De Gea yfirgefur Man United: „Manchester verður alltaf í mínu hjarta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 14:30 David De Gea hefur verið markvörður Manchester United síðan árið 2011. Vísir/Getty David De Gea hefur birt pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn Manchester United. Þar með er endanlega komið á hreint að Spánverjinn mun spila fyrir nýtt félag á næstu leiktíð. Framtíð David De Gea hjá Manchester United hefur verið í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rann út á dögunum. De Gea og United hafa átt í viðræðum um nýjan samning síðustu mánuði en viðræðurnar voru settar á ís fram yfir brúðkaup hans nú á dögunum. United hefur verið orðað við Andre Onana, markvörð Inter, síðustu daga og í morgun bárust fregnir af því að kamerúnski landsliðsmaðurinn færðist sífellt nær því að skrifa undir við enska stórliðið. Nú er hins vegar ljóst að De Gea mun ekki spila fyrir Manchester United á næstu leiktíð. Hann birti í dag pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn United og þakkar fyrir sinn tíma hjá félaginu. I just wanted to send this farewell message to all Manchester United supporters. I would like to express my unwavering gratitude and appreciation for the love from the last 12 years. We ve achieved a lot since my dear Sir Alex Ferguson brought me to this club. I took incredible pic.twitter.com/6R7ezOEf1E— David de Gea (@D_DeGea) July 8, 2023 „Við höfum afrekað margt síðan minn kæri Sir Alex Ferguson fékk mig til þessa félags. Ég hef verið stoltur í hvert einasta skipti sem ég hef klæðst treyjunni, að leiða liðið áfram og koma fram sem fulltrúi þess, stærsta félags í heimi,“ skrifar De Gea. „Manchester verður alltaf í mínu hjarta, Manchester hefur mótað mig og mun aldrei yfirgefa mig,“ skrifar De Gea ennfremur. David De Gea hefur verið leikmaður Manchester United síðan árið 2011 og á að baki yfir 400 leiki fyrir félagið. Hann hefur þar að auki leikið 45 landsleiki fyrir Spán. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, hrósar De Gea í hástert. „Að hafa unnið verðlaun sem leikmaður ársins bæði valið af stuðningsmönnum og liðsfélögum, bæði verðlaun í fjórgang, sýnir gæði frammistöðu hans og hans verður alltaf minnst sem einn af bestu markvörðum í sögu þessa félags.“ „Persónulega er ég þakklátur fyrir þau 25 skipti sem hann hélt hreinu á síðsta ári og fyrir almennt framlag á vellinum á mínu fyrsta ári hjá félaginu. Allir leikmennirnir og starfsfólkið sendir honum bestu óskir á næsta skrefi hans á frábærum ferli.“ Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Framtíð David De Gea hjá Manchester United hefur verið í mikilli óvissu en samningur hans við félagið rann út á dögunum. De Gea og United hafa átt í viðræðum um nýjan samning síðustu mánuði en viðræðurnar voru settar á ís fram yfir brúðkaup hans nú á dögunum. United hefur verið orðað við Andre Onana, markvörð Inter, síðustu daga og í morgun bárust fregnir af því að kamerúnski landsliðsmaðurinn færðist sífellt nær því að skrifa undir við enska stórliðið. Nú er hins vegar ljóst að De Gea mun ekki spila fyrir Manchester United á næstu leiktíð. Hann birti í dag pistil á Twitter þar sem hann kveður stuðningsmenn United og þakkar fyrir sinn tíma hjá félaginu. I just wanted to send this farewell message to all Manchester United supporters. I would like to express my unwavering gratitude and appreciation for the love from the last 12 years. We ve achieved a lot since my dear Sir Alex Ferguson brought me to this club. I took incredible pic.twitter.com/6R7ezOEf1E— David de Gea (@D_DeGea) July 8, 2023 „Við höfum afrekað margt síðan minn kæri Sir Alex Ferguson fékk mig til þessa félags. Ég hef verið stoltur í hvert einasta skipti sem ég hef klæðst treyjunni, að leiða liðið áfram og koma fram sem fulltrúi þess, stærsta félags í heimi,“ skrifar De Gea. „Manchester verður alltaf í mínu hjarta, Manchester hefur mótað mig og mun aldrei yfirgefa mig,“ skrifar De Gea ennfremur. David De Gea hefur verið leikmaður Manchester United síðan árið 2011 og á að baki yfir 400 leiki fyrir félagið. Hann hefur þar að auki leikið 45 landsleiki fyrir Spán. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, hrósar De Gea í hástert. „Að hafa unnið verðlaun sem leikmaður ársins bæði valið af stuðningsmönnum og liðsfélögum, bæði verðlaun í fjórgang, sýnir gæði frammistöðu hans og hans verður alltaf minnst sem einn af bestu markvörðum í sögu þessa félags.“ „Persónulega er ég þakklátur fyrir þau 25 skipti sem hann hélt hreinu á síðsta ári og fyrir almennt framlag á vellinum á mínu fyrsta ári hjá félaginu. Allir leikmennirnir og starfsfólkið sendir honum bestu óskir á næsta skrefi hans á frábærum ferli.“
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira