Enski boltinn

Allt klappað og klárt og Rice verður dýrasti Englendingurinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Declan Rice vann Sambandsdeild Evrópu með West Ham United á síðasta tímabili.
Declan Rice vann Sambandsdeild Evrópu með West Ham United á síðasta tímabili. getty/Mark Leech

Arsenal og West Ham United hafa náð samkomulagi um félagaskipti enska landsliðsmannsins Declans Rice.

Félagaskiptavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá því að kaupverðið verði 105 milljónir punda. Það gerir Rice að dýrasta enska leikmanni sögunnar.

Rice verður jafnframt dýrasti leikmaður í sögu Arsenal sem endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Rice verður annar leikmaðurinn sem Arsenal kaupir í sumar. Áður var þýski sóknarmaðurinn Kai Havertz kominn frá Chelsea.

Rice, sem er 24 ára, var fyrirliði West Ham sem vann Sambandsdeild Evrópu á síðasta tímabili. Hann hefur leikið með Hömrunum allan sinn feril. Rice hefur leikið 43 leiki fyrir enska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×