Fer yfir 800 laxa í dag Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2023 09:59 Elliðaár - Laxateljari Laxgengd í Elliðaárnar er með allra mesta móti og það eru nokkuð mörg ár síðan jafn mikið af laxi hefur sést í ánni. Elliðaárnar eru í frábæru vatni og laxinn er á mikilli ferð upp ána sem sést vel á svæðinu neðan við Sjávarfoss þar sem það er bókstaflega hægt að elta gönguna frá Breiðu og upp að fossi. Þar stoppar laxinn og í gær var fossinn pakkaður af laxi. Samkvæmt teljaranum voru 772 laxar gengnir í ána og þar af 54 í gær svo miðað við þenna göngutakt fer teljarinn klárlega yfir 800 laxa í dag. Veiðin er ekki alveg í takt við þetta enda er takan ekkert sérstaklega góð í sól og sumarblíðu en það verður í það minnsta ekki kvartað yfir laxleysi. Fyrir ykkur sem eigið daga framundan þá er um að gera að nota litlar flugur og ekki hika við að hnýta Sunray Shadow undir eða "hitch". Það er varla hægt að fá betri skilyrði fyrir þessar tvær til dæmis á efri svæðum ána þar sem straumur er hægari. Sunray má strippa í gegnum rólegar breiðurnar og "hitch" fer mjög veiðilega yfir þessa staði. Eina sem þarf að passa er aðkoman. Koma rólega að stöðunum og engin læti. Stangveiði Mest lesið Þörf áminning um Veitt og Sleppt Veiði Veiðibúðir Lax-ár á Grænlandi tilbúnar Veiði Veiðiflugur komnar með Bernardelli byssurnar Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Bleikjan farin að sýna sig í Þingvallavatni Veiði Ástundun skilar árangri á Þingvöllum Veiði Veiðiferðirnar eru oft misjafnar Veiði Vegna virkjunarmála í Þjórsá Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Frostastaðavatn komið í Veiðikortið Veiði
Elliðaárnar eru í frábæru vatni og laxinn er á mikilli ferð upp ána sem sést vel á svæðinu neðan við Sjávarfoss þar sem það er bókstaflega hægt að elta gönguna frá Breiðu og upp að fossi. Þar stoppar laxinn og í gær var fossinn pakkaður af laxi. Samkvæmt teljaranum voru 772 laxar gengnir í ána og þar af 54 í gær svo miðað við þenna göngutakt fer teljarinn klárlega yfir 800 laxa í dag. Veiðin er ekki alveg í takt við þetta enda er takan ekkert sérstaklega góð í sól og sumarblíðu en það verður í það minnsta ekki kvartað yfir laxleysi. Fyrir ykkur sem eigið daga framundan þá er um að gera að nota litlar flugur og ekki hika við að hnýta Sunray Shadow undir eða "hitch". Það er varla hægt að fá betri skilyrði fyrir þessar tvær til dæmis á efri svæðum ána þar sem straumur er hægari. Sunray má strippa í gegnum rólegar breiðurnar og "hitch" fer mjög veiðilega yfir þessa staði. Eina sem þarf að passa er aðkoman. Koma rólega að stöðunum og engin læti.
Stangveiði Mest lesið Þörf áminning um Veitt og Sleppt Veiði Veiðibúðir Lax-ár á Grænlandi tilbúnar Veiði Veiðiflugur komnar með Bernardelli byssurnar Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Bleikjan farin að sýna sig í Þingvallavatni Veiði Ástundun skilar árangri á Þingvöllum Veiði Veiðiferðirnar eru oft misjafnar Veiði Vegna virkjunarmála í Þjórsá Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Frostastaðavatn komið í Veiðikortið Veiði