einu marka sinna.Vísir/Vilhelm Blikar náðu forystunni strax á 6.mínútu en Agla María talaði um mikilvægi þess. ,,Það var mjög mikilvægt að ná forystunni svona snemma, það tók pressuna af okkur og neyddi þær í að breyta þeirra leikplani. Síðan þegar annað markið kom þá vissum við að við værum að fara að vinna þennan leik.” Blikastúlkur eru á toppi deildarinnar og komnar í úrslit bikarsins en Agla María talaði um það að stemningin í hópnum væri frábær. Andrea Rut Bjarnadóttir reynir fyrirgjöf.Vísir/Vilhelm ,,Ég veit ekki hvort við séum endilega á bleiku skýi en stemningin er rosalega góð. Það er búið að ganga virkilega vel hjá okkur og mér finnst það búið að breytast svolítið hjá okkur upp á síðkastið að við mætum alltaf í leiki núna og trúum því að við munum vinna.” Þrátt fyrir að skora þrennu vildi Agla María ekki endilega meina að þetta hafi verið hennar besti leikur í sumar. ,,Nei ég veit nú ekki alveg hvort að þetta hafi verið minn besti leikur, þó maður skori þrennu þýðir það ekki að maður hafi endilega spilað sinn allra besta leik” endaði Agla María á að segja. Halldór Jón Sigurðsson: Leikplanið eyðilagðist alveg Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Vilhelm ,,Ég er mjög svekktur með byrjunina á báðum hálfleikunum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann núna,” byrjaði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, að segja í viðtali eftir leik. ,,En síðan er ég líka svekktur með margt annað eins og hluti sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vera grimmar og klukka þær strax á miðjunni og sýna mikla baráttu en við gerðum það ekki,” hélt Halldór áfram. ,,Ég talaði einnig um það fyrir leik að við ætluðum að loka fyrir kantspilið hjá þeim en síðan skora þær strax í byrjun eftir spil á kantinum og þá eyðilagðist leikplanið okkar algjörlega. Í rauninni koma öll þeirra mörk úr góðu kantspili þannig það er mjög svekkjandi að hugsa til þess.” Wilhelm á undan í boltann.Vísir/Vilhelm Halldór vildi þó meina að hann hafi séð meiri baráttu hjá liðinu í seinni hálfleiknum. ,,Eftir svona 5-10 mínútur í seinni hálfleiknum þá fór ég loksins að sjá hjá liðinu svona það sem við ætluðum að gera í öllum leiknum, við fórum að sýna meiri baráttu og klukka þær á miðjunni þannig ég var að minnsta kosti ánægður með það,” endaði Halldór Jón að segja eftir leik. Besta deild kvenna Breiðablik Tindastóll
Breiðablik vann öruggan sigur á Tindastól er liðin mættust í Bestu deild kvenna í kvöld en Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í leiknum. Bæði lið komu inn í leikinn í dag í ágætis formi en þá aðallega Breiðablik en fyrir leikinn var liðið í efsta sæti deildarinnar og komið í úrslit bikarsins. Það kom því lítið á óvart í byrjun leiks þegar Breiðablik stýrði leiknum frá A-Ö. Fyrsta mark leiksins kom strax á 7.mínútu leiksins en þá fékk Clara Sigurðardóttir boltann inn á teig og náði að koma sér í stöðu til þess að skjóta en skot hennar var laust en boltinn náði þó á fjarstöngina þar sem Agla María lúrði og skoraði í autt markið. Ásta Eir Árnadóttir í baráttunn við leikmann TindastólsVísir/Vilhelm Annað mark Blika kom síðan eftir frábært spil á 34.mínútu. Þá fékk Taylor Marie boltann á miðjunni og sendi nánast fullkomna sendingu inn á teig á Hafrúnu sem kom á ferðinni og gaf strax fyrir á Vigdísi Lilju sem skoraði eftir smá darraðadans í markteignum. Staðan 2-0 í hálfleik en forysta Blika hefði auðveldlega geta verið stærri. Það tók Blika síðan ekki langan tíma í seinni hálfleiknum að skora en það gerðist strax á 46.mínútu en þar var Agla María aftur á ferðinni. Hún fékk boltann rétt fyrir utan teig og átti þrumuskot að marki sem fór í þverslánna og inn. Staðan orðin 3-0 og enn allur seinni hálfleikurinn eftir. Monica Wilhelm kastar frá marki sínu.Vísir/Vilhelm Það var þó lítið sem gerðist fyrr alveg undir blálokin en þá kórónaði Agla María þrennuna sína og frábæran leik með marki. Þá átti Andrea Rut skot að marki sem fór í varnarmann og boltinn barst beint til Öglu Maríu sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Staðan orðin 4-0 og þar við sat. Afhverju vann Breiðablik? Gæðamunurinn á liðunum var augljós. Blikar eru með sóknarmenn sem að geta farið fram hjá hvaða varnarmanni sem er í þessari deild og þær gerðu það í dag. Agla María lék á alls oddi og skoraði þrennu, Andrea Rut var frábær og Taylor stýrði öllu spilinu frá miðjunni. Hverjir stóðu uppúr? Það er ekkert flókið, Agla María skoraði þrennu og var allt í öllu í sóknarleik Blika. Taylor var einnig frábær á miðjunni hjá Blikum og stýrði spilinu. Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Hugrún Pálsdóttir berjast um boltann.Vísir/Vilhelm Hvað fór illa? Það var alltaf að fara að vera erfitt fyrir Tindastól að mæta toppliðinu á útivelli og þær einfaldlega náði ekki upp almennilega spili til þess að skapa neitt að viti. Hvað gerist næst? Næsti leikur Blika er gegn Keflavík á laugardaginn en næsti leikur Tindastóls er gegn FH á sunnudaginn. Agla María: Trúum alltaf að við munum vinna Agla María fagnar einu marka sinna.Vísir/Vilhelm ,,Já það má segja það að það hafi allt gengið upp í dag,” byrjaði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, að segja í viðtali eftir leik. ,,Við náðum að sundurspila þær alveg frá fyrstu mínútu og hefðum getað skorað fleiri mörk en ég myndi samt segja að nánast allt hafi gengið upp,” hélt Agla María áfram að segja. Blikar fagna einu marka sinna.Vísir/Vilhelm Blikar náðu forystunni strax á 6.mínútu en Agla María talaði um mikilvægi þess. ,,Það var mjög mikilvægt að ná forystunni svona snemma, það tók pressuna af okkur og neyddi þær í að breyta þeirra leikplani. Síðan þegar annað markið kom þá vissum við að við værum að fara að vinna þennan leik.” Blikastúlkur eru á toppi deildarinnar og komnar í úrslit bikarsins en Agla María talaði um það að stemningin í hópnum væri frábær. Andrea Rut Bjarnadóttir reynir fyrirgjöf.Vísir/Vilhelm ,,Ég veit ekki hvort við séum endilega á bleiku skýi en stemningin er rosalega góð. Það er búið að ganga virkilega vel hjá okkur og mér finnst það búið að breytast svolítið hjá okkur upp á síðkastið að við mætum alltaf í leiki núna og trúum því að við munum vinna.” Þrátt fyrir að skora þrennu vildi Agla María ekki endilega meina að þetta hafi verið hennar besti leikur í sumar. ,,Nei ég veit nú ekki alveg hvort að þetta hafi verið minn besti leikur, þó maður skori þrennu þýðir það ekki að maður hafi endilega spilað sinn allra besta leik” endaði Agla María á að segja. Halldór Jón Sigurðsson: Leikplanið eyðilagðist alveg Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Vilhelm ,,Ég er mjög svekktur með byrjunina á báðum hálfleikunum, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann núna,” byrjaði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, að segja í viðtali eftir leik. ,,En síðan er ég líka svekktur með margt annað eins og hluti sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vera grimmar og klukka þær strax á miðjunni og sýna mikla baráttu en við gerðum það ekki,” hélt Halldór áfram. ,,Ég talaði einnig um það fyrir leik að við ætluðum að loka fyrir kantspilið hjá þeim en síðan skora þær strax í byrjun eftir spil á kantinum og þá eyðilagðist leikplanið okkar algjörlega. Í rauninni koma öll þeirra mörk úr góðu kantspili þannig það er mjög svekkjandi að hugsa til þess.” Wilhelm á undan í boltann.Vísir/Vilhelm Halldór vildi þó meina að hann hafi séð meiri baráttu hjá liðinu í seinni hálfleiknum. ,,Eftir svona 5-10 mínútur í seinni hálfleiknum þá fór ég loksins að sjá hjá liðinu svona það sem við ætluðum að gera í öllum leiknum, við fórum að sýna meiri baráttu og klukka þær á miðjunni þannig ég var að minnsta kosti ánægður með það,” endaði Halldór Jón að segja eftir leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti