Allt í gangi: Sumarfrí, skjálftar, spilling og .... vinna! Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. júlí 2023 07:01 Það getur verið þrælerfitt fyrir okkur að halda einbeitingunni á því sem við þurfum að vera að gera þegar það er svona margt í gangi: Sumarfrí að nálgast, tíðar fréttir af skjálftum og mögulegu gosi, spillingafréttir úr bankakerfi eða stjórnsýslu og ..... síðan eigum við að vera að vinna! Við skulum rýna í nokkur ráð sem geta hjálpað. Vísir/Vilhelm Það er algjörlega allt í gangi.... Hvernig á að vera hægt að fókusera á vinnuna þegar það er svona margt í gangi? Við að búa okkur undir sumarfrí, erum nánast í fullu starfi að fylgjast með veðurfréttum, þá bætist við enn eitt eldgosið sem er við það að hefjast og í ofanálag eru fréttir eins og af Íslandsbankamálinu og nú Lindahvolsmálinu fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum. Er nema von að það sé svolítið erfitt að halda fókus? Það eru ýmiss góð ráð til að hjálpa okkur að halda einbeitingunni í vinnunni, þegar það er margt annað í gangi. Í grein Forbes um einmitt þessi mál, er mælt sérstaklega með sjálfsrækt og þá grein má lesa hér. Oft snúast svona dagar fyrst og fremst um að við búum okkur til smá truflun fyrir okkar eigin huga. Gerum hlutina aðeins öðruvísi sem þýðir að í staðinn fyrir að hugurinn verði svona upptekinn af öllu sem er að gerast í kringum okkur, verður hann upptekinn af nýju leikreglunum sem við ætlum að fylgja eftir í nokkra daga, svona á meðan við erum að yfirstíga þessa tilfinningu að finnast við eiga erfitt með að einbeita okkur að öðru en því sem er í gangi. Hér eru fjögur dæmi um hvað við getum gert. 1. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar Hér er mælt með því að takmarka notkunina okkar á að fylgjast með samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Í raun getum við svo sem treyst á vinnufélagana ef það byrjar allt í einu að gjósa. Við bendum til dæmis á 25 mínútna aðferðina sem þýðir að við setjum okkur það sem markmið að kíkja ekki á símann okkar nema á 25 mínútna fresti, sjá lið nr.4. 2. Veldu eitthvað þrennt Í staðinn fyrir hefðbundinn verkefnalista er ágætt að velja eitthvað þrennt. Því það sem er ólíkt þessa dagana miðað við flesta aðra vinnudaga er að það eru hlutir í kringum okkur sem eru að trufla sérstaklega og til að sporna við þeirri truflun, er ágætt að gera hlutina aðeins öðruvísi. Veldu því eitthvað þrennt sem þú vilt eða þarft að klára í dag og byrjaðu á þeim lista. Þegar þú lýkur þeim lista, velur þú aftur eitthvað þrennt og síðan koll af kolli. Þetta þurfa ekkert endilega að vera stór verkefni né tímafrek. 3. Gerðu eitthvað öðruvísi Til að gera hugann upptekinn af öðru en því sem er að trufla okkur í umhverfinu, er líka ágætt að gera einhverja hluti aðeins öðruvísi en við erum vön. Ef við til dæmis notum eitthvað kerfi til að halda utan um skipulagið okkar gætum við þessa dagana prófað að skrifa verkefnin frekar niður á blað. Eða að við færum okkur um sæti í vinnunni, sérstaklega auðvelt nú þegar margir vinnufélagar eru í fríi. 4. Einfalt 25 mínútna kerfi Þessi aðferð felst í því að taka 25 mínútna lotur yfir daginn og síðan 5 mínútna pásur. Í staðinn fyrir að vera til dæmis extra mikið á spjalli eða með eyrun opin fyrir spjalli vinnufélagana og fleira og vera sífellt að kíkja í símann, setjum við okkur markmið um að vera upptekin í þriggja atriða listanum okkar í 25 mínútur í senn. Þegar þeim lýkur, fáum við 5 mínútna pásu sem gefur okkur smá andrými til að líta upp og taka kannski aðeins þátt í spjallinu, en síðan förum við aftur af stað í 25 mínútur. Góðu ráðin Tengdar fréttir Hvernig gott er að bregðast við óvæntum forstjóraskiptum Það getur verið allur gangur á því hvort það er aðdragandi að því að forstjóra eða framkvæmdastjóra er skipt út. 30. júní 2023 07:01 Fjárhagsáhyggjur fólks hafa bein áhrif á vinnuna Stýrivaxtahækkanir, verðbólga, greiðsluvandi fólks og erfiðleikar framundan eru allt fréttir sem hafa verið fyrirferðarmiklar í fréttum fjölmiðla undanfarið. 16. júní 2023 07:01 Erfitt að ræða launin í vinnunni Það er staðreynd að eitt af erfiðustu umræðuefnum fólks eru samtöl um peninga. Þessi samtöl eru oft erfið á milli hjóna, þau geta líka verið erfið á milli vina þar sem deila þarf kostnaði eða ræða kostnað. 9. júní 2023 07:23 Að takast á við höfnun í vinnunni Að upplifa höfnun er ótrúlega algengt fyrirbæri. Bæði í starfi og einkalífi. Oftar en ekki er þetta höfnunartilfinning byggð á misskilningi. Eitthvað sem við ímyndum okkur sjálf, erum sannfærð um að sé rétt og túlkum rangt í samskipti eða hegðun. 2. júní 2023 07:01 Fyrir stjórnendur sem eru með nefið ofan í öllu Það telst úreld stjórnunaraðferð í dag að ofstjórna. Að vera með puttana ofan í öllu sem starfsfólk gerir, fara yfir allt sem gert er, telja sig geta gert hlutina betur eða best, að engum sé treystandi nema þú sért inn í öllu og með tak á öllu. 12. maí 2023 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hvernig á að vera hægt að fókusera á vinnuna þegar það er svona margt í gangi? Við að búa okkur undir sumarfrí, erum nánast í fullu starfi að fylgjast með veðurfréttum, þá bætist við enn eitt eldgosið sem er við það að hefjast og í ofanálag eru fréttir eins og af Íslandsbankamálinu og nú Lindahvolsmálinu fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum. Er nema von að það sé svolítið erfitt að halda fókus? Það eru ýmiss góð ráð til að hjálpa okkur að halda einbeitingunni í vinnunni, þegar það er margt annað í gangi. Í grein Forbes um einmitt þessi mál, er mælt sérstaklega með sjálfsrækt og þá grein má lesa hér. Oft snúast svona dagar fyrst og fremst um að við búum okkur til smá truflun fyrir okkar eigin huga. Gerum hlutina aðeins öðruvísi sem þýðir að í staðinn fyrir að hugurinn verði svona upptekinn af öllu sem er að gerast í kringum okkur, verður hann upptekinn af nýju leikreglunum sem við ætlum að fylgja eftir í nokkra daga, svona á meðan við erum að yfirstíga þessa tilfinningu að finnast við eiga erfitt með að einbeita okkur að öðru en því sem er í gangi. Hér eru fjögur dæmi um hvað við getum gert. 1. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar Hér er mælt með því að takmarka notkunina okkar á að fylgjast með samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Í raun getum við svo sem treyst á vinnufélagana ef það byrjar allt í einu að gjósa. Við bendum til dæmis á 25 mínútna aðferðina sem þýðir að við setjum okkur það sem markmið að kíkja ekki á símann okkar nema á 25 mínútna fresti, sjá lið nr.4. 2. Veldu eitthvað þrennt Í staðinn fyrir hefðbundinn verkefnalista er ágætt að velja eitthvað þrennt. Því það sem er ólíkt þessa dagana miðað við flesta aðra vinnudaga er að það eru hlutir í kringum okkur sem eru að trufla sérstaklega og til að sporna við þeirri truflun, er ágætt að gera hlutina aðeins öðruvísi. Veldu því eitthvað þrennt sem þú vilt eða þarft að klára í dag og byrjaðu á þeim lista. Þegar þú lýkur þeim lista, velur þú aftur eitthvað þrennt og síðan koll af kolli. Þetta þurfa ekkert endilega að vera stór verkefni né tímafrek. 3. Gerðu eitthvað öðruvísi Til að gera hugann upptekinn af öðru en því sem er að trufla okkur í umhverfinu, er líka ágætt að gera einhverja hluti aðeins öðruvísi en við erum vön. Ef við til dæmis notum eitthvað kerfi til að halda utan um skipulagið okkar gætum við þessa dagana prófað að skrifa verkefnin frekar niður á blað. Eða að við færum okkur um sæti í vinnunni, sérstaklega auðvelt nú þegar margir vinnufélagar eru í fríi. 4. Einfalt 25 mínútna kerfi Þessi aðferð felst í því að taka 25 mínútna lotur yfir daginn og síðan 5 mínútna pásur. Í staðinn fyrir að vera til dæmis extra mikið á spjalli eða með eyrun opin fyrir spjalli vinnufélagana og fleira og vera sífellt að kíkja í símann, setjum við okkur markmið um að vera upptekin í þriggja atriða listanum okkar í 25 mínútur í senn. Þegar þeim lýkur, fáum við 5 mínútna pásu sem gefur okkur smá andrými til að líta upp og taka kannski aðeins þátt í spjallinu, en síðan förum við aftur af stað í 25 mínútur.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Hvernig gott er að bregðast við óvæntum forstjóraskiptum Það getur verið allur gangur á því hvort það er aðdragandi að því að forstjóra eða framkvæmdastjóra er skipt út. 30. júní 2023 07:01 Fjárhagsáhyggjur fólks hafa bein áhrif á vinnuna Stýrivaxtahækkanir, verðbólga, greiðsluvandi fólks og erfiðleikar framundan eru allt fréttir sem hafa verið fyrirferðarmiklar í fréttum fjölmiðla undanfarið. 16. júní 2023 07:01 Erfitt að ræða launin í vinnunni Það er staðreynd að eitt af erfiðustu umræðuefnum fólks eru samtöl um peninga. Þessi samtöl eru oft erfið á milli hjóna, þau geta líka verið erfið á milli vina þar sem deila þarf kostnaði eða ræða kostnað. 9. júní 2023 07:23 Að takast á við höfnun í vinnunni Að upplifa höfnun er ótrúlega algengt fyrirbæri. Bæði í starfi og einkalífi. Oftar en ekki er þetta höfnunartilfinning byggð á misskilningi. Eitthvað sem við ímyndum okkur sjálf, erum sannfærð um að sé rétt og túlkum rangt í samskipti eða hegðun. 2. júní 2023 07:01 Fyrir stjórnendur sem eru með nefið ofan í öllu Það telst úreld stjórnunaraðferð í dag að ofstjórna. Að vera með puttana ofan í öllu sem starfsfólk gerir, fara yfir allt sem gert er, telja sig geta gert hlutina betur eða best, að engum sé treystandi nema þú sért inn í öllu og með tak á öllu. 12. maí 2023 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hvernig gott er að bregðast við óvæntum forstjóraskiptum Það getur verið allur gangur á því hvort það er aðdragandi að því að forstjóra eða framkvæmdastjóra er skipt út. 30. júní 2023 07:01
Fjárhagsáhyggjur fólks hafa bein áhrif á vinnuna Stýrivaxtahækkanir, verðbólga, greiðsluvandi fólks og erfiðleikar framundan eru allt fréttir sem hafa verið fyrirferðarmiklar í fréttum fjölmiðla undanfarið. 16. júní 2023 07:01
Erfitt að ræða launin í vinnunni Það er staðreynd að eitt af erfiðustu umræðuefnum fólks eru samtöl um peninga. Þessi samtöl eru oft erfið á milli hjóna, þau geta líka verið erfið á milli vina þar sem deila þarf kostnaði eða ræða kostnað. 9. júní 2023 07:23
Að takast á við höfnun í vinnunni Að upplifa höfnun er ótrúlega algengt fyrirbæri. Bæði í starfi og einkalífi. Oftar en ekki er þetta höfnunartilfinning byggð á misskilningi. Eitthvað sem við ímyndum okkur sjálf, erum sannfærð um að sé rétt og túlkum rangt í samskipti eða hegðun. 2. júní 2023 07:01
Fyrir stjórnendur sem eru með nefið ofan í öllu Það telst úreld stjórnunaraðferð í dag að ofstjórna. Að vera með puttana ofan í öllu sem starfsfólk gerir, fara yfir allt sem gert er, telja sig geta gert hlutina betur eða best, að engum sé treystandi nema þú sért inn í öllu og með tak á öllu. 12. maí 2023 07:00