Fyrirkomulagið á LIV-mótaröðinni er ólíkt því sem þekkist á hefðbundnari mótum, til að mynda á bandarísku PGA-mótaröðinni, og hefur LIV auglýst sig undir yfirskriftinni „Golf, nema háværara“ sem stóð sannarlega undir nafni á föstudag.
Áður en mót hófst á mótinu í Lundúnum í gær brast út leifturlýður svokallaður, á ensku flashmob, þar sem dansarar, sem klæddir voru upp sem starfsfólk mótsins, opnuðu það með dansi við lagið Party Rock Anthem með dúóinu LMFAO frá árinu 2011. Netheimar nötruðu í kjölfarið þar sem stólpagrín var gert að uppátækinu.
Áhugavert verður að sjá hvort Ísfötuáskorun eða planki sé næstur á dagskrá en það er í það minnsta líf og fjör á LIV-mótaröðinni á meðan golfheimurinn hristir höfuðið.
Myndskeið af atvikinu má sjá að ofan en að neðan má sjá brot af viðbrögðum golfáhugamanna á Twitter.