Aguero byrjaður að feta nýjar slóðir Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2023 09:31 Sergio Aguero hyggur á frama í pókernum. Vísir/Getty Sergio Aguero lagði knattspyrnuskóna á hilluna árið 2021 eftir að hafa greinst með hjartagalla. Hann virðist nú ætla að skapa sér nafn á öðrum vettvangi. Sergio Aguero var frábær framherji og er goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester City eftir að hafa skorað markið dramatíska gegn QPR sem tryggði félaginu Englandsmeistaratitilinn árið 2012. Hann gekk til liðs við Barcelona frá City árið 2021 en þurfti að hætta knattspyrnuiðkun skömmu síðar vegna hjartavandamála. Síðan þá hefur ekki mikið farið fyrir Aguero sem var þó nokkuð áberandi þegar Argentína tryggði sér heimsmeistaratitilinn í desember og sást þá meðal annars fagna niðri á velli með fyrrum félögum sínum í landsliðinu. Sergio Aguero at the WSOP poker tournament main event yesterday. pic.twitter.com/URqZouJTrc— City HQ (@City_HQs) July 7, 2023 Nú virðist Aguero hins vegar ætla að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Hann hefur skráð sig til leiks á heimsmeistaramótinu í póker sem fram fer í Vegas en hann hefur þénað tæpa milljón á annars frekar stuttum pókerferli sínum. Þrátt fyrir að hafa skartað hettupeysu og stórum svörtum sólgleraugum í Vegas voru kunnugir ekki lengi að átta sig um hvern var að ræða. Aguero vann sér inn þátttökurétt á öðrum degi heimsmeistaramótsins í Vegas og á enn möguleika á að vinna stóra vinninginn, 12 milljónir dollara sem gerir hvorki meira né minna en rúmlega 1,6 milljarða íslenskra króna. Fjárhættuspil Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Sergio Aguero var frábær framherji og er goðsögn hjá stuðningsmönnum Manchester City eftir að hafa skorað markið dramatíska gegn QPR sem tryggði félaginu Englandsmeistaratitilinn árið 2012. Hann gekk til liðs við Barcelona frá City árið 2021 en þurfti að hætta knattspyrnuiðkun skömmu síðar vegna hjartavandamála. Síðan þá hefur ekki mikið farið fyrir Aguero sem var þó nokkuð áberandi þegar Argentína tryggði sér heimsmeistaratitilinn í desember og sást þá meðal annars fagna niðri á velli með fyrrum félögum sínum í landsliðinu. Sergio Aguero at the WSOP poker tournament main event yesterday. pic.twitter.com/URqZouJTrc— City HQ (@City_HQs) July 7, 2023 Nú virðist Aguero hins vegar ætla að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Hann hefur skráð sig til leiks á heimsmeistaramótinu í póker sem fram fer í Vegas en hann hefur þénað tæpa milljón á annars frekar stuttum pókerferli sínum. Þrátt fyrir að hafa skartað hettupeysu og stórum svörtum sólgleraugum í Vegas voru kunnugir ekki lengi að átta sig um hvern var að ræða. Aguero vann sér inn þátttökurétt á öðrum degi heimsmeistaramótsins í Vegas og á enn möguleika á að vinna stóra vinninginn, 12 milljónir dollara sem gerir hvorki meira né minna en rúmlega 1,6 milljarða íslenskra króna.
Fjárhættuspil Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira