Erlent

OceanGate hættir allri starf­semi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Flak Titan og líkamsleifar farþeganna fundust skammt frá Titanic.
Flak Titan og líkamsleifar farþeganna fundust skammt frá Titanic. AP/OceanGate

OceanGate, fyrirtækið sem átti og gerði út kafbátinn Titan, hefur hætt allri starfsemi. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Fimm létust þegar Titan fórst á dögunum.

Auk þess að fara ferðir niður að flaki Titanic bauð fyrirtækið einnig upp á ferðir við Azores- og Bahamaeyjar.

Forstjóri OceanGate, Stockton Rush, var meðal þeirra fimm sem létust þegar Titan féll saman í ferð að flaki Titanic. Aðrir voru viðskiptajöfurinn Shahzada Dawood og sonur hans Suleman, auðjöfurinn Hamish Harding og ævintýramaðurinn Paul Henry Nargeolet.

Rush hafði kafað nokkrum sinnum með Titan en var sagður hafa hunsað ábendingar um að kafbáturinn væri mögulega ekki öruggur.

Jasen Neubauer, sem fer fyrir rannsókn slyssins, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að umfangsmikil vinna væri enn fyrir höndum. Rannsóknin er unnin í samstarfi við yfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×