„Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag” Árni Gísli Magnússon skrifar 4. júlí 2023 21:26 Ívar Örn var sáttur eftir leik í dag. Vísir/Hulda Margrét Ívar Örn Árnason leikmaður KA var himinlifandi eftir að KA tryggði sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fyrsta skipti í 19 ár. KA vann sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í kvöld. Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum. Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Fleiri fréttir Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Sjá meira
Leikurinn í kvöld var hádramatískur en KA virtist vera missa leikinn frá sér í lokin þegar Blikar komust yfir með tveimur mörkum á stuttum tíma eftir að KA hafði komist yfir snemma í fyrri hálfleik. Ívar Örn jafnaði leikinn með síðustu spyrnu leiksins og tryggði KA framlengingu. Liðin skoruðu sitt hvort markið þar og KA sigraði að lokum eftir vítaspyrnukeppni þar sem Ívar skoraði úr sinni spyrnu. „Þetta er bara ótrúleg tilfinning. Ég á varla orð yfir þetta. Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna, það er það eina sem ég get sagt. Öll þessi trú sem allir í klúbbnum og öll þessi vinna sem allir eru búnir að leggja á sig, það er svo geggjað núna að fá að njóta góðs af því, það er ekkert eðlilega gaman.” Ívar hefur spilað ófáa leikina fyrir uppeldisfélagið en segir þennan leik vera á toppnum yfir þá bestu. „Fyrir þetta var súrasta móment sem ég hef lent í undanúrslit í bikarnum 2015, þá fékk maður svona smjörþefinn af þessu og í fyrra, vorum mjög óheppnir í fyrra, það hlaut að koma að þessu núna og þetta er klárlega einn stærsti leikur, eða klárlega stærsti leikur minn í KA hingað til og hann á bara eftir að stækka núna. Núna er bikarúrslitaleikur og Evrópuleikir og það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna.” Fór Ívar að hugsa til baka til þessara erfiðu augnablika þegar Blikarnir komust yfir í uppbótartíma venjulegs leiktíma og aftur í framlengingunni? „Það er ótrúlega svekkjandi og þeir eru bara með frábært lið. Klæmint er þessi ‘clutch’ leikmaður og reis þarna hæst og það er ekkert hægt að gera í því og jú auðvitað svekkjandi en það má ekkert í svona leikjum heldur bara áfram gakk og það munaði engu að þeir hefðu getað skorað annað mark í venjulegum leiktíma en sem betur fer þá höldum við þetta út og förum í framlengingu og við rísum upp í framlengingunni og svo rísum við aftur upp í vítaspyrnukeppninni. Þetta var rosalega sveiflukenndur leikur.” Ívar jafnaði leikinn með síðustu spyrnu venjulegs leiktíma eftir klafs eftir hornspyrnu. Hvernig gerðist þetta frá hans sjónarhorni? „Ég var svo þreyttur að ég eiginlega bara man það ekki en ég var eitthvað að lúra þarna á fjærstönginni og sem betur fer var skotið hans Pæturs (Petersen) ekki alveg nógu gott og hann bara datt fyrir framan mig og þetta var bara línupot inn í raun.” Umræðan um KA hefur verið nokkuð neikvæð upp á síðkastið þar sem liðið hefur ekki náð í góð úrslit, skorað fá mörk, leikmenn lent í agabanni og lykilmaður orðaður frá félaginu. Ívar segir þennan sigur gefa liðinu rosalega mikið fyrir framhaldið að gera þar sem m.a. Evrópuævintýri hefst í næstu viku. „Þetta er alvöru vítamínsprauta inn í hópinn og eins og ég er örugglega búinn að segja þrisvar sinnum í þessu viðtali: Það er ekkert eðlilega gaman að vera í KA í dag”, sagði Ívar kampakátur að lokum og hélt áfram að fagna með liðsfélögum sínum.
Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla KA Breiðablik Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Fleiri fréttir Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Sjá meira