Enski boltinn

Eigandi Tottenham ætlar að láta Bayern blæða fyrir að tala við Kane

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham.
Harry Kane á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Tottenham. Vísir/Getty

Daniel Levy, eigandi Tottenham, er afar ósáttur við að Þýskalandsmeistarar Bayern München hafi rætt við Harry Kane.

Samkvæmt ensum fjölmiðlum hitti Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern, Kane á heimili hans í London í maí.

Levy var langt frá því að vera sáttur við þetta útspil Bæjara og samkvæmt Bild ætlar hann að láta þá blæða fyrir það.

Tottenham hefur þegar hafnað hafnað sextíu milljóna punda tilboði Bayern í Kane og ætlar líka að hafna næsta tilboði sem hljóðar væntanlega upp á 85 milljónir punda. Ljóst er að Bayern þarf líklega að bjóða yfir hundrað milljónir punda til að Levy hlusti á tilboðin.

Kane, sem verður þrítugur á árinu, á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Enski landsliðsfyrirliðinn er markahæstur í sögu Spurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×