Enski boltinn

Mason Mount fær sjöuna hjá Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mason Mount í búningi Manchester United á Old Trafford.
Mason Mount í búningi Manchester United á Old Trafford. Manchester United

Þeir sem höfðu áhyggjur af því að pressan á Mason Mount væri ekki nógu mikil á kappanum fyrir komandi tímabil endurhugsa það kannski eftir nýjustu fréttir frá Old Trafford.

Manchester United keypti enska landsliðsmanninn frá Chelsea fyrir 55 milljónir punda og er honum ætlað stórt hlutverk á miðju liðsins.

Í dag var það síðan gefið út að Mason Mount muni spila í hinni goðsagnakenndi sjöu með United.

Margar af stærstu goðsögnum United hafa spilað í sjöunni, leikmenn eins og George Best, Eric Cantona, David Beckham og Cristiano Ronaldo.

Hinn 24 ára gamli Mount er enginn nýgræðingur í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur skorað 58 mörk og gefið 53 stoðsendingar í 279 með aðalliði Chelsea.

Hann var valinn leikmaður ársins hjá Chelsea, bæði 2020-21 og 2021-22 tímabilið.

Mount hefur að auki spilað 36 landsleiki fyrir Englendinga.

Væntingarnar eru miklar til Mason Mount fyrir komandi tímabil en hann mun mynda flotta miðju með þeim Bruno Fernandes og Casemiro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×