Gabriel Jesus grét undan Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 14:31 Pep Guardiola gefur hér Gabriel Jesus fyrirmæli í Meistaradeildarleik. Getty/Dave Howarth Gabriel Jesus fór yfir ástæður þess að hann yfirgaf Manchester City fyrir ári síðan og það var vegna meðferðarinnar sem hann fékk hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus. Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
Pep Guardiola hefur náð frábærum árangri sem knattspyrnustjóri en hann hlífir engum þegar hann velur liðið sitt. Gabriel Jesus lék undir stjórn Guardiola í fimm ár en sagðist líða eins og frjáls maður eftir að hann komst til Arsenal. „Þetta var Meistaradeildarleikur á móti PSG á heimavelli. Hann lét þá [Oleksandr] Zinchenko spila sem falska níu. Algjör klikkun,“ sagði Gabriel Jesus í hlaðvarpsþættinum „Denilson show“ en hann var þar að rifja upp leik frá því í nóvember 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) „Daginn áður þá notaði hann Zinchenko ekkert á æfingunni því ég var þá að spila sem framherji. Zinchenko grínaðist einnig við mig: Ég fann til með þér þennan dag,“ sagði Jesus. ESPN segir frá. „Tveimur klukkutímum fyrir leikinn er liðsfundur. Liðið borðar saman, hvílir sig í þrjátíu mínútur og fer síðan á leikinn. Hann sagði frá byrjunarliðinu. Ég hafði enga matarlyst. Ég fór strax upp í rúmið mitt og grét,“ sagði Jesus. „Ég hringdi í móður mína til að ræða málin. Ég sagði: Ég vil komast í burtu. Ég ætla heim af því að hann setti Zinchenko í mína stöðu og ég fékk ekki að spila. Vinstri bakvörð. Ég algjörlega trompaðist,“ sagði Jesus. Jesus kom inn á fyrir Zinchenko í seinni hálfleiknum, lagði upp jöfnunarmarkið og skoraði síðan sigurmarkið sjálfur. „Ég hitaði ekki upp. Mér leið svo illa. Fimm mínútum eftir að [Kylian] Mbappe skoraði þá kallaði hann á mig. Ég gaf stoðsendingu og skoraði mark og við snérum við leiknum. Ég hélt að ég myndi spila í næsta Meistaradeildarleik en gerði það ekki,“ sagði Jesus. „Það var mikið um svona hjá Guardiola og þetta er ekki auðvelt. Leikmenn þroskast hjá honum en þetta er mjög erfitt. Ég ákvað þarna að ég vildi ekki vera þarna lengur og að ég þyrfti að komast í burtu,“ sagði Jesus.
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira